Vikan


Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 47

Vikan - 03.04.1980, Blaðsíða 47
Sviti og tár Þessir skór eru ósköp dapur- legir á að lita og sagt er að eig- andinn sé ósköp raunamæddur líka. Þetta eru leðurskór sem eru svona illa farnir vegna fótraka eigandans. Sagt er að sviti af fæti karls sé að meðaltali fimm senti- lítrar á dag. Það er eitt snaps- glas. Kona svitnar um 3 senti- lítra. Um helmingur fótrakans gufar upp meðfram opinu á skónum en leðrið í skónum sýgur hitt í sig. Ef þið notið sömu skóna dag eftir dag bætist auðvitaö alltaf við svitann sem fyrir var. Sýrur svitans gera skinnið hart og stökkt og að síðustu vill það springa. Hafiö skó til skiptanna. íþróttaskór í þróttaskór eru f jarska vinsæll skófatnaður hjá ungum jafnt sem öldnum en ekki eru allar gerðir hentugur skófatnaður. Þessi skófatnaður er alls ekki framleiddur með það í huga að gengið sé á honum við öll tæki- færi og næstum hvernig sem viðrar. Þetta verðið þið að hafa í huga og ekki reikna með því að íþróttaskór þoli óblíða veðráttu okkar lands. íþróttaskór eru svo vitaskuld eins og allur varningur afar misjafnir að gæðum og verðið segir ekki alltaf alla söguna. Látiðskóna aldrei þorna við mikinn hita og troðið þá upp með pappír meðan þeir eru að þorna. Skiptið oft um skó Ef hægt er ættuð þið að nota skóna annan hvern dag. Það er næstum sama hve vandaða skó við erum með, við megum ekki ofbjóða þeim. Það er líka nauðsynlegt að skipta um sokka daglega. Ef þið eruð mjög slæm af fótraka ættuð þið ekki að nota sokka úr gervi- efnum. Veljið ykkur bómullar- eða ullarsokka. Það er ekki óvitlaust að nota il- leppa til að verja skóna en þá mega þeir ekki vera úr gúmmíi. Og þegar skórnir standa í hillunni eiga lepparnir ekki að vera í þeim. Ef þú ert að hugsa um að nota illeppa þarf að athuga það þegar skóreru keyptir. Þaðgetur þurft að kaupa hálfu númeri stærra þeirra vegna. Það er mjög áríðandi að skórnir passi vel, skóstærðin sé rétt. Of þröngir skór auka á hættuna á fótraka. Skór á fullorðna ættu að vera 5 mm lengri en lengsta táin (það er vel að merkja ekki alltaf stóra táin sem er lengst!). Hrágúmmísólar Ef þið eruð á skóm með hrágúmmísóla þola þeir ekki að gengið sé í olíu eða bensíni. Sólarnir verða klistrugir og allt festist við þá. Sama gildir ef sólin nær að skína á sólana eða ef þiðsetjið þá við mikinn hita. Yfirleitt skemmist aðeins ysta lagið og skósmiðurinn getur bjargaö málunum. En samt getur svo illa farið að skórnir eyðileggist alveg. Það er gott að vita þetta ef þið skylduð eiga leið á bensínstöð með slíka skó á fótum. 14. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.