Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 24

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 24
TASSO vegg- stríginn fráokkurer auðveldur' ' i uppsetningu 4 Grensásvegi 11 - sími 83500. mWBIABIB fijálst, úháð dagblað Framhaldssagan Fótatakið hætti fyrir utan dyrnar á herbergi mínu. Einhver barði mjög ákveðiðaðdyrum. Ég veit ekki hver ég hélt eiginlega að þetta væri. Fyrst datt mér i hug maðurinn sem kallaður var Paul. Ég hafði að minnsta kosti sagt honum hvar ég byggi. En um leið og ég var að opna hurðina hvarflaði það að mér hvort þetta gæti verið Julian frændi. Ég fékk smákipp í magann og starði fram á gang- inn. í þetta skipti var Alex Robertson í pokabuxum og tweedjakka. Utan um hálsinn hafði hann kæruleysislega slegið einhverju sem líktist helst gömlum skólatrefli. Hann horfði rannsakandi á mig eins og hann væri að velta því fyrir sér hvort hugmyndir hans um mig hefðu verið réttar. „Halló," sagði hann. „Það logar í arninum niðri í setustofunni og þar er hlýtt og notalegt og ekki nokkur sála þar inni. Það eru allir farnir i píluspil inni á barnum. Viltu ekki koma niður smástund? Mig langar til að tala við þig” Ég sá að honum varð litið i átt að hrúgunni er ég hafði hvolft ur töskunni minni. Hann pirði augun og bætti við: „Ef það er þetta sem þú leitar að. þá er það hér." Hann lyfti upp samanvöðluðu pappirsblaði. „Ég fann þetta á gólfinu i bilnum.” Vi$ horfðumst smástund í augu, þegjandi, og svo elti ég hann niður. Alex kom með drykki fyrir okkur bæði yfir að borðinu við arininn og sagði svo: „Jæja, segðu mér nú allt af létta. Ertu i einhverjum vandræðum? Kannski eitthvað, sem þú hefur, ef svo má segja, erft frá föður þínum?" Hann starði stöðugt á mig og allt i einu var eins og það kæmi einhver glampi í augu hans. „Veistu,” sagði hann allt í einu upp úr þurru. „að ég hélt að þú værir með svört augu, en allt i einu sá ég að þau eru dökkblá. Ég held ég hafi aldrei séð þennan augnalit fyrr." Við störðum enn um stund hvort á annað. en svo lagði Alex höndina yfir mína og sagði: „Svona nú, það getur hver maður séð að þú hefur áhyggjur af einhverju — það er eitthvað meira en andlát föður þins sem angrar þig, á ég við. Þú getur treyst Alex frænda." Allt í einu hvarf brosið af andliti han' og hann bætti við með meiri viðkvæmni og skilningi en ég hefði búist við af honum: „Eigum við að athuga hvort betur gengur ef við leggjumst bæði á eitt? Ef þér finnst eitthvað þægilegra að vita af því, þá er ég þegar búinn að lesa þennan furðulega snepil. Ég var búinn að lesa hann áður en ég fór að velta fyrir mér hvaðan hann kæmi." Ég brast að vísu ekki í grát en tárin voru ekki langt undan, því ég fann nú betur en nokkru sinni hvað ég var í mikilli þörf fyrir að leita ráða hjá einhverjum. 24 Vikan 10. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.