Vikan


Vikan - 27.03.1980, Síða 20

Vikan - 27.03.1980, Síða 20
Framhaldssaga staðar. Annar þeirra stundi og hljóp ýmist til hægri eða vinstri. Þeir sneru sér við til að lita aftur á mig og augu jieirra ranghvolídust af hræðslu. I>á sá ég hvað það var sem skelfdi þá svona. Pamela, sem kom hálf hlaupandi, hafði ekki komið auga á okkur vegna trjánna, sem voru meðfram veginum, fyrr en hún var komin svo til alla leið — alla leið að mönnunum. l>etta hlýtur að hafa verið hræðilegt áfall fyrir hana. Hún sá mig, sem lá á jörðinni, annar hclntingur andlitsins blóði drifinn. og hún sá hárlokkinn löðrandi af blóði í hendi mannsins. Þá æpti hún. Það var það versta sem hún gat gert. Það furðulega við allt þetta, satn- kvæmt þvi sem læknarnir segja sem hafa stundað mig, er að ég missti aldrei með vitund. Ég sá allt sem gerðist. eins og ég ég væri að horfa á hryllingsmynd. Mennirnir voru nú orðnir alveg óðir af skelfingu. Undir venjulegum kring- umstæðum hefðu þeir strax þekkt eineggja tvíbura, sem eru eins algengir i Afríku og annars staðar. En hvort sem þeir voru dáleiddir eða undir áhrifum eiturlyfja, þá sáu þeir nú að því er virtist sömu konuna koma á móti þeim. þegar þeir reyndu að flýja, og þeir höfðu skilið eftir dána eða deyjandi að baki sér. Maðurinn með sveðjuna veinaði og sveiflaði henni hátt upp um leið og Pamela þusti fram hjá honum. Sveðjan skall á höfði hennar og hún datt á bílinn og rann niður að opinni bilhurðinni og þar lá hún þegar Vivien kom á þeysi- spretti. Mennirnir tveir urðu algjörlega frá- vita. Þeir hentu frá sér sveðjunni og hárinu, þegar Vivien kom á stökki yfir girðinguna I átt til þeirra, með hárið flaksandi á eftir sér. Og þó hún væri ekki nema fjórtán ára var hún hávaxin og þroskaleg, og í fyrstu hafa þeir eflaust haldið að þetta væri sama konan enn einu sinni. Vivien renndi sér niður af Diamond og hljóp til Pamelu og hrópaði: „Mamma! Mamma!", en mennirnir ríghéldu sér hvor I annan og lituðust skjálfandi um eftir nýrri undan- komuleið. Diamond var nú fyrir aftan þá. Vivien hafði sleppt taumnum og hesturinn stóð með þanda nasavængi, því hann fann blóðlyktina. í þeirra augum hefur hann sennilega verið ógn- vekjandi enda þótt hann væri eflaust eins hræddur og þeir. r I mánaskini Ég sá annan þeirra taka aftur upp sveðjuna og skelfingin gagntók mig. Var næsta högg ætlað Diamond eða Vivien? Ég heyrði manninn tauta: „Kalasi. kalasi.” aftur og aftur. Drepin, drepin þýðir það. Hann var vitstola af skelf- ingu. Ég reyndi að rísa upp en gat ekki lyft höfðinu. Hann hlýtur að hafa orðið var við einhverja hreyfingu, því hann þaut til mín og sveiflaði hnifnum. En heppnin var ekki lengur með þeim. Pamela hafði verið að spyrja N'garja. kokkinn okkar, hvort hann vissi hvar Vivien væri. Hann sagði okkur seinna að hann hefði verið að svipast um eftir henni til að ávita hana fyrir að láta frænku sína þurfa að hafa af sér áhyggjur. Þegar hann sá hvað var að gerast korn hann æðandi niður heimkeyrsluna og öskraði eins og Ijón í árásarham. Þar með var þessu lokið. Hann neyddi Vivien til að fara á bak Diamond og ríða heini að húsi til að sækja hjálp. Svo stóð hann vörð yfir mönnunum þangað til Julian kom. N'garja gerði enga tilraun til að nálg- ast okkur systurnar þvi hann áleit að við værum báðar látnar. Hvað Pamelu snerti hafði hann rétt fyrir sér. Hún hefur að öllum likindum dáið strax við þetta eina högg. Læknarnir segja að hún hafi ekki getað þjáðst mikið." Aumingja móðir min. hugsaði ég og varð um leið hverft við, þegar ég áttaði mig á að þetta var eina tilfinningin sem FYRIR BARNAAFMÆLIÐ PAPPÍRSVÖRUR: Diskar Mál Dúkar Servéttur Hattar Einnig kerx drykkjarrör blöðrur, leikföng leikföng 1781 simi 86780 t§5f. i éép- s h h Íí' . * ' '' N í'' ,\-S V ,j' kúlutyggjó frá Wrigleys Mjúkir, stórir og safaríkir hlunkar Heildsölubirgðir: Ólafur Guönason hf. Garðarsstræti 2 Símar: 119 91 og 119 33 LAUGAVEGI 20 ViKan 13. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.