Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 11
mannsævi eða svo. Þeirri hulu sem því hefur umlukið klæðin hefur fyrir fáeinum árum verið svipt af er þau voru sýnd í sjónvarpi og færustu vísindamenn, hver á sínu sviði, hafa fengið að rannsaka klæðin. Nýlega hefur einnig verið gerð heimildamynd um líkklæðin, sem vakið hefur mikla athygli víða um heim. Kraftaverk! Hér er ekki rúm til að fjalla ýtarlega um þessi klæði og er því hætt við að þessi orð veki fleiri spurningar en þau svara. Það verður að nægja að segja að vísindamenn hafa ekki getað útskýrt hvernig myndin á klæðunum hefur orðið til og hefur í því sambandi verið gripið til vel þekkts orðs, kraftaverk. Vísindamenn hafa ekki átt neina hald- betri skýringu en þá sem setja má fram út frá trúarjátningu kristinna manna um einstaka ummyndun Krists. Út frá þeirri játningu hefur verið sett fram sú skýring að þær efnislegu breytingar sem hafi orðið á líkama Krists við upprisuna kunni að hafa leyst úr læðingi sterka útgeislun frá likamanum sem hafi sviðið svipmyndirnar á líkklæðin. Svipmyndin sé þvi nokkurs konar Ijósmynd af Kristi á upprisustundinni. Lútherskir guðf ræðingar áhugalitlir Lútherskir guðfræðingar hafa flestir hverjir lengst af verið furðu áhugalitlir um þessi mál. Þar kemur sjálfsagt til sú skoðun að trú og vísindi eigi enga samleið og svokallaðar „sannanir” fyrir eðli Krists og upprisu skipti harla litlu máli. Það sem skipti máli sé að éignast lifandi trú á hinn upprisna. Kenning Lúthers um „lustificaito sola fide” (réttlæting af trúnni einni) hefur sjálf- sagt lika haft sín áhrif því samkvæmt henni er það trúin ein sem skiptir máli, trúarsamfélagið við hinn upprisna. í þessu sambandi má þó minna á frásögn guðspjallanna af því er Jesús leyfði efasemdarmanninum Tómasi að þrýsta fingrum sínum í síðu sér til að sanna að hann væri ekki tálsýn sem birtist postulunum. „Ef til vill geta Tórínó-líkklæðin orðið efasemdar- mönnum nútímans, sem stöðugt krefjast sannana, eitthvert áþekkt sönnunargagn og þegar Jesús leyfði efasemdarmanninum Tómasi að þrýsta fingrum sínum í síðu sér, og ef til vill er þess ekki langt að bíða að þau verði almennt viðurkennd sem sönnun fyrir upprisu Krists.” Ef til vill geta Tórinó-líkklæðin orðið efasemdarmönnum nútímans, sem stöðugt krefjast sannana, eitthvert áþekkt sönnunargagn og ef til vill er þess ekki langt að bíða að þau verði almennt viðurkennd sem sönnun fyrir upprisu Krists. Kristin trú er ekki safn sannana Hitt er jafnvíst að kristin trú stendur engan veginn og fellur með þvi hvort það verði talið sannað að Tórinó-klæðin oéu likklæði Krists og að þau beri svipmynd hans. Kristin trú er nefnilega ekki safn sannana eða staðreynda heldur líf í samfélagi við hinn upprisna, Jesúm Krist. Þeir páskar er nú fara í hönd ættu að minna okkur á að hlutleysi eða hálfvelgja er ekki það sem við á gagnvart Kristi þvi að atburðir páskanna voru annaö tveggja sigur Krists eða ósigur. Annaðhvort voru orð hans dauð og ómerk eða mikilvægari öllum öðrum mannlegum orðum, annaðhvort var Kristur haldinn stórmennskubrjálæði eða hann var sá sem hann sagðist vera, sonur Guðs. Gagnvart slíkum spurningum á ekki við hlutleysi eða hálf- velgja, þær hljóta að skipta meginmáli. „Allt er orðið nýtt" „Sjá, ég geri alla hluti nýja,” segir Kristur upprisinn. Þeir sem fylgdu honum í alvöru fyrr og síðar finna að þetta er satt. Sá sem er í samfélaginu við hinn upprisna er „nýr maður”, hann þarf ekki frekari sannana við. „Hið gamla varð að engu, allt er orðið nýtt.” Sú er páskagleði Nýja testamentisins. Mætti sú gleði verða hlutskipti tslendinga nú. Gunnlaugur A. Jónsson blaðamaður. 14. tbl. Vlkan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.