Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 46
í Orkumál IMýlega voru kappaksturskeppnir bannaðar í Brasilíu. Hér áður fyrr hefði slikt sjálfsagt komið af stað byltingu. En orkuskorturinn og hið háa verð á bensini hafa komið Brasilíumönnum á aðra skoðun. Nú er aðeins leyft að keppa á bílum sem ganga fyrir alkóhóli eins og á dögum afa. Fyrir 50 árum gengu margar bilategundir fyrir alkóhóli en svo fór bensínið með sigur af hólmi. Það var mun ódýrara og þar að auki kraftmeira. Brasilíumenn eru þegar farnir að blanda bensinið á venjulega bila eias og Volkswagen, Fiat og Ford með 20% af ethylalkóhóli. Þar að auki ganga nokkur þúsund af Fiat 147 (brasilísk eftirlíking af Fiat 127) fyrir hreinu alkóhóli. En þar sem nokkrir hugvitsamir menn fundu upp á að selja hið stórhættulega fýsil- brennivin bensínstöðvanna sem snaps hefur stjórnin nýlega gripið til þess ráðs að setja rautt litarefni í það til að koma þannig i veg fyrir svartamarkaðsbrask og alkóhóleitranir í stórum stil. En alkóhólbillinn kemst þó ekki alveg af án bensins. Áður en honum er ekið af stað þrýstir ökumaðurinn á takka i mælaborðinu sem úðar nokkrum dropum af bensini i blöndunginn. Þess vegna hefur tveggja litra bensíngeymi verið komið fyrir í vélarhúsinu. Verkfræðingar Fiat-verksmiðjanna segja að þetta magn af bensíni endist í tvo til þrjá mánuði. Þessir bensíndropar eru nauðsynlegir til að starta köldum mótor. Eftir það tekur snapsinn við og þau úrgangsefni sem púströrið sendir frá sér anga óneitanlega af alkóhóli. Og það hefur gert lögreglunr.i erfitt um vik við að skera úr þvi hvort áfengislyktin stafar af ökumanni eða mótor. Stjórn Brasilíu hefur gert sjö ára áætlun um breytingu á öllum bensinbílum yfir í alkóhólbíla og þannig ætlar hún sér að komast hjá öllum oliu- innflutningi. Einnig ætlar hún sér að örva fólk til kaupa á slíkum bilum meðskattaivilnunum. Enn sem komið er er alkóhól-Fiatinn þó 10% dýrari I sölu en bensin-Fiatinn. Brasilísku Fiatverksmiðjurnar segja að það sé vegna þeirra ótal breytinga sem gera þarf á módelunum. T.d. verður að nota annan blöndung og alveg sérstakan strokk. Einnig verður ryðvörnin dýrari þar sem ethylalkóhól inniheldur dálítið af vatni. En snapsabilarnir bæta eigendum sinum þennan kostnað upp með því að lítrinn af alkóhóli er helmingi ódýrari en litri af bensíni. Þetta hefur ómetan- lega þýðingu í landi þar sem árleg verðbólga nær 80% og gengisfellingar eru tiðar. Nýlega var gengið í Brasilíu - : 'Benslni er úðað I blöndunginn áður en startaðer. Bensinstöðvar I Brasiliu eru lokaðar á sunnudögum — nema fyrir alkóhólbila. fellt um 30% og kom þessi mikla gengis- felling eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þjóðina. Það þarf lika að fylla oftar á snapsa- bílana en bensinbílana þar sem eldsneytið er kraftminna, og er orkumunurinn um 0.62 kg á hvern lítra. Aftur á móti er þrýstihlutfall hans 11:1 þar sem bensínbíll hefur þrýstihlutfallið 7,7:1. Af þessu leiðir að snapsabillinn mengar siður umhverfið. Ef við athugum kostnaðarhliðina á hinum brasilíska snaps-Fiat lítur hún svona út: Lítrinn af alkóhóli er helmingi ódýrari en lítri af bensíni en aftur á móti eyðir bíllinn 25% meira af eldsneyti. Hann fer með u.þ.b. 4 snapsa á kílómetra á meðan bensínbíllinn fer með 3 snapsa af bensíni. Brasiliustjórn hefur einnig verðlaunað eigendur alkóhólbila með því að hafa opið á sunnudögum fyrir alkóhólsölu á bila þeirra en ekki bensin. Fiat-verksmiðjurnar hafa nú i hyggju að stækka eldsneytisgeyminn úr 38 lítrum í 45 litra svo að eigendur alkóhólbilanna þurfi sjaldnar að fylla. Það er þó þyngst á metunum hjá stjórn Brasilíu að landið hefur sjálft yfirráð yfir öllum þeim hráefnum sem þarf til að framleiða ethanol. Prufukeyrsla á fyrsta bílnum sem gengur fyrir alkóhóli 46 Vikan io. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.