Vikan - 06.03.1980, Page 8
Iþróttir
mann" vörn og þekkli því ekki annað.
Nú, þessi strákur skoraði ekki meira í
leiknum og ég man það að ég fékk mikið
klappá bakiðá eftir.”
Frami Jóns I körfuknattleiknum varð
með ólíkindum skjótur. Hann og félagar
hans voru ákaflega sigursælir I yngri
flokkunum og ekki fór á milli mála að
þar fór upprennandi körfuknattleiks-
stjarna.
„Við unnum íslandsmeistaratitil i
öllum flokkum sem ég lék með,
annaðþvort á fyrra eða siðara árinu eða
þá jafnvel bæði árin. Einn leikur er mér
einstaklega minnisstæður. Við lékum þá
<S/x/A Sracíe Sfeam
Jón ásamt börnunum i hinu 80 ára
gamla hjónarúmi.
við KR. sem voru Reykjavíkurmeistarar
i 4. flokki. Við unnum 24-2 og þeir
skoruðu einu körfuna sína rétt fyrir
leikslok. Þetta var einkar glæsilegur
sigur en heldur súrnaði yfir okkur þegar
eitt dagblaðanna sagði að leiknum hefði
lokið 24-20 fyrir okkur. Það var þó siðar
leiðrétt.”
Árið 1967 er vafalítið eitt merkasta
árið á ferli Jóns. Þá var hann aðeins 16
ára gamall en æfði með fjórum liðum i
einu. Hann var á fyrra árinu i 2. flokki
Ármanns. æfði með meistaraflokki
félagsins, unglingalandsliðinu og svo ]
siðast en ekki sist landsliðinu. „Ég var
ekki búinn að leika nema 4 leiki með
meistaraflokki Ármanns þegar Birgir Öm
Birgis sagði mér að ég hefði verið valinn
í landsliðshópinn. Ég ætlaði í fyrstu ekki
að trúa þessu en þar eð ég vissi að ég gat
treyst Birgi rengdi ég hann að sjálf-
sögðu ekki.”
— Gegn hverjum var fyrsti
landsleikurinn?
„Hann var gegn Svíum hér heima á
Polar Cup og ég skoraði aðeins 1 stig úr
vitaskoti. Það var nú allt og sumt. En ég
Skólaliðið, sem þeir bræður Jón og
Guðmundur voru í í Bandarikjunum.
Guðmundur er fyrir miðju í aftari
röðinni en Jón er lengst til hægri i
sömu röð.
8 Víkan 10. tbl.