Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 34
Draumar
Olíubíllinn var
med mótorhjóls-
vél og konan
vinstrisinnuö
77/ draumrádningamanm
Vikunnar!
Mig, erþetta bréf ritar,
langar góðfúslega til að biðja
ykkur um að birta eftirfarandi
draum og ráða hann. Draumur
inn var mjög skýr og var sem
ég tceki allverulegan þátt í
honum.
Ég var að keyra olíubíl frá
BP eins og notaðir voru til að
flytja olíu til húshitunar í
borginni. I draumnum var ég '
staddur á bílnum í nýbyggðu
hverfi í austurhluta borgar-
Skop
innar, þó ekki endilega Breið-
holtinu. Húsin voru öll
ómáluð, aðeins grá stein-
steypan, en göturnar
malbikaðar. Lítið gekk að losa
olíuna, bíllinn stoppaði við
hverja strætisvagnastöð án þess
þó að bíða eftir farþegum enda
voru engir þar.
En er ég kom að einu
nýbyggðu húsi (3-hæða) og
ætlaði að handleika slöngurnar
og losa olíuna kom húsfrúin út
á tröppurnar og lét heldur
betur móðan mása en ekki man
ég orðaskil. Hún var mjög reið
ásýndum og klædd í fnan
ballkjól úr vínrauðu silki með
ívöfðum glitperlum á brjóstinu.
Ég kannaðist strax við konuna
og veit að hún er I samtökum
vinstrisinnaðra kvenna.
Érá húsi hennar sneri ég án
þess að losa olíudropa. Næst I
draumnum er ég að aka niður
Háteigsveg og á móts við
Einholtið verð ég þess var að
olíubíllinn er bremsulaus. Ég
reyni að pumpa pedalann en
án árangurs. Ég vissi að hand-
bremsan dugði ekki til að
stöðva svo þungan bíl og með
því að aka beint áfram myndi
ég lenda framan á íbúðarhús-
unum við Rauðarárstíg. Þrátt
fyrir ískyggilegt útlit var ég
mjög rólegur. „Þetta bjargast
allt, ” hugsaði ég, „með því að
beygja til hægri inn Rauðarár-
stíginn. Það er skárra að hvolfa
bílnum í beygjunni en lenda
beint á húsinu. ”
En í draumnum tókst mér að
ná beygjunni og bíllinn rann
svo eftir Rauðarárstígn-
um. ViðHlemmtorg
tókst mér að fara einn hring
fyrir framan Búnaðarbankann
og beygja svo aftur inn
Rauðarárstíg og þá stöðvaðist
bíllinn loksins. Þá kom til mín
skólafélagi minn frá liðnum
dögum (hann var oft á tíðum
ansi óþægilegur) og í draumn-
um bauðst hann til að aðstoða
mig. Við opnuðum vélarhúsið
á olíubílnum en okkur til undr-
unar reyndist mótorinn í
bílnum vera úr minni gerð af
mótorhjóli.
Svona lítur draumurinn út
sem mig dreymdi og mig langar
til að spyrja draumráðninga-
meistara Vikunnar hvort hann
geti ráðið drauminn. Ég hef
reynt að rita hann niður sem
skilmerkilegast til að gera
ráðninguna auðveldari.
Með fyrirfram þökk.
Aqua.
Flest tákn í draumnum boða
undirferli og fláræði sem gæti
orðið þér til mikils tjóns. Þessi
tákn tengjast svo öðru sem
bendir til erfiðleikatímabils og
vandræða af ýmsu tagi. Nafn
þessa fyrrum skólafélaga þíns
undirstrikar svo að ekki er allt
sem sýnist og þér mun vissara
að fara varlega í samskiptum
við samferðafólkið á næstunni.
Óhreinskilni af þinni hálfu gæti
komið þér óþægilega í koll og
þú skalt eindregið varast að
taka þátt í einhverju sem þú
treystir þér ekki til að taka
afleiðingum af síðar. Flest í
draumnum bendir til að þú
standir af þér erfiðleikana og
undirrótin reynist minni en
ætlað var í upphafi.
Vildi ekki festína
vegna skrautsins
Kæri draumráðandi.
Síðastliðna nótt dreymdi
vinkonu mína draum sem hún
vildi gjarnan fá ráðningu á.
Hann yar um hvíta perlufesti
sem hana langaði í en var ekki
til, nema með einhverju skrauti
í miðjunni. Hún vildi ekki fá
þá festi vegna skrautsins.
Draumurinn var reglulega
ruglingslegur en henni fannst
hún vera heima hjá kærastan-
um sínum og fullt af öðrum
krökkum var þar sem hún vissi
ekki nein deili á.
Með fyrirfram þökk.
J.G.Á.
Ýmsir óvæntir atburðir verða
til þess að hindra ákveðnar
áætlanir og jafnvel koma í veg
fyrir þær í náinni framtið. Þó
er ekki mögulegt að segja til
um það með nokkurri vissu,
nema fá frekari vitneskju um
ýmis smáatriði draumsins.
Draumurinn vísar til sambands
hennar við verðandi maka en
því miður er of margt óljóst til
þess að draumráðandi treysti
sér til að segja af eða á um
frekari atvik þvi samfara.
Ekki horfa
svona á mig
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að ráða fyrir
mig draum sem mig dreymdi nýlega.
Hann er eftir þvi sem ég best man
svona:
Ég var með krökkunum í mínum
bekk og ákveðnum kennara mínum.
Ég horfðifast á hann (kennarann) þvi
hann var með þau fallegustu augu sem
ég hef séð. Augun voru fagurblá.
Hann leit á mig með skrítnum svip.
mér fannst að ég gœti lesið úr honum:
Ekki horfa svoria á mig. Ég vil taka það
fram að þessi kennari minn er alls ekki
með svona falleg augu. alla vega hef ég
aldrei veitt þeim neina sérstaka athygli.
Og hann hefur atdrei horft á mig með
þessum svip.
Kœrar þakkir.
KSM
Við ráðningu þessa draums hefði verið
tii mikilla bóta að vita nafn kennarans.
Hann snertir ekki ráðninguna persónu-
lega en nafn hans veldur miklu um loka-
ráðningu. Það má þó telja nokkuð
öruggt að draumur þessi boði þér að ein-
hverjar fyrirætlanir þinar ntæti
mótstöðu i upphafi en verði þér síðar til
gleði og ánægju. Þessu tengist svo
ástarævintýri, sem líklega er nú um
það bil að hefjast, en þar ættirðu að fara
varlega til þess að verða ekki fyrir
slæmum vonbrigðum i þeim efnum.
Ég veit nú ekki hvort ég get framfleytt henni en ég get kannski útvegað henni
betur borgaða vinnu en hún hefur núna'
34 Vikan 14- tbl.