Vikan


Vikan - 27.03.1980, Qupperneq 45

Vikan - 27.03.1980, Qupperneq 45
S S MSMHMS ' Moltex einhverjum sérstökum hluta af sjálfum sér út af fyrir sig. Og Susan. . . Einhvern veginn leið honum ákaflega vel þegar honum varð hugsað til hennar. Hvers konar tilfinningar höfðu vaknað hjá honum þegar hann kyssti Janet í gærkvöldi? Hann bylti sér órólega í rúminu þegar þriðja konan i lifi hans kom upp i huga hans. Hazel, eiginkona hans. Honum hafði brugðið þegar hjúkrunarmaðurinn hafði minnst á hana. Hann reyndi að fujlvissa sig um að það skipti engu máli. Sjúkrahúsið var heimur út af fyrir sig. útilokað frá öllu því sem gerðist fyrir utan. Likurnar voru harla litlar á að nokkur hér myndi tengja hann konunni sem hafði veriðdáin í átta ár. Það sem skipti mestu máli núna var að Karen yrði heilbrigð... Næstu tvær vikurnar yrðu erfiðar. Ef aðgerðin hefði tekist myndi hennar eigið blóð byrja að framleiða hvítu blóðkornin sjálft. Dr. Muir hafði sagt að þau mættu ekki búast við neinum árangri fyrr en eftir tvær vikur og að jafnvel gæti liðið lengri tími. En eftir nokkra daga myndi starfsfólkið á rannsóknarstofunni byrja að athuga blóð Karenar, í leit að já- kvæðum merkjum. Þetta yrðu langar tvær vikur fyrir Janet. Hjúkrunarmaðurinn kom nú aftur inn og tók púlsinn og mældi hitann. „Jæja. þá ert þú kominn í lag aftur. Við sendum þig aftur i ibúðina þina." Peter var óþolinmóður. Hann var orðinn þreyttur á sjúkrahúsreglunum. Honum varð hugsað til Janet og Karenar og hann óskaði þess að hann gæti verið hjá þeim báðum. En á því var ekki nokkur möguleiki. Ekki í dag alla vega. En ef hann var heppinn myndi hann hitta Janet i kvöld. Sú hugsun sendi heitan straum um hann allan. Þetta var annadagur á barnasjúkra- húsinu. Símalinumar glóðu vegna fyrir- spurna fréttamanna og simastúlkurnar beindu öllum spyrjendum til frú Tyndall. Frú Tyndall gaf aftur og aftur yfir- lysinguna sem dr. Muir hafði samið. Bæði gefandinn og sjúklingurinn voru við góða heilsu. Jú, aðgerðin var einmitt gerð nú i morgun. Nei, þvi miður. Hún gat ekkert sagt um árangurinn fyrr en eftir a.m.k. tvær vikur. Þetta var ekki venjulegur uppskurður. Þetta var einfaldlega svolítið af merg gefandans, sem sjúklingnum var gefið í æð. Ef frétta- mönnunum fannst orðið uppskurður hljóma meira spennandi þá var ekki neinn á sjúkrahúsinu sem hafði á móti þvi að það orð væri notað. Frú Tyndall var snillingur i að ,tala við fréttamenn. Hún endaði alltaf með STÓRKOSTLEGT ÚRVAL SÍÐUMÚLA 15 - SÍMI 33070 því að segja: „Það bíða önnur börn eftir að fá lækningu og þau vantar einnig gefendur. Við yrðum ákaflega þakklát fyrir að fá fleiri á skrána hjá okkur." Karen var rúmliggjandi þar sem hún var i einangrun á gjörgæsludeildinni. Áður hafði hún fengið að leika sér í leik herherginu en nú varð hún að liggja grafkyrr. Móðir hennar og amma voru hjá henni. Frú Halstead sat i stól við gluggann og prjónaði. Hún fylgdist náið með svip Janetar þar sem hún sat við hliðina á Karen. Janet stóð sig með mestu prýði þennan morguninn. Hún var róleg og örugg og hún hegðaði sér næstum alveg eins og þegar Karen hafði orðið að liggja í rúminu af einhverri smávægilegri ástæðu. En frú Halstead vissi að Janet myndi reyna að halda sjálfsstjórn sinni of lengi. Hún myndi halda áfram þar til hún bugaðist. Þegar þar að kæmi ætlaði frú Halstead sér að sjá til þess að Janet yrði send eitthvað í burtu til að hvíla sig. Hjúkrunarkona kom inn með stóra, flókna tækið sem koma átti fyrir við hliðina á rúmi Karenar. Janet sat hinum megin við rúmið með barnabók. „Eigum við að lesa söguna um prins- essuna sem bjó á fjallstindinum?” spurði Janet brosandi. Samuel Muir kom hljóðlega inn. „Halló, Karen," sagði hann og virtist ekki veita neinum öðrum athygli inni á sjúkrastofunni. Hann reyndi ekki að virðast rólegur eins og Janet. Hann var fullkomlega rólegur. Hann var fyrir löngu búinn að læra að stunda vinnu sina rólega og varfærnislega hvaða vandamál svo sem blöstu við honum. í dag höfðu ekki komið upp nein vandamál. Þessi dagur var þvert á móti dagurinn sem gæti gjörbreytt lifi litlu stúlkunnar. Og þó var það ekki öruggt. Kannski þyrftu þau að ganga í gegnum alla að- gerðina aftur eftir nokkrar vikur og þá var ekki um annað að ræða en að sýna þolinmæði. Það varð allt að hafa sinn gang. Vökul augu hans grandskoðuðu tækið. Hann brosti til Karenar. „Þetta verður rólegur morgunn fyrir þig, stúlka mín,” sagði hann. „Ég kíki aftur inn til þin um hádegið og svo áttu að fá þér smáþlund á eftir.” Janet opnaði bókina og byrjaði að lesa söguna um prinsessuna á fjallinu. Framhald i næsla bladi. 13. tbl. Vikan 4S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.