Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 46

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 46
Vikan og Neytendasamtökin FARIÐ VEL MEÐ SKÓNA YKKAR Að bursta skó er eitt af því sem fæstum þykir skemmtilegt. Eigi að síður er slík umhirða jafnnauðsynleg og hvað annað er lýtur að þrifnaði á fatnaði okkar og umhverfi. Það er aldeilis dæmalaust hvað fólk á illa hirtum skóm er kauðalega og illa til fara. Auk þess að vera illa til fara erum við líka að sóa verðmætum, þegar við hirðum ekki skóna okkar vel. Það vita víst allir sem þetta lesa að fátt er iafnvandasamt og velja þægilega skó. Sumir eru svo lán- isamir að passa alveg inn í sitt númer eins og sagt er. Aðrir hafa misstóra fætur og eiga í sífelldri baráttu um það á hvorn fótinn skuli vel[a skóna. Of stórir skór iaplast á fætinum og skekkjast og verða eiganda sínum til lítillar ánægju, en of þröngur skór nuddar og skefur af skinn og andlit viðkomandi afmyndast af sársauka. Svo er alltaf vandamál hvort velja skuli-ekta leðurskó með leðursóla, eða skó úr gerviefni með þykkum gúmmíbotni. Auðvitaðeru á markaöinum skór sem eiga að henta við öll tæki- færi. En satt aðsegja eru skór á íslandi svodýriraðmargtfólk verður að hafa það í huga, þegar valið er, að skórnir geti passað við ýmis tækifæri. Þegar við kaupum skó heyrir næstum til undantekninga að sölumaðurinn segi manni eitthvað um það hvernig best sé að hirða skóna, hvaða meðferð hin mismunandi efni þoli og þar fram eftir götunum. Þess hefur þó aðeins gætt í seinni tíð að seliendur bendi viðskiptavinum sínum á vatnsverjandi efni og bjóði viðeigandi til sölu ásamt áburði sem rétt sé að nota. Hér á eftir veröur bent á nokkur atriði varðandi meðferð skófatnaðar og kaup. Allt gengur aftur Nú eru títupriónshælarnir aftur hæstmóðins og kvenfólkið lætur sig hafa það að ganga á lífshættu- lega háum hælum, liggur manni við að segia. Þær sem treysta sér upp á þessa héu hæla verða að gæta þess vel að standa vel í skóinn og að hann sitji vel. Sumir hælar eru illa styrktir og það getur kaupandinn i rauninni ekkert dæmt um þegar kaupin eru gerð. Það er ekki fyrr en illa hefur farið sem svikin koma í Ijós. En hvernig ætli hafi farið með fótinn fína sem þennan skó átti? Gangið ekki sólana upp Þvi miður eru margir sem ganga sólana alveg upp og fara ekki með skóna til skósmiðs fyrr en sólinn og hællinn eru ónýtir. Það sér hver maður að slík meðferð er óheppileg. Það er dýrara að fá alveg nýian hæl en ef aðeins þarf að setja nýja gúmmíplötu. Og um leið og þið finnið að sólinn er farinn að þynnast er ráðlegt að fara með skóna í viögerð. Skórnir hér á myndinni eru með leðursóla og hafa verið notaðir í bleytu og ekki hirt um að fara með skóna timanlega í viögerð. Notið aldrei skó með leðursóla í rigningu og bleytutíð. ■naUÉHmÉimai 46 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.