Vikan


Vikan - 27.03.1980, Side 33

Vikan - 27.03.1980, Side 33
*•★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★ ★ Blessuð sólin elskar allt. — Nýtum hana. um. sem varða kjarnorkuver og fléttast þar. inn i dularfull morðmál hvað þá annað. Haldið er fram að ýmsum upplýsingum sé haldið frá almenningi og margvíslegum aðferðum beitt af hálfu eigenda til að láta sem ekkert sé.'Farið er nokkrum orðum um áhrif geislunar á mannslíkamann og margar óhugnan- legar staðreyndir. sem varða kjarnorku- sprengjur og framleiðslu þeirra. dregnar fram í dagsljósið. Með öðrum orðum mjög fróðleg lesning. Siðast en ekki síst er boðuð nýting sólarorkunnar. Lögin á plötunum fjalla fæst beint um kjarnorkuna og er það galli þvi fyrir bragðið verður málstaðurinn ekki eins beinskeyttur og trúverðugur. Viss stígandi og góð stemmning einkennir vel heppnaðar hljómleikaplötur og uppfyllir No Nukes ekki þau skilyrði þótt innan um sé að finna góða kafla. Hlutur Doobie bræðra er lofsverður og söniu sögu er að segja um Jackson Browne en hann hefur nú um nokkurra ára skeið tekið virkan þátt í mótmælum gegn kjarnorkunni. Þá svíkur Bruce Springsteen engan — hvorki á þessum hljómleikum né öðrum. Þótt hér hafi ekki verið um timamótapopphátið á borð við Woodstock að ræða eru þessir hljóm- leikar MUSE-samtakanna fyrir margt merkilegir og hafa gert sitt til að ýta undir vaxandi andstöðu gegn notkun kjarnorku í Bandaríkjunum. ekki siður en kvikmyndir á borð við China Syndrome. Doobie-brothers: Atkvæðamiklir þátttakendur á hljómleikunum. 13. tbl. Vikan 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.