Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 24
Þau hölluðu sér bæði fram á brúar-
handriðið. Brúin var enn styrk þó hún
hefði verið i tuttugu ár í kafi í vatni nýja
uppistöðulónsins.
Kate leit í kringum sig og svipur
hennar lýsti undrun og efa. Hún horfði á
þverrandi vatnið, þurra leðjuna og trén
sem héngu niður þar sem áður hafði
verið brún uppistöðulónsins. Landið var
alveg komið i ljós undan vatninu og
farið að sjá í græna sprota.
Brúin, sem hún og Ronald stóðu á, lá
yfir lítinn læk sem rann frá heiðinni.
Þurrkurinn mikli hafði ekki náð að afmá
litla tæra sprænu sem hjalaði milli
bakkanna og steyptist í örlitlum fossum
fram af granítsteinunum.
Þarna sem hún stóð varð henni
hugsað til fortiðarinnar, hennar eigin
fortíðar þegar hún var barn og fór í
skógarferðir í þennan fagra dal áður en
hann var gerður að uppistöðulóni. Og
hún hugsaði lengra aftur í tímann, þegar
dalurinn var fjarlægur og framandi. Þá
höfðu verið hér aðeins tvö eða þrjú býli
sem hve'r'r um sig átti fjölskyldu og þar
var byggt á ást, von og atorku.
Hún leit við, á vatnið sem fór minnk-
andi og það glampaði á það í sólskininu.
Hún andvarpaði. Maðurinn við hlið
hennar leit framan í hana, gáfuleg augu
hans horfðu í augu hennar.
„Ertu að hugsa um hvernig það var,
Kate?”
Hún kinkaði kolli. „Ég á bágt með að
trúa því, ég á við að sjá þetta allt saman
aftur — alveg eins og það var. Þetta
er eins og að fara aftur í tímann.”
Hún leit yfir þurran jarðveginn að
hólnum fyrir neðan þétt trén á norður-
bakkanum. Hún kom auga á húsarústir,
hlaða af gráum steinum innan um
hávaxna stör, gras og ung tré.
Þarna var Fernworthy-býlið,” sagði
hún. „Það elsta þeirra þriggja í dalnum.
„Einmitt,” samsinnti Ronald. „Síðan
á sautjándu öld. Lightfoot bóndi, sem
bjó hér fyrstur, lét höggva ártalið —
1610 — fyrir ofan innganginn.”
Ákafinn og viskan lýstu sér í rödd
hans. Þú og þínar sagnfræðilegu
staðreyndir, hugsaði Kate með sér. Þú
ert með þetta allt á reiðum höndum, er
það ekki? Allt staðreyndir, enginn skáld-
skapur. Ekkert hjarta, engin rómantík.
Nú, jæja, þú varst alltaf þannig — jarð-
bundinn piltur þegar ég kynntist þér
fyrst og þú hefur ekkert breyst. Þú munt
aldrei breytast.
Hún leit snöggt á hann, virti fyrir sér
hárið, þykkt og fallegt, rétt farið að
grána. Hún sá ekki nein merki hnign-
unar á háum og sterklegum líkama hans.
Hann er án aldurs, hugsaði hún með sér.
Og hún hugsaði til þess að hún var nú
farin að nálgast miðjan aldur og það
settist fita á óæskilega staði. Hún and-
varpaði aftur.
Snögg og hvöss, ákveðin augu
Ronalds sáu hvað hún hugsaði og Kate
roðnaði. Hann virtist alltaf vita hvað
hún varaðhugsa.
„Það er mikið á mér að græða, eða
hvað?" sagði hann blátt áfram, bros-
viprur sáust í munnvikjum hans. „Ég
var aldrei sá myndarlegi, ha, Kate?”
Hún leit undan, hálfrugluð, og greip í
brúarhandriðið. „Útlitið skiptir ekki
máli, Ronald.”
„Það gerði það einu sinni. Þú valdir
Derek og hann var jú nógu myndar-
legur.”
„Já....” Rödd hennar fjaraði út.
Hún mundi vel eftir því þegar hún valdi
Derek Skinner. Reyndar var það hérna,
við brúna, í sunnudagaskólaferðalagi
fyrir tuttugu og einu ári. Árið áður en
Femworthy-dalur var gerður að uppi-
stöðulóni.
Derek og Ronald höfðu lengi verið
vinir og skólafélagar. Þeir höfðu keppt
um athygli hennar allan daginn og hún
var upp með sér.
Hún var þá dreymandi og rómantísk-
ur táningur, sem lifði í dagdraumum,
hún gaf báðum jöfn tækifæri. Hún sat
við hliðina á Derek í bílnum frá Chag-
ford og gekk með Ronald að áningar-
staðnum og hlustaði á þurra umfjöllun
hans um sögu staðarins.
En svo allt I einu hafði hún neyðst til
þess að taka ákvörðun. Rjóðir af hita og
brennandi af tilfinningum unglingsins
höfðu þeir barist um hana.
Hrædd hafði Kate horft á þá með
hinum stúlkunum. Þeir slöguðu, riðuðu
og duttu, stóðu upp aftur og böðuðu út
handleggjunum, hvítu skyrturnar voru
rifnar og skitugar.
Einhver sagði áköf: „Segið þeim að
hætta! Hr. Hannaford er að koma —
hann verður bálreiður!” Hún vissi varla
24 Vikan 14. tbl.