Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 48
Vikan og Neytendasamtökin
efnið komist að við sauminn við
sólann.
í öllum skóverslunum getið þið
fengið keypt vatnsvarnarefni,
eða silicon eins og flestir tala víst
um. Til eru fleiri tegundir og fer
það eftir því úr hvaða efni
skórnir eru hvaða tegund þið
þurfið að fá. Sum efni geta dekkt
liósa skó og þið þurfið að
spyrjast vel fyrir í versluninni
um hvaða tegund henti.
Berið skóáburð á skóna nokkru
eftir að þið hafið sett vatns-
varnarefnið á og jafnvel er gott
að bera tvisvar á.
Hvernig á að þurrka
skó?
Blauta skó og stígvél á að þurrka
við herbergishita. Aldrei við
heita ofna.
Ef saltrendur hafa komið á
skóna þurfið þið að þurrka þær
strax með votum klút. Nuddið
niður að sólanum en aldrei fram
og aftur. Troðið dagblaðapappír í
blauta skó og látið þá þorna
þannig.
Annars er góður siður að setja
alltaf skóhnall inn í skóna þegar
fariðer úr þeim. Þá halda þeir
betur lagi. Ef þið ætlið að halda
leðurskóm fallegum er þetta
besta ráðið, auk þess að hvíla
skóna og bera reglulega á þá
skóáburð.
Tiskan segir okkur að nú eigi
allir að vera á leðurstígvélum
sem séu svona og svona. Ekkert
tillit er þá tekið til þess að veður
eru válynd og hér á norðurhveli
jaröar er allra veðra von næstum
allan ársins hring.
Svona leðurstígvél, eins og hér
sjást á myndinni, eiga ekki mikið
erindi utanhúss hþr á okkar
landi. Það er bara í fegursta
veðri sem óhætt er að fara út í
svona skóm.
Vetrarskófatnaður á tvímæla-
laust að vera með gúmmísóla og
þola bleytu og snjó. Sumir
kaupa skó með leöursóla og ætla
sér svo að biðja skósmiðinn að
setja gúmmísóla undir. En það
er undir hælinn lagt hvort slíkt
heppnast. Ef sólinn er þunnur
getur svo farið að gúmmísólinn
geri skóinn óþjálan. Það er líka
hætt við að yfirleðrið þoli ekki
sterkari sóla og rifni.
upp á þessa þjónustu og aöstoð
sölumanns við að finna réttu
skóna.
Þegar þið kaupið nýja skó á
barnið ykkar skulið þið hafa í
huga að skórinn á að vera 10-15
mm lengri en fótur barnsins.
Skór sem er 5 mm lengri er
orðinn of lítill. Vandið alltaf val á
barnaskóm. Gefið ykkur góðan
tíma og farið ekki þegar mesti
annatíminn er í versluninni.
Barnið þarf tíma til að átta sig á
hvaða skó á helst að velja og eins
líklegt, að þeir sem við fyrstu
sýn falla því best í geð séu
einmitt þeir sem verst henta.
Birt f samráöi við Neytendasamtökin.
Þýð.: SH. úr RAd och Rön.
Rúskinnsskór
Skór úr rúskinni svonefndu eru
alltaf nokkuð vinsælir og hreint
ekki verri en venjulegir leður-
skór í okkar rysjóttu veðráttu.
En það er brýnt að vatnsverja þá
og munið að bursta þá alltaf
annað veifið með stífum bursta.
Það mun reynsla þeirra, sem
slíka skó nota, að þeir séu
endingargóðir og fari betur í
bleytu en t.d. venjulegir leður-
skór.
Annars er alveg sjálfsagt að
vatnsverja alla skó sem nota á
utanhúss. Rétt er að vatnsverja
skóna áður en þið byrjið að nota
þé og síðan helst einu sinni í viku
og alltaf eftir að þeir hafa lent í
bleytu. Gætið þess sérstaklega að
1 Barnið vex . . .
Barnsfótur vex frá 10 til 20 mm
á ári, allt eftir á hvaða aldri
barniðer. Fóturinn getur jafnvel
vaxið 15 mm á hálfu ári!
Foreldrar átta sig ekki alltaf á
hve ört fætur barnanna vaxa. Og
börnin ganga þar af leiðandi oft í
allt of litlum skóm. 1972 var gerð
rannsókn í Svíþjóð á 2000 börnum
og í Ijós kom að helmingur þeirra
gekk í of litlum skóm.
í öllum góðum skóverslunum á
að vera málstokkur þar sem
hægt er að finna nákvæmlega út
hvaða stærð hæfir barninu. Því
miöur er misbrestur á þessu hér
á landi en verslanir með virðingu
fyrir viöskiptavinum sínum bjóða
48 Vikan 14. tbl.