Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 44

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 44
Það lók mig drykklanga stund að komast í fötin. Ég varð að setjast niður tvisvar til að hvila mig en loks komst ég i fötin og þá fannst mér ég vera heldur hressari. Hvað hafði gerst? Hvar var Glenda? Hvar var feitlagni maðurinn í krump- uðu hvitu jakkafötunum? Likt og i martröð tölti ég yfir heitan sandinn þangað sem ég hafði skilið bil- inn minn eftir. Ég opnaði bíldyrnar og seig þakklátur í ekilssætið. Ég færði spegilinn til og starði á sjálfan mig. Hægra augað var uppblásið og svart. Hægri hlið andlits mins var bólgin. græn og rauð þar sem feiti maðurinn barði mig. Þá tók heili rninn við sér. þrátt fyrir ákafan höfuðverkinn. Eftir tvo tíma átti ég að leika golf við Brannigan og meðan við lékum þurfti ég að biðja hann um að auka lánstraust okkar. Það kom ekki til greina. Ég varð að hringja i hann og til- kynna forföll. Það var það fyrsta sem ég þurfti að gera. Svo Glenda.... en Brannigan kom á undan. Ég ók burt frá Ferris Poinl. Það var kaffistofa við gatnamótin á sandvegin um og ég hægði á mér en leit svo á sjálfan mig i speglinum. Ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi vekja tals verða eftirtekt ef ég færi þar inn til að fá lánaðan sima, svo ég ók áfram. Ég var heppinn að umferðin var lítil á þessum tíma. Höfuð mitt veinaði af kvölum, andlitið hélt áfram að bólgna. Ef umferðarlögga hefði komið auga á mig þessar fjórar rnilur heim til min hefði hún stöðvað mig. en það var enga umferðarlöggu aðsjá. Ég vissi varla hvað ég var að gera þegar ég loks ók inn i bílageymsluna undir íbúðarbyggingunni. Ég slaulaðist út úr bílnum og leil á stæðið þar sem Glenda geymdi bilinn sinn. Það var tómt. Fintm minútum síðar var ég einhvern veginn búinn að ná sambandi við Brannigan. Ég náði honum rélt i þann mund sem hann var að leggja af stað til Sharnville. Ég sagði honum að ég hefði lent i umferðaróhappi og bað hann um aðafsaka mig. ..Erlu mikið nteiddur. félagi?" spurði hann áhyggjufullur. „Mér samdi ekki nógu vel við framrúðuna. Það er allt i lagi með ntig. Ég verðbara aðsleikja sár min." „Hvaðkom fyrir?" „Það var einhver brjálæðingur. Ég beygði snöggt og rak höfuðið í." „Það var afleitt. Er eitthvað sem ég get gert?” „Nei. þakka þér fyrir samt. Ég hressist fljótlega. Mér þykir leitt að missa af leiknum.” „Við ákveðum annan seinna. Taktu lífinu með ró. félagi." og hann lagði á. Ég var enn með höfuðverk. Ég fór yfir ganginn og hringdi dyrabjöllunni hjá Glendu. „Hún er farin. herra Lucas." Ég sneri mér hægt við. Gamla blökku konan sem ræsti þarna stóð fyrir enda gangsins meðskrúbbinn sinn og fötuna. „Farin?" „Já. herra Lucas. Hún fór um sjö- leytið í morgun. Henni virtist liggja einhver ósköp á og rogaðist með tösk- urnar sinar. Ég bauðst til að hjálpa henni en hún æddi framhjá mér eins og ég væri ekki til." Hún horfi á mig og gapti. „Hræðilegt að sjá andlitið á þér. herra Lucas!" „Ég lenti i bilslysi." sagði ég og fór aftur inn í íbúðmina. Ég lét fallast á rúmið og hélt um kvalið höfuð mitt. Hvað var á seyði? Hver andskotinn var á seyði? Ég neyddi mig til að setjast upp. fór inn i eldhúsið og sótti ís i ísskápinn. Ég vafði ismolana i handklæði og hélt hand- klæðinu að hnakkanum. Ég mjakaðist inn i stofu og hélt ísbakstrinum að höfðinu. Hann gerði mikið gagn. Svo færði ég hann að bólgnu andliti minu nokkrum mínútum siðar. Það hjálpaði líka. Kvalirnar tóku að minnka. Svo hringdi siminn. Glenda? Ég þreif upp simtólið. „Herra Lucas?" Þetta var karlmanns rödd. „Hver er þetta?" tókst mér að tauta og ég flutti ísþaksturinn aftur að hnakkanum. „Ég heiti Edwin Klaus." Hann stafaði það. „K-l-a-u-s." Þögn. svo hélt hann áfram. „Ég á við þig erindi. Ég verð kominn til þin eftir tiu mínútur. herra Lucas. en gerðu mér fyrst greiða. Gáðu í farangursgeymsluna á bilnum þínuni. Ég er viss um að þú hefur höfuðverk en gerðu þetta samt. Farðu og gáðu." Og hann lagði á. Simaat? Einhver vitleysingur? Ég sat kyrr. Nei. simaat var það ekki. Það fór um mig hrollur. Ég dróst á fætur og gekk hægt að lyftunni. Ég fór nteð henni niður í bilageymsluna. Ég komst að bilnunt mínum og opnaði farangurs geymsluna. Ég lyfti lokinu. Samanhnipraður eins og afskræmt fóstur lá feitlagni maðurinn þarna með blóð í hvítu krumpuðu fötunum og skeggiðalblóðugt. Tóm augu hans horfðu þannig á mig sem aðeins dauðsmannsaugu ein geta. Þegar ég opnaði dyrnar að íbúðinni minni og staulaðist inn í stofuna kom ég auga á hann þar sem hann sat i uppáhaldsslólnum minum með kross- lagða fætur og hendur i kjöltu sér. rólegur og í fullkominni hvíld. Hann hefði getað verið hvað sem var, allt frá fimmtíu og fimm ára gamall til sextíu og fimm ára. Þykkt snjóhvitt hár hans var óaðfinnanlega snyrt. Allt i fari hans var óaðfinnanlegt: koxgrá jakka- fötin. hvít silkiskyrtan. Pierre Cardin bindið og glampandi svartir skórnir. Andlitið gat sem best verið höggvið út úr tekki: hnotubrúnt. nefið þunnt og hvasst. munnurinn rifa. augun stór og dökkgrá og eyrun flöt og uppmjó. Ég var sem lamaður eftir að hafa fundið feita manninn dauðan i farangursgeymslunni. Mér fannst ég vera kominn i hræðilega martröð og að Sá hlær best... ég myndi vakna eftir fáein andartök og komast þá að þvi mér til mikils léttis að þetta hefði aldrei gerst og að þetta væri bara venjulegur sunnudagsmorgunn. Maðurinn sem sat gegnt mér var ekki annað en viðbót við þessa martröð. Ég lokaði á eftir mér. hallaði mér upp að hurðinni og starði á hann. „Ég korn að dyrunum opnum." sagði hann. „Afsakaðu að ég skuli hafa tekið mér bessaleyfi að ganga inn. .. Ég heiti Edwin Klaus: K-l-a-u-s." Ég fann svitadropa leka niður auma kinn mina. Þetta var ekki martröð. Þetta var raunveruleikinn. „Hvaðviltu?" Dökkgrá augu hans voru ámóta svip brigðarik og ismolar þegar þau horfðu á mig. „Ég ætla að hjálpa þér." Hann benti mér að setjast. „Ég sé að þér liður illa. Ég sagði Benny að gæta sín.” Hann lyfti litilli brúnni hendi sem i uppgjöf. „Hann veit ekki hve sterkur hann er. Fáðu þér endilega sæti. Lucas." Ég var aftur kominn með höfuðverk og fæturnir titruðu undir mér svo ég færði mig aðstólnum og settist. „Þú átt í erfiðleikum. hr. Lucas. Það mætti álykta sem svo að þú vissir heldur ekki hve sterkur þú ert." sagði Klaus mjúkróma og þlíðlega. „En það er hægt að kippa vanda þínum í lag ef þú kærir þig um að þiggja aðstoð mína." „Hver ertu?” spurði ég og starði á hann. „Við skulum ekki ræða það sem stendur. Vandamálið er Alex Marsh. sem þú myrtir. Hvaðætlarðu aðgera við líkið. hr. Lucas?" Ég lokaði augunum. Ég mundi atvikin glöggt. Mig langaði til að drepa hann. Ég mundi hvernig ég lét kreppa hnefana vaða i andlitið sem leit upp til mín. Ég var búinn að lyfta höndunum til að berja hann aftur þegar ég fékk högg á höfuðið. Ég meiddi hann. nefbraut hann trúlega, en ég var viss um að ég hafði ekki drepið hann. Bara ef kvalimar i höfði niinu hyrfu svo ég gæti hugsað skýrt! „Ég drap hann ekki," sagði ég og horfði i augu Edwin Klauss. „Slíkt ákveða dómari og kviðdómur. ekki satt. herra Lucas?" Ég reis á fætur, reikaði inn á bað og ■gleypli fjórar verkjatöflur. Ég lét vatnið renna. tók svo upp svamp og baðaði andlit mitt. Nú var ég farinn að hugsa skýrar. Ég vissi ekki hver þessi vel klæddi maður var en eðlisávisun min sagði að hann væri fjárkúgari. Ég setli hend- urnar á vaskinn og reisti mig á fætur. Ég starði á spegilmynd mína fyrir ofan vaskinn. Ég sá ókunnugan mann: mann sem minnti á mig en var með bólgna og skrámaða kinn og tryllingsleg, óttaslegin augu. Ég stóð þarna og starði í fimm minútur eða svo. þá tóku töflurnar að verka og kvalirnar í höfðinu hjöðnuðu og urðu þungur æðasláttur. Alex Marsh! Þannig að feiti maðurinn var eiginmaður Glendu! Hver var þessi maður i stofunni minni. hljóðlátur. rólegur og tilbúinn að hjálpa mér? Ég beið og hélt mér enn i vaskinn. starði á sjálfan mig í speglinum þar til sársaukinn i höfðinu varð þolanlegur. Hann spurði mig hvað ég ætlaði að gera við likið i farangursgeymslu bílsins mins. Hvaðáttiég aðgera? Mér datt fyrst i hug að hringja i Thomson lögreglustjóra og láta hann sjá um þetta allt. Ef ég gerði það. myndi hann. myndi nokkur. trúa mér? Ef einhver tilviljun ylli því að mér yrði trúað þá vissi ég að ég væri samt búinn að vera í Sharnville. Ég neyddist til að játa að ég hefði verið i ástarleik með giftri konu þegar maðurinn hennar kom okkur að óvörum. Myndu þeir trúa að einhver — hver? — hefði barið mig i höfuðið meðan ég tókst á við manninn hennar? Ég hugsaði um líkamann sem var samanhnipraður í farangursgeymslu bilsins mins. Augnablik flaug mér í hug tryllingsleg hugmynd: að aka bílnum á afvikinn stað. draga skrokkinn út og grafa hann. Tryllingsleg hugmynd! Ég vissi aðég gæti ekki gert það. Það er hœgt að kippa vanda þinum i lag ef þú kærir þig um að þiggja aðstoð mina. Því skyldi þessi maður bjóða mér aðstoð? Hvað myndi hann græða á því? Ég varð að komast að því. Ég var þúinn að ná nokkuð betri stjórn á mér og fór þvi aftur inn i stofuna. Edwin Klaus sat enn i uppáhaldsstóln- um minum. afslappaður með kross- lagða fætur og hendur í kjöltu. Frá honum stafaði óendanlegri þolinmæði. „Líður þér þetur. herra Lucas?" sagði 44 Vikan 3. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.