Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 36

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 36
Saga úr daglega lífinu Gísli var siður en svo sá maður sem mig hafði dreymt um. Hann var hvorki sérlega laglegur, hávaxinn eða herða- breiður og fjölskylda hans var hreint ekki neitt til að státa af. Gísli var líka næstelstur fjögurra systkina og virtist hafa jafnríka þörf fyrir athygli og ég. Svo að við áttum óneitanlega margt sameiginlegt. Við unnum bæði mikið, stunduðum námið af krafti með fullri vinnu og langaði bæði svo mikið til að sýna heiminum hvað í okkur bjó. Við urðum ástfangin. Ég var þó dálítið treg til að viðurkenna þá stað- reynd þar sem Gísli var svo langt frá því að líkjast draumaprinsinum, myndar- lega, ríka manninum sem ég ætlaði að nota til að vinna virðingu foreldra minna. En Gísli sótti fast á og þegar ég fann hvað hann var miklu betri og tillitssamari viö mig en nokkrir af þeim strákum sem ég hafði áður lagt lag mitt við fór ég að elska hann. Við opinberuðum og ég fór með hann heim til foreldra minna. Þar komu allir afskaplega vingjarnlega fram við hann en það var líka alveg greinilegt að engum fannst neitt sérlega til um hann. Ég var slegin út i þessu eins og öðru af systkinum mínum. 1 þetta skipti var það Árni. Hann var farinn að vera með dóttur þekkts lögfræðings og foreldrar mínir vonuðust fastlega eftir að það yrði eitthvað meira úr þvi. Þetta var líka óvenju lagleg stúlka og Gísli, sem var bara ósköp venjulegur strákur sem vann hjá tryggingarfélagi á daginn og stundaði nám í öldungadeildinni í frítíma sínum, var greinilega ekki mikils virði: í augum foreldra minna. Skop Mér skilst að hann sé talinn harðstjori á skrifstofunni. Heyrðu, kannski er best að þú sért á undan mér i röðinni. Ég ætla að taka út það sem þú leggur inn. Ég vildi ekki verða ástfangin af Gísla. Hann var svo langt frá því að líkjast draumaprinsinum, myndarlega, ríka manninum sem ég ætlaði að nota til að vinna virðingu for- eldra minna. Sem betur fór tók Gísli sjálfur ekkert eftir því hvað þau voru afskiptalaus við okkur. Hann kunni ágætlega við þau og skildi ekki hvers vegna mér lá svo oft illt orð til þeirra. Við Gísli fórum að búa saman og þegar okkur hafði tekist að ljúka stúdentsprófi giftum við okkur. Gísli vildi óður og uppvægur að við eignuð- umst barn. Ég var þvi mótfallinn, mig langaði til að ná lengra í starfinu, jafnvel fá eitthvað annað og betra. — Er ekki nóg fyrir okkur að ég hækki í tign, sagði Gisli. Honum hafði aldrei til fullnustu skilist hvaðég var metnaðargjörn. Hann hélt að ég mundi gleyma þvi þegar ég fengi mann og barn til að hugsa um. En mér gekk stöðugt betur við sölu- mennskuna. Mig langaði; ekki neitt til að gerast launalaus húsmóðir. Ég fékk enn eina kauphækkun en þegar ég sagði mömmu frá henni sagði hún bara: Ég skil ekki hvað þér finnst svona mikil- vægt við að pranga út þessu drasli. Svo kom loks að því að markaðurinn virtist mettaður. Mér gekk stöðugt tregar að útvega nýja viðskiptavini. Ég lagði enn harðar að mér og var oft yfir mig þreytt og taugaspennt. Að visu hjálpaði Gísli mér við heimilisstörfin. En hann vann lika mikið og var oft þreyttur. Heimilishaldið var þess vegna oft látið mæta afgangi. Ég fór aftur að nota vín til að geta slappað af frá eilífðarbrosinu og hressilegu fram- komunni sem ég varð að sýna viðskipta- vinunum. Brátt nægði mér ekki rauðvín. Ég var farin að fá mér viskisjúss þegar ég kom heim á kvöldin. Ég fór líka að drekka í laumi, hafði meira að segja vasapela með mér í vinnuna sem ég faldi í skrifborðs- skúffunni. Ég fann mér ótal afsakanir fyrir því aðfá mér sjúss. — Nei, þessi verslunareigandi var blátt áfram dónalegur við þig, sagði ég kannski við sjálfa mig. — Þér veitir ekki af því að fá þér einn lítinn til að jafna þig. Eða: — Þér hefur gengið óvenju vel að selja í dag. Þú átt sannarlega skilið að fá þér smáhressingu. Ég leitaði hvildar og huggunar í áfenginu. Auðvitað tók Gísli fljótlega eftir þvi sem var að gerast og þegar hann byrjaði að álasa mér fyrir það kom áfengið líka í staðinn fyrir ástina. Gisli var alveg furðanlega þolin- móður. Kannski of þolinmóður. Hefði hann tekið rækilegar í taumana á þessum fyrstu hjúskaparárum okkar hefði ég kannski ekki orðið svo háð áfenginu, ég hefði kannski ekki sokkið svo djúpt. Ég held að Gisli hafi skammast sín fyrir að viðurkenna að konan hans var á góðri leið með að verða drykkju- sjúklingur. Hann fann jafnvel sjálfur ótal afsakanir fyrir drykkju minni. Hann skellti allri skuldinni á vinnu mína og gerði allt sem hann gat til að fá mig til að hætta. Hans lausn á vandamálinu var barn. Ef ég eignaðist barn mundi ég neyðast til að gefa vinnuna upp á bátinn eða að minnsta kosti að fá mér eitthvað léttara að gera. Þá þyrfti ég ekki að leita styrks i áfenginu. Loks tókst honum að vinna mig á sitt band eða að minnsta kosti hélt hann það. Sannleikurinn var hins vegar sá að vinnuveitandi minn var farinn að taka eftir áfengislyktinni af mér og varaði mig við því að svona gæti þetta ekki gengið. Ég vissi að ég gat ekki lengur staðið mig í sölumennskunni án áfengisins svo að ég ákvað að hætta og láta að vilja Gisla. Skömmu seinna varð ég ófrisk. Ég hélt mér alveg frá sterkum drykkjum á meðgöngutímanum þar sem ég hafði lesið að slíkt væri fóstrinu hættulegt. Ég hélt meira að segja rauðvínsdrykkjunni nokkurn veginn í skefjum. En eftir að Lísa fæddist leið ekki á löngu þar til ég var farin að drekka aftur, jafnvel meira en áður. Mér leiddist að vera heima. Á meðan ég vann úti var ég þó ekki algjört núll í augum annarra. Nú fannst mér ég litil- sigldari en nokkru sinni fyrr og þorstinn jókst stöðugt. Ég drakk orðið hvað sem var. Oft var ég mætt fyrir utan ríkið á morgnana um leið og þeir opnuðu. Og þarna stóðr ég með barnavagninn innan um tötralega róna og skjálfandi betri borgara sem voru að bíða eftir afréttaranum sínum. Samt reyndi ég að telja mér trú um að ástandið væri ekki svo hættulegt. Ég gat hætt þegar ég vildi. Það stóð bara svo Ég leitaði hvíldar og huggunar í áfengi. Þegar Gísli tók að álasa mér fyrir það kom það líka í staðinn fyrir ástina. Stundum finnst mér eins og ég hafi lent á botninum í djúpum brunni þar sem ég lifi í einangrun, hædd og smáð. Samt er sjálfs- fyrirlitningin einna sárust.... illa á i dag. Áfengissjúklingur finnur ætíð afsakanir fyrir drykkju sinni og þar var ég heldur engin undantekning. Ég hætti að hirða um Lísu og allt sprakk I loft upp heima. Gísli kom að mér sofandi þegar hann kom heim úr vinnunni en Lísa lá og grenjaði í renn- blautri bleyjunni. Hann talaði alvarlega við mig en ég neitaði enn að horfast í augu við veruleikann. Ég hafði bara fengið svo mikinn höfuðverk þennan dag. Þetta skyldi ekki koma fyrir aftur. — Þú verður að leita hjálpar, sagði Gísli. — Sérðu ekki hvernig þú litur út? Þú ert hætt að hirða um útlit þitt og hendur þínar titra. Þú verður að fara í afvötnun. — Þú segir þetta bara af því að þú vilt losna við mig, sagði ég og fór að gráta. — Þú ert auðvitað búinn að finna þér einhverja aðra. Ég var sjúklega afbrýðisöm. Útliti mínu hafði stórhrakað siðan ég hætti að hirða mig almennilega. Auðvitað var Gísli búinn að ná sér í einhverja nýja og beið bara eftir að losna við mig! En hann skyldi aldrei fá mig út af heimilinu, að minnsta kosti ekki af fúsum vilja. Auðvitað gafst Gísli upp. Hann flutti að heiman með Lísu og sótti um skilnað. Nú eru tvö ár siðan hann fór. Stundum finnst mér eins og ég hafi lent á botninum I djúpum brunni þar sem. ég lifi I einangrun, hædd og smáð. Samt er það sjálfsfyrirlitningin sem er einna sárust. Mig dreymdi svo stóra drauma en endaði sem fyrirlitleg utangarðs- manneskja. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég hef dregið fram lifið í þessi tvö ár. Ég held engri vinnu til lengdar. Ég hef reynt að hætta að drekka en aldrei komist lengra en að halda mér þurri i viku. Oft hefur mér legið við sjálfsmorði. Ég veit að eina von mín er að leita til samtaka eins og AA eða SÁÁ, en innst inni veigra ég mér við því. Ég er svo hrædd um að ég sé of djúpt sokkin og allt sæki í sama farið á ný. Ég þori ekki einu sinni að heimsækja dóttur mína. Ég vil ekki að hún sjái hvernig ég er. Samt er hún það eina sem heldur lífslöngun minni við. Hennar vegna verð ég að leita hjálpar — hvernig sem það svo fer. m 36 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.