Vikan


Vikan - 06.03.1980, Page 25

Vikan - 06.03.1980, Page 25
Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir 3. hluti ' 'Alix;hliiíta'ði á frásögn mína án ’þess að gripa nokkurn tíma fram i. fór og náði i meira handa okkur að drekka og sat svo og horfði með hnyklaðar brýr niður i glas sitt. Þegar hann loks sagði eitthvað minntist hann ekkert á græn klæddu konuna — en ég hafði alveg eins búist við háðslegum athugasemdum um frjótt ímyndunarafl mitt — og heldur ekkert. á það sem komíð hafði fyrir frænku mina. „Segðu mér eitthvað frá föður hinum."sagði hann. Hvers konar maður var hann? Var hann fljótur að skipta skapi? Var hann mjög afgerandi per- sónuleiki? Var gott að leita til hans? Eða var hann fremur dulur?” „Ó. nei." svaraði ég og fann enn betur hve stutt var I tárin. „Þannig var hann alls ekki. Hann var fremur viðkvæmur og tilfinningaríkur. Hann hataðri rifrildi og ósamkomulag. Af hverju spyrðu?" „Ég er bara að reyna að komast inn i myndina." sagði Alex. „Ef. i fyrsta lagi. W HILDA ROTHWELL: mánaskini Ég starði þegjandi á þann glæsilegasta mann, sem ég hafði nokkurn tíma augum litið, og vissi ekki hvort ég ætti að trúa því að þetta væri Julian Marsh. hann hefði ekki veikst, þá hefði aldrei hvarflað að þér að það þyrfti að aka honum hingað. er það?" „Nei. Hann var hvort eð er að flytja frá Afríku, og ég hefði bara tekið á móti honum á Heathrowflugvelli og farið með hann heim i ibúðina mína. minnsta kosti fyrst um sinn. Svo þú sérð að ekkert var eins og ráðgert var. Enda hefði ég þá aldrei fengið neitt að vita um bréfið frá Julian frænda. Faðir minn vildi ekki að ég æki honum hingað. Hann reyndi mörgum sinnum að fá mig til að hætta við það. Ég held meira að segja að hann hefði aldrei leyft mér það. 1 þessu varð honum ekki hnikað og það var þó ekki likt honum. og sérstaklega þar sem hann var ekki heill heilsu. Ég held að hann hefði á endanum leigt bílstjóra með bilnum. frekar en að láta mig keyra. en samt veit égekki hversvegna." „Þetta bréf. eða hluti af bréfi," sagði Alex. Þú sagðir að það hefði verið vafið utan um þessa brúðu. Þetta er nýlegt bréf. er það ekki? Það hlýtur líka að vera. því það er minnst á heimsókn föður þins." „Já. það er alveg áreiðanlegt." „Auðvitað getur vel verið.” hélt Alex áfram. „að hann hafi einungis verið að nota bréfið sem umbúðir utan um dúkkuna og hringinn. Heldurðu að þetta hafi verið sending frá frænda þínum? Dúkkan. meina ég?" „Nei. Ilvers vegna skyldi hann gera það. þegar það er alveg augljóst að hann vill helst ekki liafa nein afskipti af fjölskyldu konu sinnar? Þaö væri alveg út i hött." „Segðu mér frá henni. Og móður þinni. Mig minnir að þú segðir að þær hefðu verið tvíburasystur. Voru þær samrýndar?" „Mjög." Ég horfði á Alex tæma glas sitt. „Voru þær eineggja?" „Já." „Ég skil. Svo þegar þú segir að þú hafir þekkl Vivien. af því að hún sé svo lik móður þinni. þá áttu lika við að hún sé mjög lik sinni eigin móður. er það ekki? „Jú. En ég sá samt ekki Söru frænku nema einu sinni. Sara giftist löngu á und an mömmu. Mamma dvaldi langtimum hjá henni og Julian frænda í Kenya. Það var þar sem hún hitti föður minn.” Við heyrðum að frú Thatcher kallaði: „Lokunartimi.” En um leið og ég ýtti stólnum minum til hliðar. sagði Alex: „Ég get verið i að minnsla kosti fimni mínútur i viðbót og með þig gildir reglan ekki. ég ætla bara að fara og skila glösunum." Hann tók tóm glösin og fór med þau inn á barinn en kom svo og settist aftur. „Þegar allt kemur til alls." sagði hann loks. „þá hlýtur móðir þin að hafa þekkt 10. tbl. Víkan 2.5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.