Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 26
Smésaga Draumar horfmna daga Kate. Sofðu á því og segðu mér svo hvað þér finnst á morgun.” Þau gengu hægt frá brúnni og gengu aftur sömu leið til baka að skógarjaðrin- um þar sem bíllinn hans var. Það var eins og orð Ronalds brynnu í huga hennar og hún var þegar farin að sjá sig eins og í draumi ganga inn í líf hans. Þegar þau komu að bílnum sneri hún sér við og leit i síðasta sinn yfir þurran farveg lónsins. Skýin hrönnuðust saman á vesturhimninum. „Sjáðu,” sagði hún, „þaðfer að rigna.” „Já, þeir spáðu því loksins núna. Og svo virðist sem þeir ætli að hafa rétt fyrir sér í eitt skipti.” „Lxbnið fyllist aftur þegar rignir. Brúin fer á kaf... ” Eftirsjáin var blandin þakklætinu fyrir lífsnauðsynlegt vatn. „Við vorum heppin að sjá þetta aftur, Kate. Svona lagað sér maður ekki nema einu sinni á ævinni.” Hann opnaði dyrnar fyrir hana og hún steig inn. Hún var þegar farin að njóta væntanlegra þæginda lífsins. „Já, það verður skrítið að hugsa til þess að þetta sé hér enn undir yfirborði vatnsins,” sagði Kate dreymandi. Hann settist við hlið hennar og greip skyndilega um hendur hennar. „Elsku Kate, ekki syrgja fortíðina. Reyndu að hugsa eins og ég, að það sé þarna ennþá. Brátt tilheyrir morgundagurinn líka fortíðinni.” Hann brosti til hennar og hún fann hvernig hún öðlaðist nýja og óvænta hamingju. „Já. Brátt tilheyrir morgundagurinn fortiðinni.” Hún velti orðunum fyrir sér. Hann brosti aftur, setti bílinn í gang og þau hófu hina löngu ferð til Exeter. ENDIR © Bulls Heilbrigðismál Sigrún Júlíusdóttir, yfirfélagsráögjafi á Kleppi. DRAUMUR UM ÁNINGARSTAI I janúarlok var haldin ráðstefna á vegum Geðverndar um stöðu og stefnur í geðheilbrigðismálum. Kom þar greini- lega í ljós hversu hörmulega mikið skortir á að þessari grein heilbrigðismála hafi verið sinnt og er skilningsleysi yfir- valda á þörfum þessa hóps alveg furðulegt. Er þar ekki bara um tilfinnanlegan skort á sjúkrahússrými að ræða, heldur stendur þessu fólki nær engin sú eftirmeðferð til boða sem skipt gæti sköpum um framtíð þess — hvort það á sér viðreisnar von sem virkir þjóðfélagsþegnar á ný eða ekki. Þó stendur kannski engri annarri kynslóð nær að fara að huga að þessum málum en einmitt þeirri er nú nálgast miðjan aldur — sá lífsmáti sem hún hefur tileinkað sér virðist miklu fremur benda til þess að hún þurfi á geðhjúkrun að halda er aldurinn færist yfir en líkam- legri hjúkrun. Þannig þyrfti kannski ekki að víkja svo mikið frá hinni ríkjandi eiginhagsmunastefnu sem virðist hverju máli svo nauðsynlegt til framdráttar — með því að leggja þessu máli lið eru hreint ekki svo litlar líkur á að ráðandi kynslóð væri þar með að búa að eigin hag, seinna meir. Eitt af vandamálum þess fólks sem hefur þurft á stofnanavist að halda er hvað tekur við þegar það útskrifast. Oft á það í engin hús að venda nema leiguherbergi „úti í bæ” þar sem það einangrast og brotnar niður á ný. Um vistheimili eða verndaða vinnustaði er varla að ræða og bera yfirvöld því við að ekki séu til peningar. Þess vegna er sú tilraun sem Klepps- spitali og Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar hófu í sameiningu fyrir u.þ.b. þremur árum í alla staði mjög athyglisverð: Þessir aðilar leigðu íbúð þar sem fólk getur búið saman og séð um sig sjálft að mestu leyti — með daghjálp sem Félagsmálastofnunin greiðir fyrir. Þetta leysir því ekki aðeins bráðan félagslegan vanda — heldur er og tilkostnaður sáralítill. Mikilvægt að fólk með félagsleg vandamál einangrist ekki Vikan bað þau Sigrúnu Júliusdóttur, yfirfélagsráðgjafa á Kleppsspítalanum og Gunnar Sandholt, félagsráðgjafa hjá Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar, um smáspjall í þessu sambandi. — Hver voru tildrögin að þessari starfsemi? — Það eru sennilega um fjögur ár síðan sú hugmynd kom fram á Klepps- spítala að það gæti verið ráð að sameinast Félagsmálastofnuninni um leigu á húsnæði, þ.e.a.s. að hún tæki 26 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.