Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 22
Framhaldssaga vera að flækja lögfræðingi i málið? Af hverju varstu að því? Eins og ég myndi ekki komast að því? Alex vinnur hjá Brown og Dempster, ég hef séð hann hundrað sinnum. Hélstu virkilega að ég myndi ekki skilja hvað fyrir þér vakti? Unnusti þinn, einmitt það! Þú komst hingað til að taka móður þína í burtu nteð þér. Og þú fékkst þér lögfræðing svo þetta yrði allt löglegt.” „Ég er ekki hingað komin til að taka neinn i burtu. Og Alex —” er ekki unnusti þinn. Jæja, er hann það?” „Ekki opinberlega. En ég er ástfangin af honum, Vivien. Af hverju heldurðu að ég hafi verið að kaupa þennan kjól nema til að ganga í augun á honum?” „Heldurðu að það sé ekki best að þú farir úr honum? Hann eyðileggst annars. Og hann kemur hvort eð er ekki.” Þetta var í þriðja sinn sem hún sagði það. Hvernig gat hún vitað það? Nema r I mánaskini „Hringdi Alex og vildi tala við mig? Bað hann þig fyrir einhver skilaboð. Segðu mér það, gerðu það, Vivien.” „O, nei — hann kom hingað á réttum tíma,” sagði frænka mín illkvittnislega." Lögfræðingar eiga að vera svo gáfaðir en hann er eins heimskur og allir aðrir og trúir því sem honum er sagt.” Ég fann magann í mér herpast saman og ég spurði: „Hvar fékkstu lykilinn að kjallarahurðinni?” Vivien flissaði og svaraði: „Ég tók bara við honum hjá hreingerningar- konunni og sagðist ætla að fara með hann til pabba, svo hún þyrfti ekki að vera að ómaka sig.” „Til hvers þurftir þú að nota Hún starði á mig. „Til þess auðvitað að geta komist út úr húsinu án þess að nokkur sæi, svo ég gæti afvegaleitt þennan — hérna löghlýðna mann þinn.” Hún flissaði aftur. Þegar ég spurði: „Hvar er hann?” færði Vivien sig nær mér. „Hann er þar sem hann getur ekki valdið neinum skaða,” svaraði hún. En svo varð rödd hennar ísmeygileg og hún bætti við: „Á ég að segja þér hvað þú verðuraðgera?” „Nei. Ekki fyrr en þú segir mér hvar Alex er.” Vivien benti kæruleysislega aftur fyrir sig og sagði: „Hann er einhvers staðar niðri í gapandi holunni í klaustur- rústunum. Ég er ekki frá því að hann hafi brotið einhver bein, en ég gat ekki spurt hann. Hann var orðinn meðvitundarlaus.” Hún ríghélt utan um vasaljósið og bætti við: „Ég lofa að sækja hjálp fyrir hann ef þú ferð upp í herbergið þitt og pakkar niður dótinu þinu og segir pabba að þú verðir að fara strax. Ég skal hringja í leigubíl fyrir þig. Paul er læknir og hann er inni í stofu með mömmu og pabba. Ég fæ hann til að —” „Mér finnst nú trúlegra að þau séu farin að leita að þér, Vivien,” sagði ég eins rólega og ég gat. „Þau hljóta að vera farin að hafa áhyggjur af þér.” „ Almáttugur, nei. Ég var að hvíla mig af því ég var með höfuðverk. Pabbi kom upp til að gá að mér og sá að ég var sofandi. Ég sagði þér það, ég er góð leik- kona. Þú ætlaðir að taka móður mina í burtu...” „Nei, hún er móðir þín en ekki mín.” Mér til skelfingar sá ég augu stúlkunnar fyllast af tárum. „Hún er Pamela en ekki Sara,” hálf hvíslaði hún. „Þau reyndu alltaf að sannfæra mig en ég vissi að það var ekki satt. Þau voru bara að ljúga, ljúga og ljúga.” Vivien teygði fram hendurnar og sagði full örvæntingar: „Joanna, af hverju sögðu þau mér ekki sannleikann? Þær voru mér báðar eins og mæður. Þær elskuðu mig báðar en ekki þig. Af hverju sögðu þau mér ekki satt?” Hún var komin með sama hræðilega ekkann og hún hafði fengið þegar við hittumst fyrst og ég vorkenndi henni innilega en vissi samt að ég varð fyrst og fremst að hugsa um Alex. „Láttu mig fá lykilinn,” sagði ég. „Veistu ekki að þú mátt ekki meiða fólk?” „Ó, ég geri það heldur ekki. Aldrei nema þegar ég veit að það ætlar að vera vont við mig. Og ég meiddi hann heldur ekki. Hann datt.” Hún flissaði eiginlega um leið og tárin runnu niður kinnar hennar. „Ég sagði honum, að við hefðum verið að kanna rústirnar, þú og ég, og þú hefðir dottið niður I gryfjuna. Ég grét og sagði honum að þú lægir þarna særð. Hann trúði mér, hann gerði það í al- vöru. Ég sagði honum frá þrepunum en það getur vel verið að ég hafi bent honum í vitlausa átt, þangað sem bara er grjótruðningur og ekkert annað En ég ýtti honum ekki.” Hún þagnaði og galopnaði munninn. „Það held ég að minnstakosti ekki." Vivien pírði augun og tautaði: „Joanna, þú verður að fara. Þetta bréf — sagðirðu að það væri frá banka Vernons? Segðu bara að þú verðir að fara strax til London vegna þess að þú þurfir að ganga frá einhverju í sambandi við andlát Vernons. Hvers vegna datt mér þetta ekki í hug fyrr?” Og hvers vegna ekki mér þá? Allt í einu tendraðist ný von i brjósti mínu. Þetta var eina tækifærið sem ég gat notað. Ég var löngu hætt að velta því fyrir mér hvernig ég gæti best varist ef hún réðist á mig. Slíkt hafði hætt að skipta máli á sömu stundu og hún nefndi Alex á nafn. Ef ég hefði haft nokkra von um að geta náð lyklinum af henni með valdi hefði ég ekki hikað við að ráðast á hana sjálf. En ég vissi að það var vonlaust og ef á hinn bóginn herini tækist að hrinda mér niður kjallaratröppurnar, þá var enginn sem vissi um Alex. Ég þorði ekki að taka þá áhættu. „Sannleikurinn er sá að það skiptir mig engu hvort það var Pamela eða Sara sem lifði,” sagði ég, „því það vill svo til að hvorug þeirra var móðir mín.” Ég flýtti mér að notfæra mér að aðstaða mín hafði batnað lítið eitt og sagði: „Þú getur séð það sjálf á þessu.” Ég rétti fram tómt mjólkurglasið og sagði skipandi: „Taktu þetta meðan ég opna umslagið.” En hún hikaði svo ég hélt áfram: „Þú þekkir rithönd föður míns, er það ekki? Þú sást hana fyrir stuttu, get ég imyndað mér. Hann skrifaði Julian frænda eftir að þú sendir honum þessa ólukkans dúkku með hring stjúpmóður minnar um hálsinn.” „Stjúpmóðui?” „Já, stjúpmóður. Hérna taktu þetta og lestu það meðan ég fer að finna Alex. Láttumigfálykilinn.” Vivien var i niðþröngum gallabuxum og ég sá móta fyrir lyklinum á mjöðm hennar. En það virtist ekki mikil von til þess að ég gæti náð honum. Ég rétti fram umslagið. „Þetta er alveg tilgangslaust,” sagði hún og yppti öxlum. „Hvað, þú ert ekki einu sinni búin að opna umslagið. Ekki ert þú minni lygari en þau hin.” „Lestu þetta,” sagði ég hvetjandi. „Ef þarna stendur það sama og ég sagði þér, þá verðurðu að trúa mér, ekki satt? En það viltu auðvitað ekki. Þú nýtur þess að láta aðra vorkenna þér. En hvað um foreldra þína? Framhald í næsta blaði. 12 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.