Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 64

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 64
Framhaldssaga frá undrun í fullvissu. „Þú ert Chris Jennings, er það ekki? Ég hef séð þig í sjónvarpinu.” Chris jánkaði þvi að þetta væri hann en afþakkaði boð hennar um að koma inn. „Þetta tekur aðeins augnablik. Það er varðandi son þinn.” Hún virtist verða enn meira undrandi. „Son minn ...” Hún hikaðf. „Áttu við Peter?” „Já.” Hann var ánægður. Þetta virtist ætla að verða enn auðveldara en hann hafði búist við. „Hvenær heyrðirðu frá honum .siðast?” Hún varð allt í einu taugaóstyrk. Hún bar skjálfandi höndina að hálsi sér. „Það eru meira en átta ár síðan.” Hún þagnaði og starði undarlega á hann. Hann sagði vingjarnlega: „Veistu að hann er hér í Englandi núna?" Hún hristi höfuðið. Hún virtist ekki geta svarað. Chris brá er hann sá tár í augum hennar. Loksins sagði hún dauf- lega: „Peter dó fyrir átta og hálfu ári.” Chris var brugðið. 1 fyrstu gat hann ekki sagt neitt. „Mér þykir það leiðin- legt,” sagði hann að lokum og heili hans starfaði af fullum krafti. „Mér þykir fyrir að hafa valdið þér óþægindum, frú Blake. Ég vissi þetta ekki.” Hún starði enn á hann og hann vissi að hún átti rétt á skýringu. Hann varð einnig að vita vissu sína. Hann áleit að ekki væri um neinn misskilning að ræða af hennar hálfu en hann varð að vera viss. Hann stakk hendlnni i vasann og dró upp tvær ljósmyndir. Hann hafði valið þær eftir að hafa rannsakað allar til- tækar myndir. „Þetta er maðurinn sem ég er að spyrja um.” Hann sýndi henni myndirn- ar. „Hann heitir Peter Blake. Er hann ekki sonur þinn?” Hún leit á myndirnar og hristi síðan ákveðin höfuðið. „Nei,” sagði hún. „Þetta líkist ekki einu sinni Peter. Nema að hann var lika ljóshærður.” Chris flýtti sér að afsaka sig og gekk aftur að bílnum. Þegar hann ók aftur til London voru hugsanir hans allar á þeyt- ingi. Peter Blake var dáinn. Hver var þá maðurinn sem kallaði sjálfan sig Peter Blake? „Janet, mig langar til að ræða aðeins við þig.” Frú Halstead var stödd í íbúð Janetar á sjúkrahúsinu og var að búa sig undir aðfara heim. Nú rétti hún úr sér og leit á dóttur sina. Janet stóð viðgluggann. Hún starði á umferðina fyrir neðan og neri hend- urnar eins og henni væri kalt. Þetta hafði hún gert síðustu dagana að því er virtist án þess að taka eftir því. Hún leit annars hugar á móður sina. „Já, mamma?" Frú Halstead andvarpaði. Janet hafði einkabarn og að foreldrar hans væru látnir. Þetta vakti áhuga hans. Peter Blake var vissulega einkabarn og faðir hans hafði dáið 1944. En hann hafði hvergi getað fundið neitt sem staðfesti að móðir hans væri látin. Eftir því sem hann best vissi var hún enn á lífi. Þetta varð jafnvel enn áhugaverðara þegar vegfarandinn sagði honum að frú Blake byggi enn í sama húsinu og þegar Peter fæddist. Honum reyndist auðvelt að finna húsið og hringdi dyrabjöllunni. Eftir nokkrar mínútur kom roskin kona til dyra og þerraði hendurnar á svuntunni. Hún var hávaxin kona um sextugt. Hár hennar var þunnt og lit- laust. Chris fannst hann geta séð svip með konunni og Peter Blake. Það var eitt- hvað við augnaráðið. „Góðan daginn,” sagði hann. „Frú Emely Blake?” Hún kinkaði kolli og leit spyrjandi á hann. Síðan breyttist augnaráð hennar mmmmm—mmmmmmmmimmm—*— *•« * | y } i i í f 1 ' t * TASSO vegg stríginn fráokkurer f 'kf'' 2 ] \ ) -t \ auðveldur' ríTíl L.l i tp iJ:{; ] íuppsetningu Grensásvegi 11 - sími 83500. 64 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.