Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 19
íi
Þú getur rétt íntyndað þér hvaða áhrif
það hefði getað haft á Vivien ef við hefð-
um slegið fram þessari sögu eftir að
Pamela dó.
Hún hefur alltaf verið taugaveikluð.
Við töluðum um að hún væri hástemmd
og létum þar við sitja. Ég hef alltaf verið
þeirrar skoðunar, að ef hún hefði ekki
orðið fyrir þessu hræðilega áfalli í
Kenya hefði hún vaxið frá þessum
skapgerðarbrestum sínum að mestu.
Heldur þú það ekki lika?”
Mér tókst að muldra eitthvað í
samúðarskyni. Hann var búinn að snúa
sér við þegar ég hélt áfram: „Julian,
hvers vegna finnst Söru að hún beri
ábyrgð á því að ég kom hingað til Priory
Cross?”
„Það er nokkuð um — ja,
óstöðuglyndi — í Stoddartfjölskyldunni,
en Sara vissi ekki um það fyrr en eftir að
Vivien fæddist.
Henni fannst ósanngjarnt að þú værir
látin alast upp i þeirri trú að þú gætir
hafa erft — hvað eigum við að segja,
einhvers konar geðræn vandamál. Svo
hún talaði um að skrifa Vernon og
spyrja hann hvort hann væri búinn að
segja Joanna sannleikann um móður
sina — en þannig orðaði hún þetta ein-
mitt og i sama mund gekk Vivien inn.
Skilurðu nú?”
Ég greip hendinni fyrir munninn.
Hvort ég skildi.
„Það var einmitt upp frá þessu sem
Vivien fór að hraka,” hélt Julian áfram.
„Hún var búin að vera svo ágæt i mörg
ár. Hún hafði líka stofnað til kunnings-
skapar við Paul Barton og —” Hann tók
eftir svipnum á andliti mínu og flýtti sér
að bæta við: „Við sögðum honum
auðvitað undan og ofan af ævisögu
Itennar.
Hún hafði verið svo eðlileg og
' hamingjusöm. Eins og við héldum. þá
tókst okkur að veita henni þá öryggis-
tilfinningu sem hún þarfnaðist. En
frænka þin var með hring Pamelu.
Pantela var ekki með hann þegar hún dó
og faðir þinn hafði slitið öll tengsl við
okkur svo Sara hafði aldrei haft
tækifæri til aðafhenda honum hann.
Hún var vön að segja að ef einhver
ætti að fá þennan hring þá værir það þú.
og einhvern tíma skyldi hún sjá til þess
að hann kæmist i þínar hendur. Vivien
vissi auðvitað allt um þetta og
að hringurinn hafði tilheyrt Pamelu.
Án þess að við vissum hafði hún
skorið út eina af þessum ólukkans
dúkkum, sem samkvæmt afriskum
venjum eiga að færa fólki óhamingju og
hún setti hringinn um háls hennar og
sendi dúkkuna svo til Vernons í einu af
sinum æðisköstum ásamt illkvittnislegu
bréfi þar sem hún skrifaði að það væri
Pamela sem hefði dáið og það væri
hennar eigin móðir — en ekki móðir
Joanne — sem lifði. Algjörlega öfugt við
það sem hún sjálf áleit, skilurðu."
„Já,” sagði ég. „Faðir minn hefur
auðvitað farið að velta þessu fyrir sér.
Hann hafði verið við jarðarför móður
minnar — stjúpmóður minnar — og
áreiðanlega séð hana við
kistulagninguna. Hann hefur sennilega
ekki séðSöru frænku neitt?”
„Það sá hana enginn nema ég sjálfur.
Líf hennar hékk á bláþræði í margar vik-
ureftir jarðarförina.”
„Og þess vegna hefur föður minn
farið að gruna margt. Og þar sem hann
vissi líka að móðir — að Pamela —
hafði verið —”. Ég þagnaði, því ég vissi
ekki hvernig ég átti að halda áfram.
„Að hún hafði verið ástfangin af
mér?" sagði frændi minn þurrlega. „Já,
hann fór að gruna að hann hefði jarðað
Söru en ekki Pamelu. Hann sendi mér
bréf fullt af beiskju. Eins og kringum-
stæðurnar voru gat ég ekki áfellst
hann. En geturðu áfellst mig fyrir að
reyna að halda honum i burtu? Ef hann
hefði birst hér fyrir framan Vivien og
brennandi af reiði og slæmum
grunsemdum farið að. . . Ég skrifaði
honum —”
Hann þagnaði um leið og ég teygði
mig i töskuna mína og tók bréfið, sem
hann hafði skrifað, og dúkkuna og rétti
honum.
„Þetta er orsök þess að ég kom,”
sagði ég. „Faðir minn hafði vafið þessu
blaði utan um — þetta."
„Fyrirgefðu mér, Jo,” sagði Julian
frændi, „en ég hafði alls ekki i huga að
hleypa honum hingað fyrr en ég væri
búinn að ræða við hann i einrúmi. Ég
vissi að hann ætlaði sér alls ekki að
draga þig inn í þetta, og ég gat ekki séð
að það væri neitt sem bannaði mér að
reyna að vernda mína dóttur.
„Hún þarfnast mín svo miklu frekar
en þú," hafði Sara frænka sagt. Það var
líka satt. Ég hafði ekki getað játað fyrir
sjálfri mér hve mjög orð hennar höfðu
sært mig þá.
En núna, þegar ég vissi að hún hafði
sagt þetta i þeirri trú að ég gerði mér
grein fyrir að hvort sem hún væri
Pamela eða Sara, væri hún ekki
raunveruleg móðir min, þá fannst mér
það gjörbreyta öllu.
Orð hennar særðu mig ekki lengur.
Ég fann ekki lengur til samúðar nteð
sjálfri mér, heldur gat ég nú einungis
vorkennt þeim.
Ég rétti frænda minum höndina og
hann tók hana í báðar sinar og sagði
einfaldlega: „Þú ert góð stúlka og
Vernon til sóma."
Ég fór hjá ntér og sótti töskuna mína
og tautaði eitthvað um að ég þyrfti að
laga tij i herberginu mínu um leið og ég
lagði af stað til dyra.
Þegar Vivien, sent enn var lilýleg og
vinsamleg, spurði mig hvort ég vildi fara
með henni og frænda hennar til
Boulting Magna eftir hádegisverð. lók
ég boðinu fegins hendi.
Sannleikurinn var sá að mig langaði
til að kaupa nýjan kjól, svo ég liti sem
best út, þegar Alex Robertson kæmi.
Mér var léttara um hjartað en verið
hafði undanfarna mánuði, enda fjótt
undangengnir klukkutímar hefðu verið
erfiðir, en ég gat ekki annað en álitið
þennan nýja vingjarnleika Vivien góðar.
fyrirþoða.
Mér var mikið í mun að hún hætti að
14. tbl. Vikan 19