Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 14

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 14
Landið helga Pegar líður að páskum hvarflar hugurinn fremur en endranær til ísraels, atburðirnir sem þar gerðust, þjáning Jesú, dauði hans á krossinum og upprisa verða nærtækari. í anda hverfa' kristnir menn til Jerúsalem og allra þeirra staða sem orðnir eru að helgistöðum: Loftsalurinn, Antoníusarkastalinn, Via Dolor- osa, Golgata og hin tóma gröf. Ég hef farið í margar ferðir til Israels með ferðahópa og gengið með þeim þjáningarbraut Krists, leiðina sem hann gekk fyrir rúmum 1950 árum. Því miður eiga ekki allir þess kost að takast á hendur dýrt ferðalag til að feta í fótspor Jesú og því ætla ég, lesendur góðir, að leiða ykkur í anda um hinar helgu slóðir. Jerúsalem er mikilvæg borg fyrir þrenn trúarbrögð. Múhameðstrúarmenn, gyð- ingar og kristnir menn kalla hana borgina helgu. í augum múhameðstrúarmanna gengur hún næst Mekka að heilagleika þar sem þeir trúa því að Múhameð hafi horfið til himna á hvíta hestinum sínum frá Moríafjalli. Gyðingum er hún heilög vegna þess að Salómon konungur reisti musteri sitt á Moríafjalli um árið 1000 f. Kr. Og á Moríafjalli fórnaði Abraham lambinu forðum í stað ísaks sonar síns. Allir kristnir menn, sem koma til Jerúsalem, gefa sér góðan tíma til að ganga um hið forna musterissvæði, þvi einmitt þar stóð musterið sem Heródes lét reisa og stóð enn á dögum Jesú. Þar eyddi hann þremur dögum samfleytt, 12 ára gamall, í samræður við vitra menn og síðan hratt hann þar um borðum víxlaranna og sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið hafið gjört það að ræningja- bæli.” Nú á tímum eru páskar haldnir hátíðlegir á þrjá mis- munandi vegu í ísrael. Páskahald Samverja Samverjar eru lítið þjóðar- Séra Frank M Halldórsson: PÁSKAR brot, lítiö trúarsamfélag sem var til þegar á tímum Gamla testamentisins. Þeir telja Jerúsalem ekki helga borg en safnast saman á Garisimfjalli fyrir norðan borgina til 10 daga páskahalds. Þeir flytja með sér upp á fjallið allt sem á þarf að halda til hátíðarinnar. Æðsti presturinn stjórnar athöfninni og prestarnir aðstoða hann. Þegar fyrsta hluta helgisiðanna er lokið stígur æðsti presturinn upp á stein og les 12. kafla 2. Mósebókar, þar sem segir frá slátrun fyrsta páskalambsins í Egyptalandi: — Lambið skal vera gallalaust, hrútlamb eða hafurkið. Fjöldi fórnardýra er breytilegur og fer eftir því hve margar fjölskyldur taka þátt í páskamáltíðinni. Það á að vera nóg af kjöti handa öllum. Á meðan karlmennirnir slátra lömbunum á altarinu, sem er úr ótilhöggnu grjóti, upphefur fólkið lofgjörð til Guðs. Það klappar saman höndum og syngur gleðisöngva til að minnast þess að Guð deyddi Við Via Dolorosa er afar fjölbreyttur varningur á boðstólum. frumburðina í Egyptalandi. Það er mjög mikilvægt fyrir alla viðstadda að fá svolítið af’ blóðinu til að rjóða á enni sér og á dyrastafi heimila sinna. Nú á tímum eru það aðeins Samverjar sem slátra páskalambinu eftir gömlu forskriftunum. Páskahald þeirra á sér aldagamla hefð og þeir hafa að flestu leyti varðveitt siði Gamla testamentisins. Páskahald hjá gyðingum Á sama hátt og Samverjar fara í pílagrímsför til Garisim- fjalls fer fjöldi gyðinga á hverjum páskum upp til Jerúsalem. Þar safnast þeir saman til að tilbiðja Guð við Grátmúrinn en hann er það eina sem eftir stendur af musterinu sem Heródes lét reisa. Með þvi að safnast þarna saman á páskunum vilja þeir sýna samband sitt við musterið og staðinn sem það stóð á. Þá gleðjast þeir einnig eins og Samverjar yfir því að Guð lét þá hverfa úr þrælkuninni hjá Egyptum. Auk þess biðja þeir þess að þeir gyðingar sem í dag eiga í erfiðleikum víðsvegar í heiminum megi verða frelsaðir frá neyð og þjáningu. Allir sameinast í bæninni um að fá að vera í Jerúsalem á næsta ári. Páskahátíðin er fyrst og fremst heimilishátíð og er áminning til allra gyðinga um að þeir séu Guðs útvalda þjóð. Segja má að páskamáltíðin sé hápunktur ársins hjá þeim. Við máltíðina er notað sérstakt fat og maturinn á að minna á vissa þætti í sögu þjóðarinnar. Lambs- fótur til minningar um páska- lambið sem slátrað var. Egg sem með óendanlegu ummáli sínu minnir á eilífðina. Kryddjurtir minna á bitur örlög gyðinga í Egyptalandi og ávaxtamauk í skál á að líkjast steypuefninu sem gyðingar notuðu við byggingu hinna miklu mann- virkja fyrir Faraó. Þá er og á borðum saltvatn til að minna á tárin sem gyðingar felldu þegar þeir þræluðu í Egyptalandi. 14 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.