Vikan


Vikan - 27.03.1980, Page 27

Vikan - 27.03.1980, Page 27
ótakmarkað magn af kaffi hingað til lands. Það kann ýmsum að þykja fífla- iegt að verið sé að fara fram á löggjöf um innflutning á kaffi, en það breytir engu um það að kaffi er fíkniefni og meira að segja langútbreiddasta fíkni- efnið hérlendis og víða annars staðar. — Má ekki bjóða þér einn bolla? spyr Þorsteinn, og áður en hann hellir i bollana skimar hann út um gluggann til að athuga hvort nokkrir lögregluþjónar Persónulega skil ég ekki i því að það komi nokkrum kjafti við þó ég kjósi frekar að neyta kannabisefna heima hjá mér i hópi góðra kunningja í stað þess að væflast kófdrukkinn um í Hollywood eins og svo margir gera kvöld eftir kvöld. Svo lengi sem ég stend mína pligt get ég ekki séð að öðrum komi þetta við. Mig hefur aldrei vantað í vinnu vegna fikni- efnaneyslu. Þorsteinn segir að það sé staðreynd að talin þau hvað viðkomandi verða rólegir og „passívir”. Þeir sem neyta kannabis- efna tala og hugsa mikið um hlutina en oftast verður minna úr framkvæmdum. En þarna skiptir ákaflega miklu máli að þjóðfélagsaðstæður neytenda séu teknar inn í dæmið. 1 þjóðfélagi okkar, þar sem lifsgæðakapphlaupið er aðaldriffjöðrin. gefast fólki fá tækifæri til að setjast niður og vera i vimu. Menn verða að gera svo vel að vera i vinnu upp á hvern Þegar svo er komið að um 40 þúsund íslendingar hafa reynt kannabisefni og 7-8 þúsund manns eru taldir virkir neytendur þá er timi til kominn að hugað sé að ófullkomnum lögum. En tíðarandinn er okkur ekki í hag. Sem dæmi get ég nefnt að þegar Helgi Helgason, fréttamaður hjá sjónvarpinu. var að undirbúa Kastljósþátt, sem fjalla átti um eiturlyf hérlendis, þá hafði hann samband við mig og fór þess á leit að ég Er það ekki einkamál hvers og eins hvað hann gerir heima i stofu hjá sér? séu í grenndinni. Eftir að hafa leitað af sér allan grun hellir hann i bollana og heldur svo áfram: — Aðalmálið er að mér þykir k^nnabisplantan falleg og ég vil fá að raskta hana i friði. Ef mér síðan dytti i hug að reykja hana að ræktun lokinni þá get ég ekki séð að það komi neinum við nema mér sjálfum. Vafalaust er einhver áhætta því samfara en ég held að sú áhætta hljóti að vera innan þess ramma þar sem maður sjálfur ákveður hvort maður taki áhættuna. Á nákvæmlega sama hátt og maður tekur áhættuna sem fylgir þvi að fara út í mjólkurbúð þvi vitaskuld gæti maður fengið Boeing 727 i hausinn. Fólk verður að gera það upp við sjálft sig hvort það tekur þá áhættu sem fylgir neyslu kannabisefna. áhættu sem enn er ekki Ijóst hver er og hefur málið þó mikið verið rannsakað. fikniefni séu komin hingað til lands — og að þau muni halda áfram að vera hér. Þess vegna vill SELF m.a. beita sér fyrir því að neyslumynstrinu verði breytt þannig að fólk noti frekar kannabisefni heldur en pillur og alls kyns önnur eitur efni. Á sama hátt finnst þeim að neyslu- mynstri á áfengi eigi að beina yfir á öl. Þetta eru hliðstæður, segir Þorsteinn. — En neysla fikniefna er neikvæð i sjálfu sér, eruð þið ekki sammála því? „í lífsgæðakapp- hlaupinu gefast fólki ákaflega fá tækifæri til að setjast niður og vera í vímu." — Enn sem komið er hafa neikvæð- ustu áhrif af kannabisneyslu á fólk verið einasta dag til þess að geta borgað skattinn, dýra bensínið, ibúðina og yfir- leitt til að geta haft það gott, eins og kallað er. Vestræn samfélög eru þannig uppbyggð að þau verðlauna fyrir frekju og yfirgangssemi þannig að i slikum löndum er hlutskipti kannabisneyt- andans allt annað en t.d. á Jamaíka eða í Tyrklandi. Við í SELF mælumst ekki til þess að nokkur maður fari að nota fikni efni, og þá eru meðtalin efni eins og kaffi, tóbak og áfengi, sér til góðs. En ef samtök okkar geta komið af stað vitrænum skoðanaskiptum um þessi mál, þar sem gengið verður út frá visindalegum forsendum en ekki ein- hverjum vafasömum hugdettum, þá er betur af stað farið en heima setið. Okkur finnst ekki réttlátt að refsing fyrir brot á fikniefnalöggjöfinni sé meira mann- skemmandi en neysla efnisins sjálfs. útvegaði honum dópista sem hægt væri að ræða við í þættinum. Ég brást skjótt og vel við og útvegaði honum einn félagsmann í samtökum okkar sem neytir kannabisefna að staðaldri og lætur þar við sitja. En það fannst þeim ekki nógu krassandi hjá sjónvarpinu þannig að þeir fór niður á Klepp og fengu þar viðtal við pillusjúkling. Ég hefði gjarnan viljað fá að leggja orð í belg í þætti þessum en fékk það ekki. Enda gekk fréttamaðurinn og stjórn- andinn allan timann út frá þvi að kannabisefni væru í sama flokki og önnur miklu sterkari og hættulegri efni. Þó var ekkert minnst á kaffi í þætti þessum. — Hefur þú ekkert orðið fyrir áreitni samborgara þinna eftir að þú gerðist opinber baráttumaður fyrir breyttum fíkniefnalögum? 13. tbl. ViKan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.