Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 18
HÚSGÖGN OG LISTMUNIR
KJÖRGARÐI - SÍM116975.
Fyrir unglingana
Framhaldssaga
HILDA ROTHWELL:
HÚSGÚGN OG LISTMUNIR
KJÖRGARÐI - SÍM116975.
Það nýjasta á markaðnum ...
Burnarúm, fataskápar og skrifborð, allt sam-
byggt. Mjög hagstœtt verð... ómálað, málið sjálf
Ný gerð af barna- og unglingasamstœðu
— sambyggt. Mikið úrval af skrifborðum.
Póstsendum um land attt.
I mánaskii
Mér skildist nú að Pamela hafði
verið ennþá hrifnari af Vivien; Vivien
sem var dóttir tvíburasystur hennar,
sem hún dáði svo mjög, og mannsins
sem hún í raun elskaði,
„Dó Lesley þegar hún ól mig?” spurði
ég.
„Ekki á þann veg sem þú heldur,”
svaraði Julian frændi. „Þau höfðu leigt
litla flugvél til að fljúga með þau til
London. 1 þá daga voru alls kyns flug-
vélar í leiguflugi, áður en flug varð eins
algengtogþaðernú.
Ég fór með Lesley og foreldra hennar
út á flugvöll og meðan ég stóð og
fylgdist með flugtakinu kom Vernon
þjótandi. Þegar hann frétti að Lesley
væri að fara flýtti hann sér út á flugvöll
til að stöðva hana og biðja hennar.
Ég veit ekki hver orsökin var. En flug-
vélin lyftist aðeins en hoppaði svo
nokkrum sinnum eftir brautinni. Loks
stöðvaðist flugvélin út við runnagróður,
sem var þarna, og vélin var alelda þegar
við komumst að henni.
Lesley var hálf inni í flakinu og hálf
fyrir utan, og hún var að deyja. En þú
varst enn á lífi innan i henni og við
urðum að gera eitthvað og það fljótt.
Því var það að þú fæddist þarna á
flugvellinum, Jo, agnarlítil og fyrir
tímann. Móðir þin dó rétt áðuren þú
komst í heiminn. Ég held að það, að þú
skyldir lifa, hafi bæði verið þvi að þakka
að þú ert harðgerð og eins að við vorum
öll svo ákveðin i að þú skyldir lifa.
Vernon tók þetta mjög nærri sér.
Honum fannst þetta allt sér að kenna,
ekkert af þessu hefði gerst ef hann hefði
ekki táldregið Lesley. Tóm vitleysa,
auðvitað. Hún var orðin tuttugu og
þriggja ára og vissi vel hvað hún var að
gera. Þau hafa eflaust mæst á miðri leið,
því hún var mjög ástfangin af honum,
eins og hann reyndar af henni.
En þetta píndi föður þinn mjög.
Hann krafðist foreldraréttarins yfir þér
— og fékk yfirráð yfir þér án nokkurra
erfiðleika, þar sem allir vissu að hann
var faðir þinn og þar sem móðurfor-
eldrar þínir voru líka látnir.
Hann kom og bjó hjá okkur á
búgarðinum meðan þú varst á
spítalanum. Og einhvern veginn urðu
hann og Pamela — jæja, þannig var það
nú. Þau giftu sig í Nairobi Og Vernon fór
siðan til Livingston og Pamela kom svo
þangað á eftir honum þegar þú varst
orðin fær um að yfirgefa spítalann.
Pamela var full af góðum ásetningi.
Hún vildi svo sannarlega verða þér góð
móðir en það stóð ekki lengi. Hjarta
hennar var hjá okkur í Kenya og hún
kom til okkar aftur og aftur.
Sara vildi að Vernon segði þér
sannleikann um leið og þú værir nógu
stór til að skilja hvað þér væri sagt. Hún
áleit að það gæti skaðað þig að alast upp
í þeirri trú að kona, sem lét sér svo litlu
skipta tilvera þín, gæti verið móðir þín.
En Vernon varð ekki haggað, hann var
ákveðinn í að enginn mætti segja þér
þetta nema hann sjálfur og það þegar
honum fyndist kominn tími til þess.
Hann áleit það þér fyrir bestu.”
„Hann gerði allt það fyrir mig sem
hann gat. Hann var mér alltaf mjög
góður og ástríkur faðir,” sagði ég
blíðlega.
„Já, þannig var hann. En eftir því sem
hann dró lengur að segja þér þetta þeim
mun erfiðara varð það. Samviska hans
nagaði hann alltaf samt. Hann var
hræddur um að missa ástúð þina og
virðingu.”
Ég fór að taka saman morgunverðar-
diskana og raða þeim og þá fann ég að
hendur mínar voru kaldar og stirðar,
líklega af geðshræringunni. Ég varð að
sýna ýtrustu varkárni, svoég missti ekki
neitt niður. Julian frændi tók bréfin sín
og dagblaðið og leit rannsakandi og
áhyggjufullur á mig. Um leið og hann
gekk til dyra sneri hann sér við og brosti
til min og sagði: „Jæja, Joanna, ég er að
minnsta kosti alvöru frændi þinn.”
Ég fann að hann vildi hughreysta mig
og mér hlýnaði um hjartaræturnar.
Þetta varð mér líka umhugsunarefni.
„Ef Vivien hefði vitað þetta,” sagði
ég, „þá hefði hún aldrei þurft að verða
svona hrædd um að missa móður sína
til mín?”
„Heldurðu að okkur hafi ekki iðrað
þess að hafa lofað föður þínum að
minnast aldrei á þetta við neinn?”
svaraði frændi minn. „Hann var
hræddur um að það myndi þá berast til
þin.”
„Ef Vivien hefði bara vitað strax
meðan hún var barn að Pamela var ekki
móðir þín, hver veit hvaða breytingar
það hefði getað haft í för með sér?
Seinna var það aftur orðið um seinan.
XS VlluMi 14« tM.