Vikan


Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 45

Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 45
skoða tíu kassa, þar af voru sex kassar utan um líkön, tveir utan um Legó-leikföng og tveir voru umbúðir um leikföng varðandi Barbie-brúðuna. Síðan fengu þau að skoða leikfangið sjálft og síðan spurð hvort þau hefðu áhuga á því. Athugunin leiddi í þós að börnin héldu að leikfangið væri eins og sýnt var í umbúðunum. En raunin var bara ekki alltaf sú. Þegar börnunum var sýndur kassi, sem innihélt líkan af regn- ský.li fyrir iárnbrautir, hélt helmingur þeirra að a.m.k. fimm af hverjum níu leikföngum vaeri að finna í kassanum. Annar kassi var prýddur með mynd af tveim hermönnum og stæðilegum hesti. Helmingur barnanna hélt að hesturinn væri helmingi stærri en hann síðan reyndist vera. Auðvitað voru það yngri börnin sem frekar létu blekkiast. Þau héldu yfirleitt að umbúðirnar gæfu rétta mynd af innihaldinu. Það er ekki fyrr en við tiu til ellefu ára aldur að börn eru farin að læra af reynslunni. Oft eru það ákveðin atriði á myndunum sem vekia sér- staklega athygli barnsins. T.d. getur segl á báti eða loftnet á bíl haft áhrif á það hvort barnið girnist leikfangið öðrum fremur. Ef í Ijós kemur að þessir hlutir eru ekki á leikfanginu verður barnið fyrir sárum vonbrigðum. Börnin, sem tóku þátt í könnun- inni, misstu lika áhugann á leikfanginu þegar þau sáu það við hlið umbúðanna. Myndirnar á likanakössunum voru svo fjarri þvi sem tilbúni hluturinn varð og þegar börnunum varð það Ijóst kærðu þau sig ekki lengur um likanið. Að meðaltali höfðu 34°o barnanna áhuga á að kaupa leikföngin þegar þeim voru sýndir kassarnir. En þegar þeim var sýnt innihaldið minnkaði áhuginn. Aðeins 15% kærðu sig þá um þau. Þegar börn koma inn í leikfangaverslun blasa við raðir af álitlegum leikföngum og mikill hluti í skrautlegum pappaöskjum meðspennandi myndum. Myndin ræður mestu um hvað barnið kaupir og oft er það eitthvað allt annað en það bjóst við. Það er ástæða til að vara þau við, svo vonbrigðin verði ekki sár. Fullorðið fólk lætur einnig blekkjast af glæsilegum umbúðum, en það lætur ekki narra sig æ ofan í æ og lærir fyrr af mistökum. Birt í samráði við Neytendasamtökin. Þýð.: SH. Úr RAd och Rön. Bara regnskýli í þessum skrautlega kassa er •kkert annaö en Ifkan af regnskýli. Helmingur barnanna leit svo á að a.m.k. fimm leikföng væri aö finna í öskjunni. Börnunum var sýndur kassinn tvisvar I viöbót. Þó var búið að má burtu sumt af leikföngunum á myndinni. Þaö var ekki fyrr en búið var aö fela sjö leikföng af tíu að börnin áttuðu sig á því hvert innihald kassans var. 53% ágirntust kassann við fyrstu sýn. 44% þeirra skiptu um skoðun þegar hið rótta varð Ijóst. Kassi utan um baöker sýndi Barbie-brúðuna í kerinu. 4 börn af hverjum tiu töldu að bæði brúðan og keriö kæmu úr kassanum. Börnunum var einnig sýndur kassi með Barbie-hesthúsi og girðingu. Á kassanum er Barbie að klappa hesti sínum klædd glæsi- legum reiðfötum. 85% töklu að hesturinn væri einnig I kassanum og 36% álitu að brúðan fylgdi einnig með f kaupunum. Það sannaðist í könnuninni að börn trúa því að myndirnar á umbúðunum gefi sanna mynd af innihaldinu og kassinn innihaldi meira eða minna af þeim leikföngum sem sjást á myndinni. m iiihu Víkingarnir spjöruðu sig Legó-víkingarnir eru í hálftómum kassa. Um 70% var loft. Þrátt fyrir það vildu 90% þeirra barna, sem áhuga höfðu á vikingunum eftir myndinni á kassanum að dæma, eiga leikföngin eftir að þau fengu að sjá þau. Börnunum var sýndur kassi utan um Legó-bíl. 32% höfðu áhuga á bilnum. Þegar þau fengu hann svo i hendur breytti ekkert þeirra skoðun sinni. Þessi leikföng heyrðu til algjörrar undantekningar í þessari könnun. Börnin urðu ekki fyrir vonbrigðum þegar þau fengu að sjá þau. 10. tbl. Víkan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.