Vikan


Vikan - 03.04.1980, Síða 47

Vikan - 03.04.1980, Síða 47
Sviti og tár Þessir skór eru ósköp dapur- legir á að lita og sagt er að eig- andinn sé ósköp raunamæddur líka. Þetta eru leðurskór sem eru svona illa farnir vegna fótraka eigandans. Sagt er að sviti af fæti karls sé að meðaltali fimm senti- lítrar á dag. Það er eitt snaps- glas. Kona svitnar um 3 senti- lítra. Um helmingur fótrakans gufar upp meðfram opinu á skónum en leðrið í skónum sýgur hitt í sig. Ef þið notið sömu skóna dag eftir dag bætist auðvitaö alltaf við svitann sem fyrir var. Sýrur svitans gera skinnið hart og stökkt og að síðustu vill það springa. Hafiö skó til skiptanna. íþróttaskór í þróttaskór eru f jarska vinsæll skófatnaður hjá ungum jafnt sem öldnum en ekki eru allar gerðir hentugur skófatnaður. Þessi skófatnaður er alls ekki framleiddur með það í huga að gengið sé á honum við öll tæki- færi og næstum hvernig sem viðrar. Þetta verðið þið að hafa í huga og ekki reikna með því að íþróttaskór þoli óblíða veðráttu okkar lands. íþróttaskór eru svo vitaskuld eins og allur varningur afar misjafnir að gæðum og verðið segir ekki alltaf alla söguna. Látiðskóna aldrei þorna við mikinn hita og troðið þá upp með pappír meðan þeir eru að þorna. Skiptið oft um skó Ef hægt er ættuð þið að nota skóna annan hvern dag. Það er næstum sama hve vandaða skó við erum með, við megum ekki ofbjóða þeim. Það er líka nauðsynlegt að skipta um sokka daglega. Ef þið eruð mjög slæm af fótraka ættuð þið ekki að nota sokka úr gervi- efnum. Veljið ykkur bómullar- eða ullarsokka. Það er ekki óvitlaust að nota il- leppa til að verja skóna en þá mega þeir ekki vera úr gúmmíi. Og þegar skórnir standa í hillunni eiga lepparnir ekki að vera í þeim. Ef þú ert að hugsa um að nota illeppa þarf að athuga það þegar skóreru keyptir. Þaðgetur þurft að kaupa hálfu númeri stærra þeirra vegna. Það er mjög áríðandi að skórnir passi vel, skóstærðin sé rétt. Of þröngir skór auka á hættuna á fótraka. Skór á fullorðna ættu að vera 5 mm lengri en lengsta táin (það er vel að merkja ekki alltaf stóra táin sem er lengst!). Hrágúmmísólar Ef þið eruð á skóm með hrágúmmísóla þola þeir ekki að gengið sé í olíu eða bensíni. Sólarnir verða klistrugir og allt festist við þá. Sama gildir ef sólin nær að skína á sólana eða ef þiðsetjið þá við mikinn hita. Yfirleitt skemmist aðeins ysta lagið og skósmiðurinn getur bjargaö málunum. En samt getur svo illa farið að skórnir eyðileggist alveg. Það er gott að vita þetta ef þið skylduð eiga leið á bensínstöð með slíka skó á fótum. 14. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.