Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 50

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 50
Fimm mínútur með Willy Breinholst GJÖFIN FRÁ SANDY Skotar eru undarlegt fólk og taka fátt jafnnærri sér og fjár- útlát. Þegar Skoti sér fram á að þurfa að punga út peningum fyrir gjöf við eitthvert hátíðlegt tækifæri notar hann furðu- legustu brögð til að sleppa eins ódýrt frá því og hann getur. Og nú langar mig til að segja ykkur eina litla sögu í því sambandi, svona reglulega Skotasögu. Sandy McTavish var ásamt frú sinni boðið í fimmtugs- afmæli forstjórans. Þetta var mikil veisla með rausnarlegum kvöldverði, samkvæmis- klæðnaður algjört skilyrði fyrir þátttöku. Og það var ekki á hverjum degi sem Sandy McTavish var boðið ásamt frú sinni til kvöldverðar hjá sjálfum viskiframleiðandanum Patrick McGregor, svo auðvitað gekk undirbúningurinn ekki átaka- laust fyrir sig. — Við verðum að gefa honum einhverja reglulega dýra gjöf, sagði Cationa, konan hans Sandys. Sandy hrökk í kút. — Já, við verðum víst að gefa honum eitthvað, tautaði hann. — Ég sagði DÝRA gjöf, endurtók Cationa. — Ef þú átt að geta gert þér nokkra von um að fá stöðu aðstoðarforstjórans um áramótin neyðistu til að vera nú einu sinni rausnarlegur og gefa honum eitthvað sem honum þykir varið í. — Eins og hvað? — Einhvern dýran og sjald- gæfan mun. Eins og þú veist safnar hann gömlu og eðlu Sévres-postulíni. Þú verður að reyna að finna einhvern reglu- lega sjaldgætan mun, hvað sem hann kostar. — Þú átt auðvitað við svona innan skynsamlegra takmarka? — Ég á við að í þetta eina sinn máttu ekki hugsa mest um peningana. Ef þú gefur honum eitthvað reglulega dýrmætt á Jock McCormack ekki nokkra möguleika á að hreppa stöðuna. Og ef ég þekki Jock McCormack rétt, þá kemur sá nískupúki í hæsta lagi með hálfan vindla- kassa. Og þegar yfirmaður þinn ber saman þessa vesælu vindla og rausnargjöfina frá þér segir hann við sjálfan sig: — Jock McCormack metur mig ekki meira en á hálfan vindlakassa en Sandy McTavish hefur gefið mér alveg sérstaka rausnargjöf. Það sýnir að Sandy McTavish metur mig mikils. Hann skal fá stöðu aðstoðarforstjórans um áramótin. Þannig bregst hann við og þú verður aðstoðar- forstjóri, kaupið þitt hækkar og þú verður fljótur að ná inn þeirri upphæð sem þú eyddir í gjöfina. Það virtist heilmikil skynsemi í þessum bollaleggingum hennar Cationu. Svo Sandy fór strax næsta dag til Lomond Row, þar sem bestu listmunaverslanir borgarinnar voru. Hector gamli McKechnie list- munasali lá á fjórum fótum í bakherberginu sínu og leitaði að penníi sem hann hafði misst á gólfið. Um Ieið og hann stóð á fætur til að afgreiða Sandy rak hann sig óvart í eina hilluna . . . vasi datt í gólfið og brotnaði í þúsund mola. Hector gamli greip sér um hjartastað og andartak hélt Stjörnuspá kr.-'hliinn 22. júni J.V jnli l.jonið 2-4.jtili 24. Þetta verður hin þægilegasta vika í alla staði þótt ekki gerist neinir stórviðburðir. Ýmislegt bendir þó til þess að þú farir á eftir minnilega samkomu, liklega í kringum helgina. Taktu á þig rögg og farðu i allar þessar heimsóknir sem þú ert alltaf að tala um en framkvæmir aldrei. Það getur orðið talsverð til- breyting og einnig nauðsynleg andleg upplyfting. Þetta er tvímælalaust vika unga fólksins eða allra þeirra sem eru ungir í anda. Allir slikir persónuleikar hafa óvenju hagstæða strauma og lánið virðist leika við þá. Vertu aðeins glaðlyndari og gættu þess að særa ekki tilfinningar annarra því það getur orðið þér til mikils tjóns síðar. Skiptu um umhverfi yfir helgina ef þú getur. Þú átt í vændum viður- kenningu fyrir vel unnin störf ef þú sýnir iðni og samviskusemi. Mikið annríki verður alla þessa viku en þó einkum og sér í lagi heima fyrir. Eitthvað, sem þú hefur beðið eftir með óþreyju, mun að líkindum gerast um þessa helgi. Útkoman verður mjög ánægjuleg og ótrúleg heppni gerir þér allt mun auðveldara. Þessi vika hefur í för með sér ýmsar óvæntar breytingar. Þér gefst ekki tími til að láta þér leiðast en varastu samt að færast i fang meira en þú ræður með góðu móti við. Láttu ekki smámuna- semi annarra fara í taugarnar á þér og sýndu þinum nánustu þolinmæði. Sumir hafa beinlínis þörf fyrir að skipta sér af annarra málefnum I tíma og ótíma. Koijmaðurinn 24.nót. 21.dcs Að öllum líkindum verður þetta nokkuð erfið vika og mikið umstang verður i kringum þig. Lítill tími gefst þvi til hvíldar og þú verður allt of lítið heima við. Sicingcilin 22.ocs. 20. jan. Fjölskyldunni leiðist tillitslaus framkoma þin þvi þú hefur enga ástæðu til alls þessa. Reyndu að bæta sam- komulagið áður en það er orðið um seinan og líttu á betri hliðar málanna. \alnsl>crinn 2l.jan. Id.fchr. Fjármálin eru með besta móti þessa dagana. Þó er ekki þar með sagt að þú getir eytt peningum i vitleysu því að áður en langt um líður þarftu virkilega á þeim að halda. Fiskarnir 20.ícbr. 20. niars Ekkert óvænt gerist og skap þitt er i óvenju- góðu jafnvægi. Þér finnst á stundum að vikan sé um of róleg og viðburðasnauð en það er full þörf á smávægi- legri hvíld um þessar mundir. 50 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.