Vikan


Vikan - 27.03.1980, Qupperneq 26

Vikan - 27.03.1980, Qupperneq 26
Pottablóm — Eg hefði aldrei farið ut í þetta nema bara vegna þess að lögreglan ruddist inn á heimili mitt og gerði upptækar nokkrar plöntur sem ég var að gamna mér við að rækta. Þetta voru ósköp venjulegar plöntur, i það minnsta getur fólk náð í fræin hvar sem er. 1 mínu tilfelli var það þannig að ég átti stóran páfagauk og fræin sem ég keypti handa honum voru að stofni til hampfræ. Smám saman komst ég að þvi að páfagaukurinn hafði takmarkaða lyst á þessum fræjum en át þess í stað sól- blómafræ með góðri lyst. Hampfræin söfnuðust þvi fyrir á botni bursins og þeim safnaði ég saman þegar búrið var hreinsað. Eftir skamman tima átti ég því stóran poka af þessum fræjum og af meðfæddum ræktunaráhuga fór ég að setja þau ofan i mold og potta hér og þar um íbúðina meðágætum árangri. „Hef alltaf haft gaman af eitruðum jurtum." Á þessum tima las ég mikið um blóma- ræktun og dreg enga dul á að ég hafði sérstakan áhuga á ýmsum eitruðum tegundum en þær eru margar til. Sem dæmi get ég nefnt að um tíma var ég með ópiumvalmúa, Tyrkjasól, kaffi- plöntu, sem því miður gaf upp öndina hjá mér, og svo vínvið, en afleggjara af honum fékk ég i Blómavali og gekk bara ágætlega að rækta hann. Svo þegar ég las að kannabisjurtin gæti náð tveggja metra hæð á 6 mánuðum vaknaði áhugi minn og ég hóf ræktun. Og til að gera langa sögu stutta þá gekk þessi ræktun I svo vel að þegar plönturnar voru búnar , ,að ná ca 80 cm hæð þá fylltist allt af lögregluþjónum hér i íbúðinni hjá mér og tjáðu þeir mér að lögð hefði verið fram kæra á mig vegna brota á eiturlyfjalöggjöfinni. Það skipti engum togum. allar plönturnar mínar voru teknar og breytti þá engu þó ég segði lögreglumönnunum að ég hefði kynnt mér lögin áður en ég hóf ræktun og þar væri ekki að finna einn staf um að óheimilt væri að rækta þessar jurtir. Það er bannað að hafa fræ eða plöntuhluta þessarar jurtar undir höndunt en hvergi minnst á ræktun. Enda er það stáðreynd að eituráhrif kannabisplönt- unnar verða ekki virk fyrr en búið er að þurrka blöðin. Plantan sem slik er vita skaðlaus á meðan hún er að vaxa. Ég hélt þvi að ég væri i fullum rétti enda hafði formaður Garðyrkjufélagsins tjáð mér að kannabisplantan hefði verið ræktuð víða í Reykjavík sem sumarblóm SS.ýSSSSS: Nýverið voru stofnuð hér á landi samtök um endurbætur á lögum um fíkniefni, SELF. Samtökin munu ætla að beita sér fyrir afnámi refsinga við einkaeign á kannabisefnum til eigin nota, rétti til ræktunar hampjurta og að í lögum verði gerður strangur greinarmunur á kannabis- efnum annars vegar og eiturlyfjum hins vegar. Það er ekki farið fram á lítið! Opinber talsmaður samtakanna er Þorsteinn Ú. Björnsson, ungur maður sem starfar við kvikmyndatöku hjá auglýsingastofu. VIKUNNI lék forvitni á að vita hvers vegna hann væri að hella sér út í þessa vafasömu baráttu. Er ekki eiturlyfjavandamá/ið nógu stórt þó ekki sé verið að fara fram á lögdeyfingu handa allri þjóðinni? Það stóð ekki á svörum hjá Þorsteini: Þorsteinn Ú. Björnsson: — Hefði aldrei farið út i þetta ef lögreglan hefði ekki hirt pottablómin min. allt fram undir 1950. Þá var hægt að ganga inn í blómabúð að vori og kaupa poka af fræjum sem kirfilega var merktur „cannabis”. En hvað sem því liður þá var árangur blómaræktar minnar allur frá mér tekinn sama hvað ég tautaði. Síðar var ég svo kallaður fyrir yfirvaldið og mér tilkynnt að málinu yrði lokið með dómsátt og mér gert að greiða 240 þúsund krónur til ríkisins. Fyrir mér var þetta málið: Yfirvaldiðgegn ræktunarmanninum. Þorsteini blómaræktunarmanni þótti að vonum réttur sinn fyrir borð borinn í máli þessu og sneri sér þvi til NORML (Nationa! Organisation for the Reform of Marijuana Laws). sem eru samtök sem berjast fyrir breyttum fíkniefna- lögum i Bandaríkjunum. og bað þau um einhverjar bókmenntir um málið sem hann gæti notað til að verja mál sitt fyrir dómstólum hérlendis. NORML svaraði um hæl og tjáði Þorsteini að best væri fyrir hann að stofna hliðstæð samtök hérlendis sem berðust fyrir því að fá lögunum breytt. Eftir að hafa hugleilt málið varð það úr að Þorsteinn og þrir aðrir stofnuðu SELF og nú eru meðlimir um 20 talsins. Að sögn Þorsteins eru þó miklu fleiri sem ihuga þátttöku en vilja biða fyrst um sinn og sjá hvað setur. Það brýtur jú enginn lögin að gamni sinu — eða hvað? „Við erum ekki að berjast fyrir því að kannabisefni verði seld í Ríkinu, tolluð og flokkuð." — Ég vil taka það skýrt fram, segir Þorsteinn, að við erum ekki að berjast fyrir þvi að sala á kannabisefnum verði gefin frjáls og efnið selt i Rtkinu tollað og flokkað. Alls ekki. Heldur erum við eingöngu að berjast fyrir þvi að fólk fái í friði að rækta þær plöntur heima hjá sér sem það helst kýs. Einnig finnst okkur afar mikilvægt að lyf verði flokkuð upp á nýtt og þannig komið i veg fyrir að kannabisefni séu sífellt nefnd i sömu andrá og heróin, morfín, kókaín og jafn- vel englaryk sem er deyfingarlyf ætlað hrossum. Við viljum að saminn verði nýr lagabálkur sem fjallar eingöngu um létt fíkniefni. s.s. kaffi, áfengi. tóbak og kannabisefni. T.d. fór ég i tvö ráðuneyti og spurðist fyrir um hvort til væru ein- hver lög sem fjölluðu um innflutning á kaffi. Þrátt fyrir mikla leit á þessum stöðum fannst ekki neitt i þá áttina. Þvi virðist sem hægt sé að flytja inn 26 Vikanl3. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.