Vikan - 06.03.1980, Page 40
Framhaldssaga
Þýð.: Steinunn HmJgadóttír.
Patricia Johnstone:
i leit aí>
lifðiafa
Allt í einu virtist andlit hans hverfa í móðu.
Allt var í móðu. Fæturnir virtust ætla að
neita að bera hana lengur. Hún rétti
blinduð fram höndina. Hún fann strax
styrkan handlegg styðja sig.
----------\
FÉLAG
ÍSLENZKRA
HLJÚMLISTAR
MANNA
útvegar yöur
hljóöfæraleikara
og hljómsveitir
við hverskonar
tœkifœri
Vinsamlegast
hringið í
20255
milli kl. 1 og 5
Þær ræddu um lækni Karenar,
Samuel Muir, meðan þær óku gegnum
kvöldumferðina. Janet vissi að hann
myndi hafa gaman af að fá fréttir af
Susan. En samræðurnar dóu út þegar
þær komu að hótelinu. Báðar hugsuðu
þær það sama.
Susan komst næst þvi að segja það
upphátt. „Ég mun hugsa til þin og senda
bænir mínar til þin um að kraftaverkið
sem við þörfnumst gerist."
Janet fann hvernig tárin kontu fram í
augu hennar og henni rétt tókst aðbrosa
i þakklætisskyni. Þetta var undarlega
tekið til orða, af jafnvísindalega sinnaðri
ungri konu, en þessi orð yljuðu henni.
En Susan gat ekki gert meira fyrir
hana.
Hun lyfti hendinni í kveðjuskyni um
leið og Susan ók i burtu. Siðan snerist
hún á hæli og gekk inn í hótelið.
Þegar Peter Blake fór frá sjúkra-
húsinu fannst honum tilhugsunin um að
fara heim I auða ibúðina óbærileg.
Hann gat auðvitað farið aftur I
vinnuna og tekið að sér tveggja tíma
aukavinnu en sú tilhugsun var heldur
ekki aðlaðandi.
Hann vildi ekki vera innilokaður,
hvorki heima né á skrifstofunni; hann
vildi heldur ekki keyra; hann hélt því
einfaldlega áfram að ganga.
Þessi augu!
Gæti hann nokkurn tima gleymt
þessum stóru aygum barnsins? Og svo
var eitthvað við andlit hennar sem líktist
svo móðurinni.
Myndi sorgin i augunt hennar alltaf
elta hann?
Og orð hennar: Ég vildi ad þú vissir
hver það væri sem myndi deyja'. Jæja.
Það vissi hann svo sannarlega. Þar
hafði henni tekist vel upp.
Lif hennar er i þinum höndum. hafdi
hún sagt.
Já, hann skildi það. En það var enginn
möguleiki að koma Janet Collins i
skilning um að málin gætu snúist við. Ef
henni hefði tekist að fá hann til að fara
til London hefði hans lif á vissan hátt
verið I höndum hennar.
En það gat hann ekki sagt henni.
Hann hafði aldrei sagt neinuni frá þessu.
Hann hafði gengið langt án þess að
taka eftir því. Hann var kominn að
skrúðgarðinum í útjaðri bæjarins og
börnin léku sér í rólunum og sand-
kössunum.
Hann gekk yfir grasið og settist á
bekk. Raddir barnanna náðu til hans I
gegnum hreint loftið.
Hann hefði átt að eiga barn, hugsaði
hann allt i einu. Hann var orðinn þrjátiu
og fjögurra ára og enn einn í heiminum.
Hann hefði getað verið orðinn faðir ef
aðeins...
En hann hugsaði strax með sjálfum
sér að það hefði I rauninni verið heppni
að hann og Hazel áttu aldrei börn.
Hann hafði reynt að hætta að hugsa
um Hazel. Hann hafði reynt að losa sig
við minninguna um hana. Nú voru svo
mörg ár liðin að hún kom ekki svo oft
upp í huga hans lengur. Það var aðeins
einstaka sinnum þegar hann vaknaði
upp á næturnar. . . Það kom allt aftur.
eins og slæmur draumur. . . minningin
um hatrið sem logað hafði á milli þeirra.
Hjónaband hans hafði verið fyrirfram
dæmt til glötunar. Hún hafði lagt
gildrur sínar fyrir hann og hann hafði
verið nógu ungur og auðtrúa til að bita á
agnið og trúa því að hún elskaði hann.
Eftir að þau voru gift hafði hún stundað
þessa iðju sína áfram viðaðra karlmenn.
Ástæðan var ekki sú að hún þyrfti á
karlmanni að halda. Það var sigurinn
40 Vikan 10. tbl.