Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 29

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 29
Þýðandi: Anna hann gat. Og það gekk prýði- lega því hann var ekkert að saga með vélsög eða hrufla fingurna á hamrinum. Svo fór að lokum að hann gat látið tæta grisjuna af tánni. Klukkutíma síðar stóð hann í dyrunum á litla kontórnum þar sem meistarinn sat. — Nú hef ég meitt mig enn einu sinni, meistari, sagði hann og rétti fram alblóðuga höndina. Ég skar mig á heflinum. Það er vist voða alvarlegt í þetta skiptið. — Ertu með öllum mjalla, drengur, sagði meistarinn og leit á höndina á Sveini Áka. — Farðu á stundinni á slysavarð- stofuna. — Sveinn Áki flýtti sér af stað. Meistarinn ýtti húfunni aðeins fram á ennið og klóraði sér í skallanum með tommu- stokknum, hugsandi á svip. — Það er merkilegt með þennan dreng, tautaði hann og horfði á eftir Sveini Áka, meðan hann var að læra kom aldrei neitt fyrir hann. Nú veit ég ekki hvernig hann fer að þvi að vera alltaf að slasa sig. Sveinn Áki kom aftur af slysavarðstofunni með höndina í fatla og í heila viku varð hann að saga með vinstri hendinni. Síðan fór hann aftur á slysa- varðstofuna, til að láta taka sauminn og skipta um umbúðir, og þá gat hann aftur sagað með hægri hendi. Hann var næstum búinn að losa sig við vinstri þumal- puttann næst þegar hann kom inn til meistarans. — Nei, fjandakornið, nú verðurðu að fara að hætta þessu, sagði meistarinn og sót- bölvaði. — Þetta gengur, fjandinn fjarri mér, ekki öllu lengur. Ertu hrjótandi í vinn- unni eða hvað? Sveinn Áki fullvissaði hani, um að hann hefði verið glað- vakandi í vinnunni og svo hoppaði hann upp á skelli- nöðruna og keyrði upp á slysavarðstofuna. Nokkrum dögum síðar var hann að hlaða heftibyssu og enn fór eitthvað úrskeiðis. í þetta sinn var litli- fingurinn fórnarlambið. Hann vafði vasaklútnum sínum um sárið og flýtti sér til meistarans. — Ég verð að fara á slysó, sagði hann, byssan sveik! Áður en meistarinn náði að gera nokkuð af sér var Sveinn Áki horfinn. Þegar hann kom aftur kallaði meistarinn hann aftur inn til sín. — Þetta gengur ekki lengur, sagði hann. Ég get ekki látið þig komast upp með að vera hér að saga fingur og tær af þér annan hvern dag. Héðan af heldur þú þig fjarri öllum vélum og verkfærum. Þú getur sorterað spýtur í lengdir uppi á lofti og þú verður við það þangað til þú lærir að umgang- ast vélar aftur. Það var kannski einhver glóra í því að láta Svein Áka halda sig fjarri vélsögum, heflum og hömrum i smátíma. Sveinn Áki fór að flokka timbur. Daginn eftir burðuðust tveir smiðanna með hann á milli sín inn á litlu skrifstofuna hjá meistaranum. — Hvað er nú að? sagði hann hryssingslega. — Hann datt niður stigann, sagði einn smiðurinn. — Ég er hræddur um að hann hafi handleggsbrotnað. — Drífið hann á slysa- varðstofuna! Nei, hinkrið aðeins, ég skal keyra hann. Það er eitthvað bogið við þetta allt saman, hvað sem það nú er. Meistarinn kom Sveini Áka fyrir í bílnum sínum og þeir lögðu af stað á læknisfund. — Hann hefur brotnað um liðinn, var úrskurður læknisins, eftir að hann hafði litið á Svein Áka. Farið með hanr. inn til hjúkrunar- koi .mar og látið hana búa um brotið. Sveinn Áki hvarf inn í herbergið við hliðina á og þar tók ung og falleg hjúkrunar- kona á móti honum með ljómandi brosi. Hún flýtti sér að loka dyrunum á eftir honum og fleygði sér í fang hans. Sveinn Áki leit hugsandi upp. — Við getum ekki haldið áfram að hittast svona, meist- arann er farið að gruna að ekki sé allt með felldu með þessi smáóhöpp mín!! Skop Pabbi vaknaði pirraður enn einu sinni, mamma. krjúpa eins oft og ég. 3. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.