Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 29
13. Skrínan
heimsóknar og kvöldheimsóknar
hækkaöi verð á mörgum veitingahúsum
lítillega í kjölfar dýrari landbúnaðar-
afurða. Þetta verður að hafa í huga,
þegar verð i Skrínunni eru borin saman
við verð, sem gefin hafa verið upp fyrir
aðra staði í þessum greinaflokki.
Meðalverð tveggja rétta máltiðar af
seðli dagsins er 3.700 krónur. Meðalverð
þriggja rétta máltíðar af
fastaseðlinum er 6.600 krónur. Er þá
meðalverð sex súpa og eggjarétta 1.600
krónur, tuttugu aðalrétta úr fiski og
kjöti 4.200 krónur og fjögurra eftirrétta
800 krónur. Með kaffi á eftir fer slík
máltíð upp í 7.000 krónur.
Matseðillinn í Skrínunni er langur,
telur tæplega 50 rétti að samlokum og
hamborgurum meðtöldum. Þegar á
reyndi, voru sumir þessara rétta ekki á
boðstólum, svo sem við má búast, þegar
matseðlar eru of langir.
Með nokkrum fyrirvara er Skrínunni
gefið fjórir í einkunn fyrir matreiðslu og
sjö fyrir umhverfi og andrúmsloft.
Vegin meðaleinkunn staðarins er þrír.
Jónas Kristjánsson
sérkennilegur bauti, réttilega hrásteiktur
og meyr, en jafnframt alveg blóðlaus og
bragðdaufur. Á þessu fyrirbæri hef ég
ekki skýringu. Béarnaise-sósan var mjög
þykk og mjög feit, fremur óhugnanleg.
Verðið var 6.290 krónur.
ís
Vanilluís með perum og súkkulaði-
sósu var vel frambærilegur, þótt peran
!væri úr dós. Súkkulaðisósan var heit.
Verðið var 790 krónur.
Kaffi
Kaffið var bara gott. Það kostaði 390
krónur.
Verðhækkun
Þess ber að geta, að milli hádegis-
t næstu Viku:
Múlakaffi
14. tbl. Vikan 29