Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 62

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 62
Sykursýki Elsku Póstur. Þetta er ífyrsta skipti sem ég skrifa þér. Ég vona að þú viljir birta bréfið og vona að Helga sé södd þegar bréfið kemur. Ég er ekki í ástarvanda eins og svo margar aðrar. Svona er vandamálið. Ég fékk sykursýki þegar ég var 13 ára. Þetta hefur varað í 3 ár og nú er ég orðin 16 ára og ég er að verða vitlaus og get ekki annað en framið sjálfsmorð. Eg þarf alltaf að vera að sprauta mig. Það er óþolandi. ofsalegt vesen. Eg má ekki drekka vín en mig langar svo mikið til þess þegar aðrir krakkar fara að skemmta sér. Þá fæ ég aldrei annað en fresca ogsykurlaust pepsi. Ég laumast oft lil að kaupa mér gott með sykri í en ég má það ekki. Þegar égfer út með krökkum þá kaupa þau gott og mig langar svo í en sykurlausa gottið er frá útlöndum og er dýrt að fá það hingað. Hvernig væri nú að íslensku sælgætis- verksmiðjurnar hæfu framleiðslu á sykurlausu sœlgæti? Það væri mörgum svkursjúkum mikill léttir og myndi spara nóg ef það væri bara svolítið ódýrara. Jæja, nú verð ég að hætta. Blessaður birtu bréfið. Og þá þökk fyrir birtinguna. Bæbœ. Ein með svkursýki Pósturinn finnur mjög til vanmáttar síns gagnvart vanda- máli þínu. Það er skiljanlega fjarska erfitt að sætta sig við að geta ekki lifað eðlilegu lífi vegna sjúkdóms eða annarrar fötlunar. Reyndu engu að síður að líta á jákvæðu hliðar málsins. Lyfið (insúlín) sem þú þarft að sprauta þig svo oft með gerir þér einmitt kleift að fara i skólann, umgang- ast félagana og i stuttu máli sagt; lifa lífinu. Áður en insúlinið kom til sögunnar var sykursýkin mun skelfilegri sjúkdómur en nú er. Pósturinn vill benda þér á að í Reykjavík eru til samtök sykur- sjúkra. Þangað skaltu leita hafir þú ekki þegar gert það. Símanúmer samtakanna er i simaskránni. í þessum samtökum er fólk sem hefur við sams konar vandamál að stríða og getur veitt þér siðferðilegan stuðning. Pósturinn vill taka undir áskorun þina til íslensku sælgætisverksmiðjanna um að hefja framleiðslu á sykurlausu sælgæti. Til viðbótar mætti bæta við áskorun til yfirvalda að ráðstafanir verði gerðar til að lækka verð á sætindum fyrir sykursjúka þannig að þeir sitji við sama borð og aðrir hvað þetta varðar. Hin fullkomna getnaðarvörn karlmannsins Góðan daginn. Einu sinni var . . . (hí, hí). Okkur langaði að koma á fram- færi mikilvægri raunvísri spurningu um hina fullkomnu getnaðarvörn karlmannsins: A) Hvort og hvenœr þá slík getnaðarvörn sé væntanleg hérlendis? B) Ef svo vildi til að hún sé komin á markaðinn án vitundar okkar hvernig hægt væri að komast í tæri við slíkt undralyf? Ef svo illa vildi til að Helga vœnti einhvers í sarpinn þá hefur hún ekkert vit á þessum málum og það síður á líffræði- legum grundvelli. Siggi og Magga í Reykjanesskóla v/Djúp. Hvað er svona fyndið? Pósturinn er alveg grútspældur að fá ekki að heyra meira. En hvað um það. Til eru tvær fullkomnar getnaðarvarnir karlmannsins. Hvorug er beinlínis á markaði og sjálfsagt fellur ykkur hvorug í geð. Sú allra öruggasta og fyrirhafnarminnsta er að ganga í kynlífsbindindi. Hin aðferðin er að láta gera á sér ófrjósemisaðgerð. Hún felst í því að skorið er á sæðisleiðarana. Um aðrar fullkomnar getnaðar- varnir fyrir karlmenn er Póstinum (sem er þó fjölvitur) ekki kunnugt um. Lengi hafa staðið yfir umfangsmiklar tilraunir bæði austan hafs og vestan til að framleiða örugga pillu fyrir karlmenn, en af þeim er því miður ekki neitt nýtt að frétta. Feitt hár Elsku Póstur. Vandamálið sem ég ætla að biðja þig að levsa, elsku besti Póstur, er að ég er með svo ferlega feitt hár. Til dæmis þarf ég að þvo hárið á mér næstum því á hverjum degi. Þetta er mjög spælandi því ég er með fremur fallegt hár og vil hafa það frekar sítt. Gefðu mér nú gott ráð. Bless. Bíbí. Hafa ber i huga að feitt hár stafar ekki síst af „innri” ástæðum. Fituframleiðslu hár- svarðarins er stjórnað af líkam- anum og oft getur verið erfitt að átta sig á hvað veldur offram- leiðslunni. Vandaðu mataræðið. Slepptu feitum mat, sælgæti og kökum og minnkaðu við þig mat sem inniheldur olíu. Daglegur hárþvottur skaðar ekki hárið ef notað er milt sjampó fyrir feitt hár. Mikið nudd á hársverðinum getur örvað fitumyndun. Nuddaðu því varlega og ekki of mikið. Vatnið má ekki vera of heitt. Mild hárnæring fyrir feitt hár er ágæt til notkunar að loknum þvotti. Skolaðu næringuna vandlega úr á eftir. Þeir sem eiga við þetta vandamál að stríða ættu að eiga í fórum sínum svokallað þurrsjampó. í neyð getur verið ágætt að grípa til þess og má þá oft fresta hárþvotti um einn dag. Ótrygg vinkona Elsku ómissandi Póstur. Nú verð ég að spyrja þig ráða. Um daginn heimsótti ég vinkonu mína sem á heima í bæ, en ég á heima í sveit (ég gisti hjá henni). Um kvöldið var hún alltaf að tala við ein- hverja vini sína í síma eða þá að þeir komu til hennar og ég mátti ekki heyra neitt. Seinna um kvöldið sagðist hún aðeins ætla út í sjoppu. Þá var klukkan rúmlega 9 en svo birtist pæjan ekkifyrr en klukkan I og kom þá með svakalega afsökunarbeiðni og lygasögur um það hvar hún hefði verið. En þá var ég búin að frétta að hún hefði verið í partíi og það var alveg pott- þétt. Áður, eðafyrir um einu eða tveimur árum, stal hún frá mér svolitlu sem ég safna og hún líka. Einnst þér þetta ekki ómerkileg manneskja ? Á ég að hætla að vera með henni? Eg vona að þú látir Helgu ekki éta þetta bréf fyrr en þú ert búinn að svara því — og þá má hún bryðja. Bæ, bæ. Ein _ P.S. Egfyrirgef henni aldrei að hún skyldi stela frá mér. Svarið fer að sjálfsögðu eftir því hversu góðar vinkonur þið eruð. Ef þetta er mjög góð vinkona þin sem þú hefur þekkt lengi ætti að vera hægt að ræða málið við hana. Ef til vill hefur hún eitthvað sér til málsbóta sem þú getur fyrirgefið. Alltaf ber eitthvað út af í samskiptum fólks en því má yfirleitt kippa í lag með góðum vilja. Þið virðist búa nokkuð langt hvor frá annarri. Það gæti átt sinn þátt í því að vinátta ykkar er farin að dofna. Nýir vinir og ný áhuga- mál eru komin til sögunnar. Pósturinn dregur þá ályktun af bréfi þínu að einhver þreyta sé komin í sambandið og að vel gæti komið til greina að þú hættir því alveg. Líklega hefur þú sömuleiðis eignast nýjar vinkonur. En Póstinum finnst rétt að undirstrika að þú sjálf verður að vega og meta gildi vináttunnar og taka ákvörðun. Eins og þú sérð hafði Helga ekki lystábréfinu. Strákurinn talar ekki við mig síðan Kæri Póstur. Mér finnst Vikan góð en Pósturinn ber af. Eg hef aldrei skrifað þér áður og vona því að þú svarir mér. Eger 16 ára og ekki byrjuð á túr. Er það eðlilegt? Þannig 62 Vlkan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.