Vikan


Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 45

Vikan - 15.01.1981, Blaðsíða 45
Framhaldssaga hann. „Ég vil ekki vera að reka á eftir þér en þú hefur eflaust heyrt um rigor mortis. Eftir klukkustund eða svo verður herra Marsh erfiður viðfangs.” Ég fann hvernig mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Mér hafði ekki dottið þetta í hug en nú tók ég að hug- leiða það. Marsh hafði verið troðið samanhnipruðum i farangursgeymslu bilsins míns. Likami hans gæti fest þar þegar hann stirðnaði. Mér varð óglatt viðtilhugsunina. Ég settist gegnt honum. „Ég drap hann ekki." sagði ég. „Meðan við slógumst barði einhver mig í höfuðið. Þessi einhver hlýtur að hafa drepið hann meðan ég var meðvitundar- laus.” „Herra Lucas.” sagði hann þolin- móður. „sem stendur skiptir það minnstu hver drap hann. Staðreyndin er sú að hann er í farangursgeymslunni þinni og þar getur hann ekki verið öllu lengur. Viltu fá aðstoð mina eða ekki?” „Hver ertu? Hvers vegna býðurðu mér aðstoð?" „Ég heiti Klaus: K-l-a-u-s.” Hann stafaði það. „Ástæðan fyrir þvi að ég kýs að hjálpa þér er sú að ég hef fylgst með þér á framabrautinni og finnst athyglisvert hve vel þér hefur tekist upp. Mér fyndist það ákaflega dapurlegt ef þú misstir allt sem þú h'efur byggt upp og barist fyrir.” „Ekki reyna að telja mér trú um að þú bjóðist til að aðstoða mig án þess að fá eitthvað i staðinn. Hvað viltu fá?” Hann lyfti smáum brúnum höndun- um og lét þær aftur falla i kjöltu sina. „Auðvitað vil ég fá eitthvað en það getum við rætt siðar. Vandinn sem við er að etja núna er að losna við líkið af Marsh. Ég hef samtök til að fjalla um slík neyðartilfelli. En þú vilt ef til vill ekki þiggja aðstoð mina. Þú getur annað tveggja hringt ílögreglustjórann og verið viss um að verða ákærður fyrir morð eða þú getur reynt að losa þig sjálfur við skrokkinn. Þitt er valið. hr. Lucas. Ég fullvissa þig um það að ef þú afþakkar boð mitt um aðstoð muntu ekki heyra frá mér framar. Þú ræður þessu alger- lega sjálfur.” „Hvað viltu að ég geri? Ég verð að fá að vita það!” „Að þú gerir mér greiða en ég er ekki reiðubúinn að ræða það fyrr en síðar.” „Ég verð að fá að vita það! ímyndarðu þér að ég sé svo heimskur að ég myndi skipta við þig án þess að vita hvers konar verslun ég er að ráðast í? sagði ég og hækkaði róminn. Enn lyfti hann smáum brúnum höndum. „Ég skil það þá svo að þú kærir þig ekki um aðstoð mína.” Hann stóð upp. „Ég fer þá. Þú ættir að hafa hraðan á. herra Lucas. Það verður bráðlega óger- legt að fást við skrokkinn. Gleymdu ekki að kaupa skóflu, þó ég viti ekki hvar þú ætlar að gera það á sunnudegi. Ég leyfi mér að stinga upp á því að öruggast sé að grafa hann hjá Ferris Point, en þú verður að flýta þér. Gangi þér vel." Hann gekk I átt til dyra. Ég hugsaði hratt. Meðan hann gekk að dyrunum flugu mér í hug allar erfiðu vinnustundirnar sem fóru í uppbyggingu fyrirtækisins okkar. Ég hugsaði um stöðu mína sem betri borgara í Sharn- ville. Ég hugsaði um Bill Dixon. Svo hugsaði ég um sjálfan mig i ökuferð til Ferris Point. grafa þar gröf ef ég gæti haft uppi á skóflu, draga líkið úr farangursgeymslunni og dröslast með það að gröfinni. Tilhugsunin ein um að snerta feitan blóðugan líkamann setti i mig hroll. Ég fullvissa þig um aö ef þú afþakkar boð mitt um aðstoð eða reynir sjálfur að losa þig við likið muntu ekki hevra frá mér framar. Það gat svo sem hugsast að ég myndi ekki heyra frá honum framar en hann þurfti ekki að gera annað en að hringja nafnlaust til lögreglustjórans og þá væri ég búinn að vera. Greiði? Hvað skyldi það merkja? En ég var kominn I slíkt uppnám að ég skeytti þvi engu. „Bíddu,” sagði ég ákafur. Ég varð að losna við likið! Ég varð að fá aðstoð hans! Þegar ég væri laus við skrokkinn væri ég kominn í betri aðstöðu til að fást við þennan mann. Þegar ég vissi hvað hann vildi gat ég hugsað upp leið til að leika á hann. Ég varð að fá tima til að hugsa! Hann nam staðar við dyrnar og leit á mig. FIDEUTY STEREO SAMST/EÐAN Sérstök hljómgæöi, hagstætt verö. Innifaliö í veröum: Útvarp meö k L-M-S-FM bylgjum, plötu- spilari, magnari, segul- |ffe band og 2 hátalarar. Wt Gerö MC5 garö MC 6 meö dolby'kerfi gerö 4-40 gerö 5-50 meö dolby kerfi FIDELITY Sérstök hljómgæði PANTIÐ MYNDALISTAI SIMA: 19294 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 3. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.