Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 51
I
Sandy að hann væri að fá slag.
Hann hljóp til hans og hjálpaði
honum að setjast. Loks náði
hann sér það vel að hann gat
stunið upp:
— Ó, nei . . Guð hjálpi mér,
gömlum og fátækum
manninum. Allra dýrasti
listmunurinn minn! Alveg
einstakur Sévres-vasi.
Pomapadúrrauði Sévres-vasinn
minn frá tímum Napóleons
keisara. Áritaður af Jacques
Demy, frægasta postulínsmálara
þeirra tíma. Ég hefði auðveld-
lega fengið 500 pund fyrir
þennan vasa. Ó, nei . . . Guð
hjálpi mér...
Sandy athugaði glerbrotin.
— Er ekki hægt að líma
hann?
— Ómögulegt.
— Já, en duglegur listaverka-
viðgerðarmaður getur gert
kraftaverk, sagði Sandy.
— Ekki með svona brot.
Vasinn verður aldrei samur og
jafn. Aldrei, Nei, ég.má víst
teljast heppinn ef einhver býður
mér 50 pund fyrir brotin. Ó, nei
... þetta er mesti sorgardagurinn í
öllu mínu langa og dapurlega lífi.
Hector gamli McKechnie gróf
andlitið í höndum sér. Hann var
óhuggandi.
En það kviknaði aldeilis á
perunni hjá Sandy. Satt að segja
fékk hann alveg afbragðs
hugmynd. Og fái Skoti afbragðs
hugmynd segir sig sjálft að þar
er um hagnað eða sparnað að
ræða.
— Ég býð þér 40 pund fyrir
vasann í því ástandi sem hann er
núna, sagði hann slóttugur.
— Þú mátt hirða brotin. En
ég get fullvissað þig um það,
Sandy McTavish, að hæfasti
listaverkaviðgerðarmaðurinn í
allri Aberdeen getur ekki einu
sinni...
— Það á ekki að líma vasann.
Þú átt að senda brotin eins og
þau eru til yfirmanns míns,
Patricks McGregor, Craven
House, Ballinluig Hills.
— Já, en ...
— Ekkert en með það. Þú
gerir bara eins og ég segi. Þú
pakkar brotunum í kassa og
sendir hann síðan í pósti. Svo
læturðu þetta kort fylgja með.
— Ég skil ekki...
— Þú þarft þess heldur ekki,
minn kæri Hector McKechnie.
Ég veit ekki annað en að vasinn
hafi verið heill þegar ég keypti
hann. Og þú veist ekki annað en
að hann hafi verið heill þegar þú
pakkaðir honum niður. Og viti
maður yfirleitt eitthvað um
postulín er augljóst að þetta var
dýrmætur Sévres-vasi, ekki satt?
Hector gamli kinkaði kolli. Já,
það gat hvaða kunnáttumaður
sem var séð með öðru auganu.
Hann var nú farinn að botna
dálítið í þessu.
— Getum við nokkuð gert að
því þótt hann hafi brotnað hjá
póstinum? Og allir vita hvað
þeir eru kærulausir með pakka á
þeim vigstöðvum. Henda þeim
til og frá, sagði Sandy.
— He . . he. . . hneggjaði
gamli listmunasalinn með
slóttugan glampa i litlum nirfils-
augunum. — Þú ert hreint ekki
svo vitlaus. En hvað ef ég kjafta
frá?
— Það gerirðu ekki, sagði
Sandy og stakk tíu punda seðli í
lófann á gamla manninum.
— Auðvitað. Ég er tilbúinn til
að sverja t>ess dýran eið að
vasinn var heill þegar við
sendum hann.
Þar með var málið útrætt og
Sandy flýtti sér heim. Hector
gamli McKechnie gaf
aðstoðarmanni sinum skipun
um að útvega kassa og bómull,
pakka brotunum inn og senda
þau í pósti til Patricks
McGregor.
Afmælisdagur Patricks rann
upp og Sandy McTavish mætti
með frú sinni til veislunnar.
— Þakka þér fyrir vasann,
sagði yfirmaður hans, en svipur
hans var ískaldur.
— Ekkert að þakka, tautaði
Sandy: Svo bætti hann við: —
Honum hefur vonandi verið
pakkað vel inn.
— Já, það má segja það,
svaraði Patrick McGregor og
rak kassann framan í hinn
ráðvillta Sandy.
Hverju einasta broti hafði
verið vandlega pakkað í bleikan
SÍlkÍpappír. ÞýO.:JÞ
14. tbl. Vikan SI