Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 31
Páskasiðir í öðrum löndum Frá og með öskudegi byrjar fastan. Og þó að fólk fari að fornum siðum og rjóði ösku á enni sér kemur jrað ekki í veg fyrir að þetta er mikill gleðidagur þar sem gleðin vill jafnvel fara nokkuð úr böndum áður en yfir lýkur. Síðan hefst fastan og er þá mikið um tugtun holdsins. Prestar boða syndugum loga helvítis, eld og brennistein og verður það til þess að flestir láta bugast, játa syndir sinar og lofa bót og betrun. Ég man meira að segja eftir þvi að hafa farið i kirkju sem strákur þar sem beina- grindum hafði verið komið fyrir út um allt til að minna fólk á forgengileik lifsins og nauðsyn þess að sjá að sér i tíma. Það var hrollvekjandi sjón. Pálmasunnudagur er mikill hátiöis- dagur og þá einkum fyrir krakka. Og það er algjört skilyrði að allir fái ný föt. Þetta er einmitt á þeim tima þegar nátt- úran er að komast í fullan skrúða, möndlutrén blómstra og enn er ekki orðið of heitt til að nota spariföt af penustu gerð. Það hvílir mjög virðulegur blær yfir þessum degi. Síðan tekur hin þunglamalega dymbil- vika við og fólk stundar kirkjur af miklum móði. Á föstudaginn langa klæðast allir dökkum sorgarskrúða og mikill jarðarfararblær er yfir messunum. Allar skrautstyttur í kirkjunum eru hjúpaðar svörtum pokum og börnin verða að gæta þess að vera sérlega stillt. Hápunktur dagsins er mikil sorgarganga þar sem líkneski af hinni harmþrungnu Maríu guðsmóður og Jesú á krossinum eru þorin á flekum i broddi fylkingar. Rikir mikill metingur milli manna um það hverjum tekst að ná lengst í sorgar- blænum á skreytingum flekanna. Þetta endar svo með því að sjálf krossfestingin er sett á svið. Þar er ekkert látið á vanta í búningum og fallegum hestum. Fyrir utan þá sem leika rómverska hermenn er almenningur svartklæddur og grætur stórum, þetta minnir helst á hrollvekjandi kjötkveðjuhátið. Þeim meinlætamönnum sem þótti nauðsyn- legt að kvelja sjálfa sig á almannafæri þennan dag fækkar að vísu óðum en enn skríður fólk fleiri kílómetra á hnjánum á götunum. Afleiðingamar af því eru oft hin hryllilegustu fótamein á siðari hluta ævinnar. Einnig bera sumir krossa sem eru mörg kiló að þyngd og örugglega miklu þyngri en sá sem Jesús bar á sinum tíma. Þessum degi fylgja líka mijcll Tieit um bætt siðferði og litlum kapellum er Romið fyrir sem viðast þar sem fólk getur skriftað. Næsti dagur er kallaður dýrðarlaugar- dagurinn, klukkan 12.30 taka arfár kirkjuklukkur að hringja, fólk tekur Baltasar með fegurðardísina Tófu (3. verðlaun i fegurðarsamkeppni hunda) sem er að sögn eiganda sins bœði slóttug eins og islenska merking nafns hennar bendir til og mjúk eins og þýðing þess á spænsku. Listmálarinn Baftasar segir frá páskahaldi í heimaiandi sínu, Spáni. gleði sína á ný og nú hefst undir- búningur undir páskamessuna á miðnætti. Allir drífa sig i hana þó með misjöfnu hugarfari sé. Kaþólskum er nefnilega skylt að sækja messu á sunnudagsmorgnum en með því að sækja miðnæturmessuna geta þeir sloppið við morgunmessu og sofið út. Á páskadag leggja skrúðgöngur af stað um bæinn árla morguns. Duglegar húsmæður leggja metnað sinn í að hafa sem mest góðgæti á borðum þar sem aðalrétturinn er lambasteik. Fólkið fer i sparifötin frá pálmasunnudeginum og heimsækir vini og vandamenn. Alls staðar ríkir glaumur og gleði sem þvi miður vill oft enda með ósköpum vegna óhemju drykkjuskapar. Enda höfum við að málshætti þegar einhver gleðskapur- inn endar með hamagangi og slagsmál- um: Þetta var eins og i skrúðgöngu i morgunsári páskadags. Við þekkjum ekki páskaegg sem slik heldur eru búnar til alls kyns styttur og ævintýrakastalar úr brenndum sykri og möndlum. Þetta eru oft hin fegurstu listaverk og er þeini stillt út i búðar glugga strax á pálmasunnudag svo fólk geti virt gripina vel fyrir sér áður en það kaupir. Og á Spáni eru það guðfeður barnanna sern eru skyldugir til að sjá þeim fyrir mona eins og þetta er kallað, en það þýðir eftirlíking. 1 raun og veru er páskahátíðin orðin aðeins konar vorhátið. Húsmæður gera hreint, skipta um gluggatjöld eða jafnvel áklæði á húsgögnunum og vetrarfötin hverfa inn í skápana ásamt nægilegu naftalíni til varnar þvi fjölbreytta skordýralífi sem er dyggur fylgjfiskur hækkandi sólar. JÞ 14. tbl. Vikaa 31 Tími fagurra en endingarlítilla heita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.