Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahú Sérkennilegur veitingasalur Skop Fífl! Það var hrossið sem átti að fá sprittið en ekki knaofnn. Þykistu vera eitthvaö hissa á þessu eins og það brakar í skósólunum þinum. Skrínan við Skólavörðustíg er sérkenni- legur veitingasalur, engan veginn stíl- hreinn, en þó með skemmtilegu siglinga- þema í innréttingum. Matreiðslan er svona upp og ofan, aðallega tilviljana- leg. Og afgreiðslan bendir til, að eig- endur séu víðs fjarri, ef til vill í forstjóra- leik. Dimmt er inni I Skrínunni. Lýsingin er dauf frá skemmtilegum krónum úr netakúlum. Sérstaklega há og brött sófa- bök úr svörtu leðurlíki stúka salinn sundur þvers og kruss. Teppi á gólfum dempa enn frekar andrúmsloftið. Aðall staðarins eru skreytingarnar, stór skipslíkön, myndir. af skútum, gamlar blakkir, lágmynd af fiskibátum og sitthvað fleira, sem fer vel saman við gróft timbur i veggjum og lofti. Þetta þema er þó allt að því ofgert. Ókunnugur gæti haldið, að þetta væri sjávarréttastofa. En í rauninni er Skrínan alveg laus við slíkt. Hún er steikarhús eins og flestar þær veitinga- stofur, sem opnaðar hafa verið undan- farinn áratug. Hún er hamborgarahorn í sparifötum. Upp á siðkastið hefur verið nokkur losarabragur á Skrinunni, enda virðist gestum hafa fækkað frá því, sem áður var. Afgreiðslan er meðal annars í höndum stúlkna, sem virðast annars hugar, líkt og svo margar afgreiðslu- stúlkurhérá landi. Fyrir Vikuna prófaði ég Skrinuna með ráðgjöfum mínum bæði í hádegi og að kvöldi. Niðurstaðan var tvíræð, svört í hádeginu og grá að kvöldinu. Fyrir bragðið var ekki auðvelt að gefa staðnum einkunn fyrir matreiðslu. 1 hádeginu voru pantaðir réttir af matseðli dagsins, en að kvöldinu af fastaseðlinum. Eftir reynslu minni að dæma ætti að vera skárra, en auðvitað dýrara, að panta af fastaseðlinum. Kokkarnir vanda sig betur við slíka rétti. Súpa Súpa, nafnlaus i hádegisprófuninni, var sérkennileg hveitisúpa, hugsanlega blönduð úr súpu gærdagsins og nýrri súpu dagsins. 1 henni kenndi grænna bauna, gulróta og spergils, en einkum þó hveitis. Þetta var leiðindasúpa. Verðið var 660 krónur. Fiskur Orly fiskur í sama hádegi var djúpsteiktur með kokkteilsósu, frönskum og hrásalati. Þetta var ólystugur fiskur i ákaflega harðri skorpu og fylltur með einhverju ljósbrúnu farsi, sem var of bragðlaust til að ég gæti nafn- greint það. Verðið var 2.120 krónur. Gúllas Gúllas í þessu hádegi reyndist vera lambakjötsbitar, of saltaðir og of brasaðir, fljótandi í brúnni hveitisósu. Með fylgdu belgbaunir úr dós, sæmilegt hrásalat og ágæt kartöflustappa, hæfilega múskatkrydduð. Verðið var 3.280 krónur. SUd Þá er komið að kvöldheimsókninni. Marineruð síld var einföld og ágæt, tvö flök borin fram með lauk og salatblaði, svo og — viti menn — sætu fransk- brauði, en ekki rúgbrauði. Hvít kartafla átti að fylgja, en var ekki til. Með henni hefði verðið verið 1.540 krónur, en án hennar var það 1.280 krónur. Rækjukokkteill Rækjurnar voru góðar, lítið kramdar og fremur myndarlegar. Undir Jjeim var salatblað og ofan á sósa úr sýrðum rjóma og tómatsósu. Verðið var 1.510 krónur. Lambageiri Lambageiri með grilluðum sveppum hafði rétt lambahryggsbragð, var bæði meyr og bragðmikill, en óhóflega feitur. Með honum voru dósasveppir, þolan- legar dósabaunir, fallega ljósar franskar kartöflur, svo og hrásalat, sem jóðlaði of mikið í sætri sósu. Verðið var 3.790 krónur. Turnbauti j I Turnbauti með béarnaise-sósu var með alveg sama meðlætinu og lamba- geirinn, að viðbættum spergli. Þetta var Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg- feldi Saga Loft- leiðir Holt Naust Hornið Laugaás Versalir Skrínan Matur X5 8 6 9 4 6 7 7 4 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 8 X Vinlisti XI 6 6 6 4 X X 7 X Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 8 7 Samtals XI0 78 62 79 60 62 61 74 34 Vegin meðaleinkunn Meðalverð aðal- rétta í krónum: 8 8.500 6 8.300 8 8.100 6 8.000 6 3.600 6 3.600 7 6.900 3 4.200 28 Vtkan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.