Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 5

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 5
París — París «L árið nítján hundruð áttatíu og eitt Veturinn er að vísu ekki lirtinn en samt er varla úr vegi að líta á þær hugmyndir sem franskir tískukóngar hafa gert sér um kvenmanns- útlit vorið nítján hundruð áttatíu og eitt. Útlit karl- manna virðist liggja milli hluta sem svo oft áður. Líklega má telja það höfuðatriðið í tískulínunni að hatturinn er kominn á sjónarsviðið á nýjan leik. Alis kyns höfuðföt eru í tísku, en hattarnir vinna á og ef til vill verða þeir jafnómissandi og á árunum í kringum síðari heimsstyrjöldina. Þessar myndir koma frá hinum fræga og franska Guy Laroche og hérlendis er hann einkum frægur fyrir ilmvötnin. Tískan verður sem fyrr frjálsleg og næstum allt er í tísku. Hans aðallitir þetta vorið verða Ijósgrár, hvítur, rauður og hermannalitirnir ásamt kakí- blæbrigðum. Bermúda- buxurnar verða ómissandi ásamt höttunum og á ° kvöldin eiga axlir helst að vera alveg berar. íslenskum konum til huggunar skal bent á að jakkar eru ekki ólöglegir og því má nota safarijakka til þess að hylja gæsahúðina. Mittið kemur nú aftur í Ijós eftir nokkurn feluleik og sama má segja um mjaðmirnar. Dragtirnar eru annaðhvort með þröngum pilsum eða bermúdastuttbuxum og undantekningarlaust þurfa hattur og belti að fylgja svoc rétti heildarsvipurinn náist. Kvöldklæðnaðurinn er svo með ýmsu móti en flest pils og kjólar til betri nota eru úr silkiefnum eða krep- blöndum. Sokkabuxur eru ° orðnar litmeiri en áður og greinilegt er að í Ijós á að koma að flestar konur hafa einhvers konar sköpulag. Þessi stefna gengur á margan hátt þvert á tísku fyrri ára og nú er að sjá hvort tekst að fá fjöldann til að fylgja hugmyndum tískukónganna um föt morgundagsins. 3. tbl. Vikan 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.