Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 21

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 21
Smásagan konu sinni, henni frú Guðrúnu Brands, mig að gjöf. Ég man enn hve innilega hún kyssti mann sinn fyrir mig. Mikið sem litlu dóttur þeirra, Betu, langaði til að fá mig. Það var varla að madame Jónsson tímdi því. L SL< f.v » *> — þara aðeins. Mér var valinn staður í kistunni með spari- peysufötunum. Ég var ætíð ómissandi þegar þau hjónin þurftu að vera við jarðarför. Þegar Páll Jónsson var í landi og sagði við konu sína: ,,Við verðum að fylgja á morgun, Gunna mín,” vissi ég að húsmóðir mín tæki mig og skartaði með við jarðarför. Hún húsmóðir mín þekkti svo mikið af dánu fólki. Mér þótti skemmtilegra við jarðarfarir en í gestaboðum. Við jarðarfarir hitti ég mörg, mörg sjöl, en ég verð að segja að þessi íslensku ullarsjöl hafa allt of stutt kögur og allt of gróft fyrir minn smekk. Ég sá hvernig hinar konurnar horfðu á mig, er ég féll yfir herðar húsmóður minnar — án þess að ég sé neitt að gorta. Það er svo fjarri mér. Það er dálitið leiðinlegt að íslendingar kunna ekki að segja rétt „voile” (þeir segja vojl, en það á að segja vú-all). Mér sárnaði eða ég varð að brosa að því, þegar frúrnar spurðu hvort ég væri úr vojli, ég sem er úr ekta pure silki voile. Þannig liðu árin hvert af öðru, meðan mín ástkæra húsmóðir lifði. Mér þótti ákaflega leitt að vera svo ekki við jarðarför húsmóður minnar, frú Guðrúnar Brands, þegar hún dó. En það varð ekkert við því gert. Dætur þeirra Guðrúnar og Páls skiptu með sér arfinum er þeim féll í skaut. Ég vissi að undir niðri vildu allar systurnar eiga mig. Það var af einskærri hógværð að þær rifust ekki um mig heldur sögðu hver við aðra: ,,Vilt þú ekki sjalið hennar mömmu?” Ég kom í hlut Betu. Hún er líka elst. Hún Beta valdi mér stað á gamla hægindastólnum, sem var farinn að slitna. Hún vildi auðvitað ekki hafa mig niðri í kistu þar sem enginn gat notið fegurðarminnar. alltaf við skápsfélaga mína sem jafningja. Lítillæti er aðals- merki hinna göfuglyndu. Ég verð nú að segja að ég var fegið að Beta hefur ekki mölkúlur í skápnum sínum. Það er fjarri mér að tala illa um mína látnu húsmóður, en mölkúlulyktin þótti mér alltaf heldur bagaleg í sparifatakistu frú Guðrúnar Brands, blessuð sé minning hennar. Beta viðrar alltaf á vorin. Ég ligg þá alltaf efst á svala- handriðinu. Fingerðustu hlut- irnir eru alltaf látnir efst. Lífið er bara þannig. Þið getið séð fyrir ykkur kögrið mitt silfraða bylgjast i golunni og sólina glitra í því svo stirnir á. Beta viðrar alltaf í sól. Hún Gunna litla Betudóttir kom út á svalir. Hún sem hafði svo oft fitlað við kögrið mi'tt sem barn, þegar ég var á gamla stólnum í stofunni til fegurðar- auka. Hún Gunna litla Betu- dóttir var hreint ekki svo lítil lengur. Hún var raunar orðin stærðar stúlka, spengileg með granna fingur, svona svipað og madame de Bijou. Ég hafði alltaf vonað að hún setti á stofn parfumerie, svona svipað og madame de Bijou. Þá gæti hún haft mig á herðum sér þegar fínustu kúnnarnir koma að versla. Beta var semsagt að viðra í vorsól og andvara. Gunna kom út á svalir og horfði á mig eins og hana þyrsti í að njóta fegurðar minnar, sem er raunar ekki nýtt fyrir mér, þótt ég segi sjálft frá. Þá, — ó, hvernig get ég fengið mig til að segja ykkur? Ég fæ enn kökk í hálsinn við tilhugsunina. E. t. v. er bara gott fyrir mig að segja einhverjum frá því, þá yrði mér sorglausari sefi: Hún Gunna litla kallar inn til mömmu sinnar: „Mamma, má ég ekki eiga þessa gráu sjaldruslu, sem var alltaf á ljóta Ég er, ef satt skal segja, augnayndi — án þess að ég sé nokkuð að gorta. Beta virti mig fyrir sér. Hún hefur eflaust verið að velta því fyrir sér hvort ég væri samboðið svo gömlum stól. Ég huldi snjáð bakið með þeim elegans sem mér er í blóð borinn. Beta þekkti ekkert dáið fólk, held ég, því ég fór aldrei í jarð- arför eftir þetta. Þegar litla Gunna hennar Betu skyldi fermast, átti að vera veisla. Þau hjónin keyptu nýtt sófasett á milljón. Þessum grey gamla stól var þá fleygt á haugana. Óæðri hlutir verða víst að sætta sig við þau örlög. Ég verð að segja að þetta var allra viðkunnanlegasti stóll. Ég var vandlega brotið saman og lagt inn i skáp. Beta hefur, eflaust ekki viljað láta einhverja gesti, e.t.v. herða- breiða karlmenn, leggjast upp að mér og sjúska mig. Ég ræði 3. tbl. Vikan XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.