Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 34

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 34
Ég drekk — af því ég þoli ekki sjálfa mig Eg er ofdrykkjukona. Fólk bregst á ýmsan hátt við því ef karlmaður misnotar áfengi: Það gerir góðlátlegt gys að honum, finnur afsak- anir fyrir hegðun hans, vinir hans hjálpa honum og styðja hann. Tilheyri hann efri þrepum þjóðfélagsstigans er reynt að halda ofnotkun hans leyndri eins lengi og unnt er. Svo lengi sem hann stundar vinnu sina nokkurn veginn og lendir ekki í steininum fyrir fyllirí reynir bæði eiginkona hans og hann sjálfur að telja sér trú um að honum sé óhætt. Honum tekst jafnvel að drekka sig i hel án þess að sannleikurinn komi i Ijós. Þegar hann deyr vegna ofnotkunar á áfengi er sagt að dánarorsökin hafi verið hjartaslag eða æðakölkun. Lífið er ekki eins auðvelt fyrir konu sem verður bakkusi að bráð. Hún mætir fyrirlitningu, lendir fljótt utangarðs, fjöl- skyldan fyrirverður sig fyrir hana og svíkur hana. Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér. Foreldrar minir voru dæmigerðir smá- borgarar. Pabbi var bankafulltrúi, mamma var húsmóðir, en tók drjúgan þátt i félagsstörfum. Hún var metnaðar- gjörn, miklu metnaðargjarnari en pabbi. Hún var formaður kvenfélagsins í sókninni, hún var meðlimur í stjórn- málaflokki og sat þar i ótal nefndum. Hún lagði ríka áherslu á að umgangast bara „rétta" fólkið. Vinir hennar urðu annaðhvort að vera vel efnaðir eða vel menntaðir, helst hvort tveggja. Pabbi gerði oft góðlátlegt grín að því hvað hún var snobbuð en innst inni var hann henni áreiðanlega sammála. Ég var næst elst i hópi fjögurra syst- kina. Elsta systir min var regluleg fegurðardrottning, bróðir minn, sem var tveimur árum yngri en ég, kom heim með skólaverðlaun á hverju vori, yngsta systir min hafði ótvíræða hæfileika á sviði tónlistar. Auk þess var hún með undurfallegt, koparrautt hár. Það var svo sem ekkert út á mig að setja heldur. Samanborið við aðrar stúlkur á mínum aldri var ég vel í meðal- lagi gefin og hafði snotra söngrödd. En það hafði litið að segja. Ég var samt sem áður síst allra systkinanna og fékk snemma minnimáttarkehnd. Þegar foreldrar mínir buðu heim fólki eða fjölskyldan kom í heimsókn voru það alltaf systkini mín sem drógu að sér alla athyglina. Það var næstum eins og ég væri ósýnileg. Enginn spurði eftir mér, enginn lét í ljósi neina sérstaka ósk um að sjá mig. Það virtist einnig sjálf- sagður hlutur að ég væri notuð í eldhús- störfin. Systkini mín þurftu aðeins að vera gestunum til ánægju. Ég varð bæði bitur og öfundsjúk. Ég gerði mér að vísu ekki fulla grein fyrir því á meðan ég bjó heima. Hefði einhver spurt mig hvort ég væri hamingjusöm þegar ég var táningur hefði ég sjálfsagt svarað því til að ég væri mjög hamingju- söm og lifði óvanalega samstilltu fjöl- skyldulifi. En ég var bitur og þjáðist af löngun til að skara fram úr á einhvern hátt. Ég hafði ekki mikla von um að standast samkeppni við Elínu hvað fegurð snerti. Og tónlistargáfu Betu hafði ég heldur ekki. Mér hefði líka átt að vera Ijóst að ég gat ekki keppt við Árna um hærri einkunnir. Samt var þaðeinmitt þaðsem ég gerði. Ég lagði hart að mér við lestur- inn til að sýna að ég ætti líka gott með að læra. Landsprófið mitt var langt yfir meðallagi en samt ekki nógu gott til að neinn tæki eftir því hversu vel ég hafði stundaðnámið. Mig langaði til að halda áfram í menntaskóla en pabba fannst það alveg óþarfi. Hann kostaði mig í gegnum tvo fyrstu bekkina í verslunarskólanum og útvegaði mér svo vinnu í bankanum sem hann vann í. Ég var orðin átján ára og mér fór að skiljast að það yrði aldrei neitt úr mér á meðan ég byggi heima. En hvert átti ég að fara? Foreldrar mínir máttu ekki heyra á það minnst að ég flytti að heiman. Að þeirra mati var ég of ung og heimsk til að sjá um mig sjálf. Ég varð ástfanginn. Hann hét Ásgeir og pabbi hans var lyfsali. Hann var þremur árum eldri en ég, laglegur og sjálfsöruggur. Hann hafði verið það sem fólk kallar ódæll unglingur, allir vissu að hann var farinn að keyra ameríska kaggann hans föður sins löngu áður en hann fékk ökuréttindi og 17 ára gamall gerði hann jafnöldru sína ólétta. En allt þetta gerði hann bara enn meira aðlaðandi i mínum augum. Mér tókst svo sannarlega að vekja á mér athygli fyrir að vera i slagtogi með Geira. En ekki á þann hátt sem fjöl- skyldan hefði kosið. Ég tók nefnilega þátt I öllum hans brekum, reyndi að Lífið er erfiðara konu sem verður bakkusi að bráð. Hún mætir fyrir- litningu og lendir fljótt utangarðs. standa honum hvergi að baki. Jafnvel ekki í drykkju og óknyttum. Við fórum fljótlega aö sofa saman og ég ímyndaði mér að ég elskaði hann. Ég skildi ekki að hann var bara að nota mig, honum var í rauninni nákvæmlega sama um mig. Það eina sem hann sá við mig var það hvað ég var leiðitöm. Hann gat fengið mig til að gera hvað sem honum sýndist. Það var þó ekki það versta. Nei. það versta var að hann kenndi mér að drekka. Það ríkti síður en svo neitt áfengis- bann á heimili mínu en þar fór aldrei neinn yfir strikið. Mamma var sólgin i létt vin og pabbi gat ekki hugsað sér að borða sfldarrétti án þess að fá sér snabba Mig langaði svo til að skara fram úr á ein- hvern hátt. En ég hafði ekki mikla von um að standast sam- keppni við systkini mín. með. Við systkinin fengum að smakka á léttu vini eftir að við urðum fimmtán ára, en aðeins við hátíðleg tækifæri. Báðum foreldrum mínum fannst fyrir- litlegt að drekka sig fullan. Slíkt gerði ekkert almennilegt fólk. Þeir sem ekki höfðu stjórn á drykkju sinni voru bara karakterlausir aumingjar og máttu kenna sjálfum sér um ef illa fór. Ég man enn þegar ég kom heim undir áhrifum í fyrsta sinn. Við Geiri höfðum skipt með okkur rauðvínsflösku heima hjá honum. Það er að segja, hann drakk bróðurpartinn en þar sem ég var svo óvön vindrykkju þurfti ég ekki mikið til að finna á mér. Mér leið illa og ég vildi fara heim. Mamma og pabbi sátu og horfðu á sjónvarpið. Þau voru nýbúin að fá það og misstu varla af neinu. — Þeir eru að sýna mynd um Alaska, sagði mamma. — Merkilegt hvað maður veit í rauninni litið um önnur lönd. Viltu ekki koma og horfa? — Nei, ég ætla að fara að sofa, svaraði ég. — Mér líður ekki vel. Ég slagaði dálítið og það var nóg til þess að mamma þaut upp úr stólnum. Hún gekk til mín og lagði höndina á enni mér til að athuga hvort ég hefði hita. Þá fann hún vínlyktina af mér. — Þú ert drukkin, hrópaði hún upp yfir sig. — Ég drakk bara fáeina vínsopa, sagði ég. — Vin? Á þínum aldri. Hvar fékkstu það? Brátt var yfirheyrslan i fullum gangi. Bæði pabbi og mamma urðu mjög æst og ekki róuðust þau þegar þau heyrðu með hverjum ég hafði drukkið vínið. — Sá þorpari, tautaði pabbi. Mér var harðbannað að hitta Geira framar og sagt að fara í rúmið. Auðvitað ætlaði ég aldrei að hlýða foreldrum mínum. Nú var meira að segja svo komið að ég gerði viljandi allt öfugt við það sem þau sögðu jafnvel þó mér fyndist þau hafa rétt fyrir sér. Ég var þó ekki sammála þeim í þetta skiptið. Það gat ekki verið rétt að banna stúlku að hitta piltinn sem hún elskaði. Ég var átján ára, sá fyrir mér sjálf og átti fullan rétt á því að fá mér vínsopa ef mér sýndist. En fjórum mánuðum seinna fékk ástarævintýrið með Geira bráðan endi. Hann fór að slá sér upp með Betu systur minni og hún féll fyrir honum. Henni þótti afar leiðinlegt að taka hann frá mér en eins og svo margar aðrar rómantiskar stúlkur á þessum tíma var hún alveg viss um að við ástina fengi enginn ráðið. — Þú verður að skilja að ég elska hann. hvislaði Beta þegar hún kom heim eftir fyrsta leynilega stefnumótið við Geira. — Ég fæ ekkert við það ráðið. Hún var ekki nema 16 ára og augu hennar ljómuðu. Hún var svo hamingju- söm yfir að hafa uppgötvað ástina að hún hló 1 gegnum tárin. Hún faðmaði mig að sér og bað mig að fyrirgefa sér. — Ég verð að fylgja honum. sagði hún viðmig í trúnaði. Ég var sjálf enn ástfangin af Geira og þessi órð hennar særðu mig svo að mig langaði til að æpa. Eða draga hana á hárinu og kalla hana öllum illum nöfnum. En auðvitað gerði ég ekkert af þessu. Ég ýtti henni bara frá mér og hvæsti: — Þú skalt ekki ímynda þér að hann elski þig. Það er bara eitt sem hann er á höttunum eftir. Og þegar hann hefur fengið það hendir hann þér frá sér. Svona er hann. Svona eru allir strákar. Hann elskar mig. Kannski hafði hún rétt fyrir sér. Þau voru saman í tvö ár og þegar Beta varð ólétt giftu þau sig. Og nú eiga þau einbýlishús, bíl, sumarbústað og þrjú böm. Hvort þau eru hamingjusöm veit ég ekki því ég heyri næstum aldrei neitt 34 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.