Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 10
Einkaréttur áíslandi: Vikan Texti: Harry Bökstedt
nh2
N'
II
c.
.0-CH3
l>etta er efnafra dileg bygging cafotaxime, fyrsta lyfsins af ,,þridju
kynslód” cefalosporína sem kemur á markadinn. Ferningurinn
hagra megin ció miöju er hinn svokatlaói betalaktamhringur, sem
er da rnigert einkenni á penísillíni og miirgum ödrum fúkalyfjum.
Kaupmenn -
Innkaupa-
stjérar
STRAUMUR AF
NÝJUM
FÚKALYFJUM
Leiftursókn gegn hættuiegu bakteríunum
Ijyfjaframleiöendur eru nú í
þann veginn að gefa heilum hópi
af nýjum fúkalyfjum lausan
tauminn. Þau taka langt fram öllu
því sem til er nú til dags. Mestar
vonir eru bundnar við „þriðju
kynslóðina” af svokölluðum
cefalosporínum. Þær verka á
marga mismunandi sjúkdóma,
meðal annars vinna þær bug á
nokkrum erfiðustu og lífseigustu
bakteríunum sem leiða til svo-
kallaðra „sjúkrahússýkinga”.
Samhliða er hættan á aukaverkun-
um óvenju lítil.
Fyrstu efnin af þessum nýja
hópi eru þegar komin fram í
Bandaríkjunum og rúmur tugur í
viðbót bíöur þess að matvæla- og
lyfjaeftirlitið leggi blessun sína
yfir þau. Þau eru öll mjög öflug og
innbyrðis áþekk. Þegar þau ná út-
breiðslu verður meiri vandi en
nokkurn tíma áður að velja milli
álíka góðra lyfja, segir sér-
fræðingur í grein í tímaritinu
Science. Hann telur að læknarnir
lendi í klemmu þegar framleið-
endurnir hefjast handa um aö
heimta aftur þær milljónir dollara
sem lagðar hafa verið í gerð
þessara nýjulyfja.
Dýrir skammtar
Og sjúkrahúsin mega gæta sín á
því að lyfjakostnaðurinn fari ekki
úr hófi fram. Núverandi cefa-
losporínur eru nógu dýrar —
hámarkskostnaður á dag er um 40
dollarar (ca 400 ísl. kr.) en efnin af
„þriðju kynslóðinni” verða meira
en tvisvar sinnum þaö.
Venjuleg tíu daga meðferð getur
þannig komið til með að kosta yfir
10 þúsund krónur í lyf jum!
Saga fúkalyfjanna hófst árið
1928 þegar Alexander Fleming
uppgötvaði penísillínið. Hann tók.
eftir því að bakteríurnar í
nokkrum ræktunardiskunum hans
drápust þegar þær komust í snert-
ingu við myglusvepp af penicill-
ium-ætt. Myglusveppurinn fram-
leiddi efni sem var hættulegt fyrir
bakteríurnar.
1939 lánaöist tveimur öðrum
vísindamönnum — Florey og
Chain — að einangra efnið. Síðan
var farið að prófa það á fólki. Það
reyndist bylting í meðhöndlun
smitsjúkdóma. Fúkalyfin urðu
svo töfralyf eftirstríðsáranna.
Það var þó ekki fyrr en á sjötta
og sjöunda áratugnum aö
mönnum varð ljóst hvemig penísil-
tO Vikan 22. tbl.