Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 53

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 53
Danmerkur kominn frá Rómaborg þar sem hann hefði tekið subdjáknsvígslu. Konungi list vel á manninn, býður honum með sæmd til borðs með sér, setur hann hið næsta sér og takast með þeim fjörugar samræður. 1 viðræðum þessum kom í ljós að hann hafði áður komið á fund Sveins konungs með foreldrum sínum. En þá hafði verið við hirð konungs heilagur maður, Guðini, kallaður hinn góði, og haft þessi orð um Jón litla sem þá var fjögurra ára: „Þessi drengur er sannlega heilagleiks spegill og sýnir í sínu bjarta yfirbragði þann mann sem einkanlega er af guði valdur til heilagrar þjónustu.” Enda hlaut Jón ögmundarson slíkan orðstír meðal þeirra sem kynntust honum að vart á sinn líka. Hann var sagður sérstaklega vel af guði gerður og prýddur ótal kostum. Fríður í ásjónu, bjartur í augum, gulur á hár, hávaxinn og sterkvaxinn. Og ekki voru andlegir kostir hans minni: hýrlegur við alla góða menn, siðsamur, prýddur hæversklegri hófsemd, elskulegur í viðmóti við alþýðu manna og hvers manns hugljúfi. Þegar hann var við konungshirðina með foreldrum sínum í veislu var móður hans skipað að sitja hjá sjálfri drottn- ingunni, Ástríði, móður Sveins konungs. Hún hafði Jón son sinn við borðið með sér. Þegar dýrar krásir voru nú fram bornar fyrir drottninguna varð svein- inum það fyrir, sem jafnan pr barna háttur, að hann rétti hendur til þeirra hluta sem hann lysti. Þegar móðir hans sá þetta vildi hún tyfta hann fyrir þessa óhæversku og drap við honum hendi sinni. En þegar drottningin sá þetta var sem hún fylltist spáleiksanda þvi hún sagði: „Ger eigi svo, mín kæra, því hendur þessar sem þú slærð eru biskups- hendur.” Reyndist drottningin þar sannspá því sveinninn átti eftir að rista nafn sitt í sögu lslands undir nafninu Jón biskup Ögmundarson hinn helgi. En þetta var ekki eina skiptið sem spáð var komu andlegs mikilmennis þar sem Jón var því Ólafur konungur helgi, postuli Norðmanna, hafði spáð fagurlega fyrir móður hans þegar hún tólf ára gömul var á ferð í Noregi með foreldrum sínum. Egill, faðir hennar, sonur Síðu-Halls, fór til hirðar hins helga Ólafs konungs sem tók honum með sóma eins og öðrum íslendingum sem til hans leituðu. Þegar dró að jólum um veturinn var Egill bóndi venju fremur óglaður svo konungur spurði hann hvað ylli ógleði hans. Egill sagði litla sök til þess vera, „en ef Ævar R. Kvaran KRAFTA VERKIÐ ég skal nokkuð til finna,” segir hann, „þykir mér það helst vera, að Þorlaug húsfreyja mín er eigi svo sæmilega sett og haldin sem ég að þessari vors drottins burðartíð, sem nú er að höndum komandi.” Þegar hinn mildi konungur heyrði þetta bauð hann þegar i stað Þorlaugu ásamt dóttur sinni, Þorgerði, til hinnar miklu jólaveislu. Jólakvöldið voru þær mæðgur á gangi um konungshöllina með Ástríði drottningu. Þegar konungur sér meyna Þorgerði segir hann við Egil föður hennar: „Þessi dóttir þín líst mér stórlega væn og með góðu yfirbragði, og það kann ég að segja þér, að hún verður mikill lukkumaður og sá mun göfug- astur ættbogi á Islandi, sem frá henni kemur.” Þótti mörgum þetta koma vel fram i hinum heilga Jóni, syni hennar, sem síðar varð biskup og frægur af krafta- verkum og dyggðum. En það var eitt mesta lán Jóns að faðir hans fól hann í hendur hinum ágæta Ísleifi biskupi til lærdóms, enda unni biskup Jóni mikið. En margir höfðingjar trúðu Ísleifi biskupi fyrir uppeldi sona sinna og urðu margir þeirra höfuðkennimenn þjóðar- innar og tveir biskupar, þeir Jón Ögmundarson og Kolur nokkur, sem síðar varð biskup í Osló. En svo við hverfum nú aftur að upphafi þessarar frásagnar þá sýndi Sveinn Úlfsson Jóni mikla rausn og vináttu og þegar Jón hafði kvatt hann hélt hann með góðu orlofi konungs til Noregs, og svo norður til Þrándheims þar sem hann hugðist vitja helgra dóma hins blessaða Ólafs konungs, guðs píslar- votts. 1 þenna tíma réð fyrir Noregi Magnús konungur hinn góði, sonur Ólafs konungs. En konungur sat um þetta leyti í Þrándheimi. Um þessar mundir voru í borginni margir íslenskir menn. Teitur, sonur Isleifs biskups, og margt megtugra manna af Islandi. Þá höfðu þau tíðindi gerst að íslenskur maður, Gisl að nafni, hafði drepið einn hirðmann Magnúsar konungs. Hét sá Gjafvaldur. Þetta var blóðhefnd, að hætti forfeðra okkar, því Gjafvaldur hafði vegið föður Gísls, Illuga, heima á tslandi, þegar Gísl var barn aðaldri. En höldum nú áfram frásögninni eins og komið var. Gísl var nú tekinn höndum, fjötraður og hnepptur í myrkvastofu. í þann mund var óvenju- mikill fjöldi skipa við landfestar í Þránd- heimi og skiptu tslendingar hundruðum. En þegar landar okkar frétta að íslenskur maður hafi verið hnepptur í myrkvastofu og harðlega höndlaður safnast þeir saman undir forystu Teits biskupssonar um þrjú hundruð manna lið og halda til dýflissunnar. Og það skiptir engum togum, þeir brjóta upp fangelsið. En það er af Gisl að segja að hann hafði tekið fangavist sinni með karlmennsku og orti hann sér til dægra- styttingar og hughreystingar þessar vísur: Kátr skalk enn, þótt ætli aldrán víðir skaldi, jörn taka oss að orna, unda teins, að beinum. Hverr deyr seggr, en svarri, snart’s dreng skapat hjarta. Prúðr skalk enn í óði eitt sinn á þrek minnast. [Þ.e.: Kátur skal ég enn vera, þótt menn ætli mér dauða. Járnin (hlekkirnir) taka að orna mér um bein (fæturnir bólgna undan fjötrunum). Hver maðurá að deyja, kona, en gef mér hugprútt hjarta. Ég skal enn einu sinni minnast prúður á þrek í óði mínum.) En það er af Teiti biskupssyni að segja að hann hjó af Gísl fjöturinn og tók hann á sitt vald. Síðan héldu þeir lslendingarnir fund með sér til þess að ræða hvað gera skyldi við Gísl. Þar kom þá einn af forystumönnum hirðmanna Magnúsar konungs, Auðunn gestahöfðingi, meðliðsitt og ætluðu þeir að taka Gísl. Auðunn ávarpaði lslendinga þessum orðum: „Eigi voruð þér nú tómlátir, íslendingarnir, og það hygg ég, að þér ætlið yður nú dóm á manninum, en eigi konunginum. Væri og vel, að þér rækið minni til, hvað Þér hafið gert þennan morgun, og reiðst hefur Magnús konungur fyrir minna en teknir séu dauðadæmdir með valdi þeirra Islendinga!” Teitur svaraði: „Þegiðu maður, ella munt þú tuskaður verða!” Við þessi orð varð Auðunn í brottu. Eins og við mátti búast varð úr þessu hið mesta hneykslismál og skutu hirðmenn á þingi til þess að taka málið fyrir. En þeir voru reiðir mjög eins kom fram í ræðu Sigurðar ullarstrengs en hann komst svo að orði: „Það hygg ég flesta vita munu, þá sem hér eru komnir, að nú er veginn lögunautur vor Gjafvaldur, og kom maður af Islandi utan, er sakir þóttist eiga við hann, hafandi þá atför, að hann veitti honum þegar banasár, en leitaði eigi eftir bótum, sem öðrum mönnum er títt. Mun oss svo sýnast konungsmönnum, sem lítið muni fyrir þykja að drepa hirðina, ef þessa skal eigi hefna. Nú má vera að þeir láti svo að ganga allt að höfðinu og þyrmi eigi heldur konung- inum en öðrum mönnum. Nú er slíkt ódáðaverk mikilla og stórra hefnda vert, og er eigi bættara þótt tíu séu drepnir íslenskir fyrir einn norrænan og refsi þeim svo sína dirfð, er þeir tóku mann úr konungsvaldi.” Síðan þagnaði hann. Þá stóð upp Teitur biskupsson og mælti: „Vill minn herra konungurinn gefa mér orlof til að tala?” Konungurinn spurði þann mann sem hjá honum stóð: „Hver beiddi talsins?” „Herra,” segir hann, „Teitur biskups- son.” Þá mælti konungur hátt: „Víst eigi viljum vér leyfa þér að tala, því öll þín orð munu spilla til, þau er þú mælir, og væri það maklegt, að úr þér væri skorin tungan.” Báðu margir íslenskir menn sér hljóðs og orlofs og fékk enginn. Þá stóð upp Jón prestur og mælti: „Vill herra konungurinn leyfa mér að tala mitt erindi?” Konungur spurði: „Hver mælti nú?” Honum var sagt að Jón prestur beiddi orlofs. Konungur mælti: „Leyfa viljum vér þér.” Þá hóf hinn heilagi Jón svo ræðu sína: „Vorum herra, Jesú Kristi, er það að þakka, að löndin eru kristin, Noregur og Island, en áður óð allt saman, menn og fjandi. Gengur fjandinn eigi nú svo bersýnilega i augsýn við mennina sem áður, en þó fær hann mönnunum sína limu að fylgja og fram bera sin bölvuð erindi, sem nú er skammt á að minnast, að fjandinn mælti fyrir munn þeim, er í fyrstu talaði, svo segjandi: Nú er veginn einn konungsmaður, en maklegt væri, að drepnir væru tiu íslenskir fyrir einn norrænan. En hugsið um það, góðurlherra, að svo erum vér lslendingar yðar menn sem þeir er hér eru innanlands, en það hygg ég, að slíkir menn uni mest að vinna að 14. tbl. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.