Vikan


Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 51

Vikan - 06.03.1980, Qupperneq 51
Myndskreyting: Bjarni Daði Jónsson hvarf t^á inn í húsið en kom aftur að vörmu spori með bundið járn við hægri fót sér og bauð Eirikí að slást. Eirikur sagði hann bjóða það, sem hann hefði viljað biðja um, og sárbað að sleppa sér. En þeir sögðu hann alltof góðan og gamlan til að fást við slikan mann sem Broch væri. „Ég mun gæta min sjálfur." kvað Eirikur. Broch skapraunaði honum mikið. Loks slapp Eirikur. Þá hljóp Broch i loft upp og vildi slá Eirík með sporanum. Eiríkur brá hart undan, greip fót hans og kippti honum flötum á hnakkann og hljóp ofan á hann, lét þegar kné fylgja kviði og mælti: „Er nú þetta hinn mikli Broch, sem mörgum sýnir hroka, þrælmennsku og ójöfnuð. Nú er best hann kenni klækja sinna!” Þegar Eiríkur hafði skriftað honum leyfði hann honum aðstanda upp og réð honum að glettast eigi við sig né aðra að saklausu. Broch hvarf þá inn og Eirikur sá hann aldrei framar. Lét hann sér þetta að kenningu verða og varð viðfelldnari en áður. Þegar þeir feðgar Eiríkur og Sigvaldi voru komnir að Hauksstöðum kom hestakaupmaður sá úr Norðurlandi sem Eirikur hét og að viðurnefni kallaður Hoff. Hann hafði verið prentari á Hólum. Hann var ærið drykkfelldur, afarmenni fyrir sér og allharðskiptinn. Hann bauð Hauksstaðafeðgum hesta til kaups. Eiríki lék hugur á hesti einum en þótti hann of dýr. Lenti af þeim sökum í stríðni og hrindingum með þeim nöfnum. Bárust þeir fram og aftur um túnið. En með þvi að báðir voru við öl og kappsmenn miklir, þá áttust þeir við í fullar þrjár klukkustundir. Vann hvorugur á öðrum og skildust að lokum og sættust með því að kallast jafningjar. En engin tuska var heil á þeim eftir leikinn. Þá var sagt að hvorugur þeirra hefði áður hitt fullan jafningja til harðskiptanna. Eiríkur Styrbjarnarson var þá rúmlega sextugur. Það var mál manna að jafnoft og Eirikur lenti í harðskiptum drukkinn og ódrukkinn þá hafi hann, ef hann var ekki miður sín, aldrei beðið lægri hlut þvi hann var skaprikur mjög. Einkum var honum oft uppsigað við höfðingja og stórbokka. Sigvaldi sonur hans var einnig mikilmenni að atgervi en þó eigi líki föður síns. Eiríkur vildi öllum hjálpa sem þessu þurftu en Sigvaldi var hygginn gætnismaður. Þeir feðgar fluttu um 1800 frá Hauks- stöðum i Hafrafellstungu í Axarfirði og bjuggu þar vel. Eirikur lifði ekki mörg ár þar norðurfrá áður en hann varð veikur og andaðist hann mjög snögglega árið 1804, 82 ára gamall. Þótti þar hafa fallið dugandi drengur og mörgum harmdauði. ★ 10. tbl. ViKanSi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.