Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 15

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 15
Dagur í lífi Óla H sem ekkert þekkir til hans. Þess vegna verður að breyta sjónvarps-Palla. sem einu sinni gat allt i umferðinni, í ósköp venju- legan Palla, því hann Binni bankastjóri er alveg vonlaus arftaki. Hann er ekki einu sinni krakki. Það þýðir ekkert að segja krökkunum að taka sér banka- stjóra úti í bæ sér til fyrirmyndar i umferðinni, þau gætu tekið upp á því að segja, ,já, en hann er fullorðinn,” eða eitthvað þvi um líkt. Umferðarmerkjum hefur lika fjölgað stórlega og útbúa þarf ný verkefni. Orðskviðir Salómons og Óli H. Margrét er farin og lagt er á ráðin með það sem eftir er dagsins. Ljóst er að hann er talsvert þéttskipaður. Hádegið notar Óli til að skreppa niður í útvarp og finna til plötur í Vikulokin, en klukkan 5-7 verður hann með slökkviliðs- mönnum að taka upp kafla í þáttinn. Þá er gott að vera búinn að finna plöturnar sem til þarf meðefninu. „Gestabókin," segir Óli við gesti sína áður en haldið er af stað. „Ég læt fólk stundum skrifa i hana til gamans.” Gestabókin er hlaðin spakmælum úr Orðskviðum Salómons og auðvitað er spennandi að sjá hvaða speki hefur lent á deginum hans Óla. Hér er nefnilega skrifaðá afmælisdaga en ekki í timaröð. „Sál letingjans girnist og fær ekki, en hinna iðnu mettast ríkulega," stendur við dagsetninguna 5. febrúar. og þar hefur Óli H. Þórðarson skrifað nafnið sitt. Óli H. ætti að geta litið á uppskeruna því sjálfsagt yrði umsókn hans I hóp hinna lötu snarlega hafnað. 12.45 Utvarpshúsið við Skúlagötu er reyndar hús Fiskifélagsins. En á 4„ 5. og 6. hæð kúrir Ctvarp Reykjavík. Á 6. hæð er Óli H. farinn að hugsa til hreyfings eftir að hafa fundið til heppilegar plötur í þáttinn þeirra Vikulokafólks. Þarna á hæðinni er ys og þys, Jón Múli er kominn í frakkann og með hlýlega húfu og er að fara. Svavar Gests fer fagmannlegum höndum um spjaldskrána. Óli H. virðist fastur milli tveggja voldugra útdreginna skápa, en þegar betur er að gáð er hann bara að ná sér í plötu í viðbót. Starfsfólk tónlistardeildarinnar er á ferðinni, Knútur R. Magnússon situr með eyrnaskjól, athugull á svip. Skyldi hann vera að fá næði til að hugsa eða hljómar kannski ný hljómsveitar- útsetning á niundu sinfóniunni í eyrum hans? I þröngum húsakynnum tónlistardeildarinnar. Óli heilsar og kveður á báða bóga. Hann er kominn fram, hittir fyrir Guðna Kolbeinsson. „Ég tek undir áskorunina til þín, sem var i Dagblaðinu,” segir Óli. „ég vona að þú ætlir ekki að gera alvöru úr þvi að hætta.” Fleiri taka í sama streng, en Guðni andmælir. Smáspjall og svo er haldið niður stiga. Næst á dagskrá er stefnumót við Guttorm Þormar verk- fræðing, en hann hefur umsjón með gatnakerfi borgarinnar. „Mikilvægt er að eiga gott samstarf við mennina sem hafa framkvæmdavald, þvi Umferðar- ráð og starfsmenn þess er aðeins ráðgef- andi,” segir Óli. „Guttormur er einn þeirra." Gatnamót til athugunar Óli og Guttormur hittast auðvitað á þeim stað sem er til umfjöllunar að þessu sinni. Það eru gatnamót Stjörnu- grófar og Bústaðavegar við enda Soga- vegar. Þeir spjalla saman, skoða aðstæður og hugleiða hvað sé best til úrbóta. Gaddurinn úti fyrir fær lítiðá þá og áhuginn á efninu er meiri en einn kuldaboli fær unnið á. Svona geta úrbætur í gatnakerfi Reykjavíkur einmitt átt sér stað. Óli er kunnugur á þessum slóðum, hann býr einmitt i Foss- voginum. Stundum fær hann ábendingar utan úr bæ og kemur þeim sem þarflegastar eru á framfæri við rétta aðila. Hann veit hverjir þessir réttu aðilar eru. Símarnir, bréfin, skilaboðin, gestimirl Þegar komið er aftur á skrifstofuna bíða skilaboð frá Helga E. Helgasyni á sjónvarpinu. Óli á að hringja i hann. Það er ekki langt samtal, síðan hringir síminn og enn hringir. Óli er kominn I tvo síma áður en hann veit af. Gesti ber að garði en hafa stutta viðdvöl og næsta heimsókn er innan- húss. Guðmundur Þorsteinsson rekur inn nefið, en þá er Óli kominn í símann, það er prentsmiðjan, litaval á umferðar- leiðbeiningum er rætt. Guðmundur reynir aftur en nú er Óli kominn í tvo sima. „Svona er það oft,” segir Guðmundur og dæsir. Nú er öðru simtalinu lokið og Óli fer að tala við jsann sem beið. Það verður langt símtal. Enn reynir Guðmundur að líta inn en snýr aftursem fyrr. Óli leggur tólið frá sér. „Það er oft hringt i okkur utan úr bæ. Stundum hefur fólk séð eitthvað sem það vill gera athugasemd við, akstursmáta eða aðstæður.” I sumum tilvikum er hægt að gera eitthvað í málunum, ef aðstæður eru til umræðu. „Svo þarf fólk að geta talað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.