Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 41

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 41
Eyjan Ibiza liggur í Miðjarðarhafmu í um 80 km fjarlægð frá austurströnd Spánar. Ibiza er þriðja stærsta eyjan í hinum fagra Baleríska eyjaklasa, 572 ferkílómetrar að stærð. íbúar eru um 50 þúsund. í fyrstu skrifum sem þekkt eru um eyna, skrifar Diodoro Siculos: ,,Á eynni skiptast á brosandi akrar og hæðir. Höfuðborgin heitir Ebusos (Ibiza) og eyjan er nýlenda Karþagó- manna. Á eynni eru góðar hafnir, fagrar sandvikur, háir hamraveggir og í skjóli þeirra fjöldi aðdáunarverðra húsa. Eyjan er byggð útlendingum af ólíkum kynstofnum.” Þetta gæti verið skrifað í dag, nema hvað eyjan tilheyrir nú Spáni, en þrátt fyrir það hefur eyjan haldið sérkennum sínum ótrúlega vel. íbizabúar eru mjög vingjarnlegt fólk. Það kemur engum á óvart, því eyjan hefur verið í þjóðbraut í um 3000 ár. íbúarnir eru því vanir að taka vel á móti öllum gestum, sem koma með friði. Mikill fjöldi listamanna og ungs fólks frá öllum heimshornum hefur heillast af eynni og sest þar að. Á eynni er þvi mikill listiðnaður, sýningarsalir (gallerí) eru margir og myndlistasýningar eru tiðar. Það er heimsborgaralegt andrúmsloft, hið margbreytilega og skrautlega mannlíf andstæðnanna sem er eitt af aðalsér- kennum eyjarinnar. Loftslagið er mjög milt', rigningardagar eru fáir og eyjan býður upp á eilift vor. Höfnin í Ibizaborg er í 162 mílna fjarlægð frá Barcelona, 70 mílur frá Mallorca, 152 frá Algier í Áfríku og yfir til Formentera eru 11 mílur. Spönsk fyrir- tæki sjá um reglulegar ferðir á sjó milli Ibiza og áðurnefndra hafna. Á eynni er alþjóðlegur flugvöllur. Flugsamgöngur eru góðar og reglulegt flug er frá Ibiza til stærstu nágranna- borganna á meginlandinu og eyjunum. Flug til Valencia tekur hálftíma, til Barcelona tæpan klukkutíma og til Palma um 20 mínútur. Ibiza er ung, þó gömul og spennandi. Eyjan býður gestum sínum friðsæld og kyrrð í fögru umhverfi, en einnig skemmtanir og fjörugt næturlíf á heimsmælikvarða. Ibizaborg Ibiza er höfuðborg eyjarinnar. í borginni búa um 20.000 manns. Þetta er hrífandi hafnarborg, sem er byggð í næstum lóðréttri fjtllshlið við strönd- Villa, gamla borgin innan múrsins, og Sa Pena, fiskimannahverfið neðan- undir múrnum og umhverfis höfnina. Borginni er skipt í 5 borgarhluta. Tveir þeirra eru þó merkastir þ.e. Dalt Villa er ibizka nafnið á elsta borgarhlutanum. Útfrá sögulegu sjónarmiði er Dalt Villa merkasti borgarhlutinn, mest einkennandi og jafnframt sá áhugaverðasti. Andrúms- loftið i þessum borgarhluta er mjög magnað'og sérkennilegt. Hinn athyglis- verði borgarmúr, sem umlykur Dalt Villa er frá miðri 16. öld. Hann er í dag þjóðarminnisvarði og jafnframt sá eini sinnar tegundar, sem varðveittur er í allri Evrópu. Rétt fyrir utan múrinn, við götuna Via Romana, er púnverska safnið. Þar eru leifar frá tímum Karþagómanna fyrir krists burð. Safnið er talið eitt merkasta sinnar tegundar i heimi. Sa Pena, fiskimannahverfið. Hvít hús í hinum áberandi ibizka byggingarstil, þröngar krókóttar götur og tröppur, eru einkenni þessa hrífandi borgarhluta. í götunum Calle Mayor og Caile Virgen er mikið líf, jafnt að deginum, þegar verslanir eru opnar og á kvöldin, þegar götusalarnir (hipparnir) selja varning sinn. í þessu hverfi fiskimannanna eru margir góðir matsölustaðir og barir. Hið litskrúðuga og iðandi mannlif þessa borgarhluta minnir á austrænar borgir og er einstakt í Evrópu. Frá Ibizaborg ganga strætisvagnar til allra bæja, þorpa og stranda á eynni. Miðstöð strætisvagnanna er i götunni Avd. B. de Roselló í miðborginni niður við höfnina. IBIZA1980 Verðskrá: Gengi 1. mars 1980 3/4 9/5 20/6 18/4 9/5 23/5 15/8 5/9 11/7 3/10 13/6 12/9 4/7 25/7 GISTISTAÐIR 14 d. 14 d. 21 d. 21 d. 21 d. LIDO 2 pers. 332.000 355.000 398.000 430.000 448.000 — 3 pers. 312.000 335.000 373.000 405.000 423.000 Börn 3- 6ára 180.000 190.000 220.000 230.000 240.000 Börn 7-11 ára 190.000 200.000 240.000 250.000 260.000 Börn 12-15 ára 200.000 210.000 260.000 270.000 280.000 PENTA Studio 2pers. 358.000 388.000 400.000 450.000 498.000 2 svefnh. 2 pers. hjón með minnst 3 börn 350.000 380.000 420.000 480.000 520.000 Börn 3-6 ára 200.000 210.000 260.000 270.000 280.000 Börn 7-11 ára 210.000 220.000 270.000 280.000 290.000 Börn 12-15 ára 220.000 230.000 280.000 290.000 300.000 FREUS Studio 2pers. 280.000 300.000 310.000 335.000 360.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.