Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 40

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 40
Höfundur: James Hadley Chase Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir 2. hluti Sá hlær best... „Herra Lucas,” sagði hann fx)linmóður, „sem stendur skiptir það minnstu hver drap hann. Staðreyndin er sú að hann er í farangurs- geymslunni þinni og þar getur hann ekki verið öllu lengur. Viltu fá aðstoð mína eða ekki?” „Sæll, Joe,” sagði ég og var hás. „En fallega gert, lögreglustjóri," sagði Glendaogvaralvegeinsog hún áltiað sér. „Komdu endilega inn. Herra Lucas er einmitt að fara. Hann er búinn að segja mér athyglisverða hluti um Sharnville.” „Er það, já?” Lögguaugun litu á mig og svo aftur á hana. „Larry þekkir bæinn út og inn. Það mætti nefna hann stofnfélaga. Ég ætla ekki að koma inn. Konan mín bíður eftir mér með matinn.” Hann rétti fram umslag. „Hérna er þetta allt, frú Marsh. Ef þig vantar einhverjar frekari upplýsingar veistu hvar mig er að finna.” Hann veifaði mér: „Sé þig, borgari,” setti upp Stetsoninn og gekk í áttina að lyftunni. Við stóðum hvort gegnt öðru og bærðum ekki á okkur fyrr en við heyrðum lyftudyrnar lokast, svo litum við hvort á annað. Töfrarnir voru horfnir. Það voru ekki nema þrjár minútur síðan ég þráði það heitast að elska með henni og hún hafði líka þráð mig, en það var liðið. „Ég verð að fara,” sagði ég og rödd min var óstyrk. „Hann fylgisl með öllu sem gerist hér í bænum. Við þurfum að vera gætnari hér eftir, Glenda.” Hún lyfti höndunum með örvæntingarsvip og lét þær falla. „Andartak hélt ég... ” Hún sneri sér undan. „Það gengur aldrei neitt sem ég geri... ekkert!” „Ef Brannigan eða Manson eða bæjarstjórinn fengju þá hugmynd. Glenda, að ég væri að gamna mér með giftri konu, þá væri ég kominn í klandur og það væri fyrirtækið mitt lika. Ég þarf að hugsa um meðeiganda minn. Ég verð aðgæta min!” Það fór um hana svolítill hrollur, svo sneri hún sér við og leit á mig. „Gamna þér? Nefnirðu það því nafni?” „Glenda! Auðvitað geri ég það ekki! En þeir myndu halda það.” Hún þvingaði fram bros. „Ekki vera svona áhyggjufullur á svipinn. Ég sagði þér að þetta yrði i síðasta sinn. Ég lofa að verða þér ekki til trafala á framabrautinni.” Beiskjan i rödd hennar var eins og svipusmellur en ég varðaðfara. „Ég hef samband við þig. Glenda. Við þurfum bara að gæta okkar betur.” Ég færði mig nær henni en hún hörfaði og hristi höfuðið. „Glenda! Við verðum að kippa þessu í lag! Ég elska þig en þú verður að skilja að ég get ekki tekið neina áhættu.” „Ég skil það.” Aftur þvingað bros. „Vertu sæll, Larry.” Svo fór hún frá mér, hvarf inn i svefnherbergi sitt og lokaði á eftir sér. Það eina sem ég gat hugsað um þá stundina var Thomson sem sæti í bíl sínum og biði eftir að sjá hvort Ijós kviknuðu i íbúð minni. Ég flýtti mér yfir ganginn, opnaði útidyrnar mínar og fór inn. Án þess að kveikja fór ég að glugg anum og leit varkár niður á götuna. Bíllinn hans var þar enn. Ég kveikti ljósin og fór mér hægt svo hann gæti séð mig meðan ég dró tjöldin fyrir gluggana. Hann setti bílinn í gang og ók burt. Meðan ég var að glima við morgun- póstinn minn tveimur dögum síðar rakst Bill Dixon inn í skrifstofuna mína. Ég hafði ekki hitt hann alla síðustu viku. Hann var að vinna við byggingu sem átti að risa rúmum fimmtíu mílum utan viðSharnville. „Sæll. Bill,” sagði ég. „Hvenær villtist þú inn?” „1 gærkvöldi.” Hann skellti þungri skjalatöskunni á gólfið og settist niður gegnt mér. „Ég hringdi i þig en þú varst ekki heima.” Ég skrapp á ströndina einn míns liðs og reyndi að komast að einhverri niður- stöðu um Glendu. Ég vissi að aðstæður mínar voru afleitar. Eftir að hafa ætt um gólf I stofunni minni kvöldið sem við skildum og heyrt með sjálfum mér rödd hennar segja aftur og aftur Ég þrái þig.' varpaði ég allri varkárni frá mér, fór yfir ganginn og hringdi dyrabjöllunni hennar. Þá var klukkan hálftvö. Hún lauk ekki upp. Ég hringdi aftur. heyrði þá að lyftan var að koma upp. varð hræddur og flýtti mér aftur inn til min. Áður en ég fór á skrifstofuna næsta morgun hringdi ég aftur hjá henni og enn svaraði hún ekki. Um leið og ég var búinn að fara yfir póstinn á skrifstofunni hringdi ég til hennar. Ekkert svar. Um hádegisbilið var ég alveg að verða óður, eftir að hafa reynt að ná i hana i sima. Ég varð að tala við hana! En við þurft- um að ræða saman þar sem forvitin augu sáu okkur ekki. Ef hún hefði verið fráskilin hefði þetta ekki verið neitt vandamál, en ég gat ekki um annað hugsað en að maðurinn hennar léti kannski fylgjast með henni og ef hann nefndi mig sem viðhaldið hennar myndi ímynd mín i Sharnville bíða talsverðan hnekki og fyrirtæki okkar Bills verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Þetta hljómar fáránlega nú á dögum. en ég þekkti Sharnville: betri borgarar áttu að halda sig á mottunni og ég var orðinn betri borgari. Ég reyndi að hafa samband við hana um kvöldið og aftur næsta dag, en árangurslaust. Ég fór i bílageymsluna og sá að billinn hennar var horfinn. Mér leið ömurlegá og ég velti því fyrir mér hvort hún væri farin frá Sharnville og hvort ég myndi hitta hana aftur. Þá um kvöldið fór ég niður á strönd- ina og braut heilann um það hvað ég ætti til bragðs að taka. Hún var eina konan sem ég gat hugsað mér. Nú vissi ég það fyrir vist. Ég var jafnvel reiðubú- inn að biða í tvö ár eftir að giftast henni ef ég væri tilneyddur en ekki ef ég gaéti fundið fljótlegri lausn. Eftir þessar 40 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.