Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 15

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 15
Viðtal Vikunnar Eiginkonan pældi ibókum Eiginkona hans, Ramona, sem áöur fyrr skrifaöi sjónvarpsþætti, aöstoöaöi bónda sinn mjög viö undirbúnings- starfið. „Hún las og geröi athugasemdir viö 125 knattspyrnubækur þó slíka kvöl sé varla hægt aö leggja á nokkurn mann,” segir hann og hlær. En úr þessum bókum fékk hann miklar upplýsingar, safnaöi meira en nokkru sinni fyrr. — Hjátrú, brandar- ar, verndargripir, minjagripir. Alls konar smáatriöi sem áhugaverö eru í knattspyrnunni. Hann fylgdist náiö meö brögöum og illvirkjum á völlunum. Svið og reglur lágu opin fyrir honum. Skýringar hans á brotum í knattspyrnunni eru mjög áhugaverðar fyrir dómara sem þekkja jafnvel ekki öll brot og brögö leikmanna. Auövitað hafa leikmenn líka lært eitt og annað af lestrinum. En hvers vegna kaUar hann þetta þjóöflokk? „Vegna þess aö einn þýöingarmesti þátturinn í upphafi knattspyrnunnar var sambandið viö iönaöarfólk. Ef at- hugaður er frami atvinnu-knattspyrnu feUur hann mjög saman við þróun borganna. I iðnaöarhverfum borganna hvarf samstaöa ættanna. Fólk týnist í hringiðu borgarhfsins. Þetta var fólk sem átti heima í Utlum þorpum áöur en þaö flutti tU borganna. Ættartengslin eru sterk í þorpunum. TU þess aö hljóta hin góöu laun, sem voru í boöi í verksmiöjunum, varö fólkið aö sætta sig viö gráan sálarlaus- an hversdagsleikann. Þar voru ekki grænir vellir þorpanna en knatt- spyrnuveUirnir minntu á grænu svæöin í þorpunum. Þetta fólk þurfti á brennidepU aö halda til aö fá útrás. Knattspyrnulið borgarinnar varö sá brennidepiU. Knattspyrnumennimir voru eins og veiðimenn þjóöflokkanna, sem fóru aö heiman í hverri viku til aö afla fanga fyrir ættflokkinn. Áöur fyrr var þaö til matar. Nú er þaö tákn. Skoruð mörk upphefja tapaða stööu frá þorpunum. Halda viö stolti þjóðflokksins. Eg get aðeins skýrt spennuna í knatt- spyrnuleik á tuttugustu öldinni sem eins konar ættarsamkomu. Eg skrifaöi bókina meö því hugarfari aö ég væri mannfræðingur aö heimsækja frum- byggja. Hugmyndin var aö gefa ókunn- ugum hlutlausa frásögn af knattspyrn- unni.” Bókin var prentuö og gefin út haustiö 1981. Tileinkuð syni hans, Jason. Án áhuga hans á knattspyrnunni hefði Desmond Morris sennilega aldrei kom- ist í kynni við knattspyrnuleik. Bókin hefur vakiö mikla umræðu. Sjónarmiö hans eru ekki alltaf hin sömu og for- ráöamanna knattspyrnunnar. Desmond Morris er haröorður og gagnorður um óeirðir þær sem stööugt eiga sér staö milli fylgismanna liö- anna. Þaöer erfitt mál. Hann segir: Vita ekki hvað er að gerast „Knattspyrnan er útbreiddasta íþrótt heims. Flestir áhorfendur sækja knattspyrnuleiki. Leikjum er sjón- varpaö um allan heim, oftar og meira en frá nokkurri annarri íþrótt. Þaö þýöir aö hún er á stærstu leiksviði. Flestar myndavélarnar beinast aö henni. Þess vegna eru knattspyrnu- vellirnir tilvalinn staöur fyrir árásar- gjama einstaklinga sem vilja fá útrás fyrir og sýna árásarhneigð sína. Vegna þess sækja ýmsar bullur knattspyrnuvelli. Drekka sig fullar, abbast upp á fólk. Fá útrás sem ekkert kemur knattspyrnunni viö eöa því sem er að gerast niöri á völlunum. Vand- ræöin eru aö um leiö og ólætin byrja verða þau aö trúarathöfn. . . þessir skarfar og bullur ráöast á fólk vegna þess aö þaö er ekki sami litur á treflum þess. Þaö heldur meö ööru félagi en þeir — hefur aöra trú. Þaö þarf ekki nema einn eöa tvo. Áhorfendur eru á mótiþeim. Þaövitaþeir.” En hvernig vill Desmond Morris koma í veg fyrir óeirðir á áhorfenda- svæöunum? „Fyrst er,” segir hann, „að flest þaö sem reynt hefur veriö er beinlínis hlægilegt. F'orráöamenn knattspyrn- unnar hafa ekki kynnt sér hvernig þetta ber aö. Þeir lesa blööin. Heyra sjónvarpsmennina segja frá. En þeir eru ekki til staðar til aö sjá hvaö skeö- ur. Þeir veröa aö komast aö því hverjir standa fyrir ólátunum. Gera síðan ráö- stafanir til að þessir menn komist ekki inn á vellina. Svar lögreglunnar viö ólátunum er aö standa í stööugt þéttari fylkingum andspænis unga fólkinu. Aö mínu áliti mikil mistök. Slíkt skapar spennu, er ögrun. Þaö er ekki hægt aö skilja þetta nema hafa staðið meöal unga fólksins og séö þegar lögreglan skipar sér í raö- ir og ygglir sig. Eg komst sjálfur í árásarhug þegar lögreglumenn yggldu sig framan í mig þar sem ég stóö meðal hinna ungu. Hvers vegna horfa þeir svona á mig? — Og ég komst í árásarhug. Aö mínu mati eiga lög- reglumennirnir aö láta fara sem minnst fyrir sér. Þeir veröa aö vera til staðar — en ekki eins og hindrun eða til aö skapa gremju. I nokkrum löndum, sem ég tilgreini ekki, virðast lögreglumennirnir vera árásarseggirnir. Allt of fljótir til aö ráöast inn á áhorfendasvæðin og berja þá sem fyrir veröa, meö kylfum. Aðeins ein iausn Það er aðeins ein lausn. Ftannsóknir minar hafa leitt í ljós aö fyrir ólátun- um standa aöeins fáeinir ruddar og þeir gera venjulegum áhorfendum gramt í geöi þegar þeir birtast og hefja lætin. Lögreglumennirnir veröa aö vera í felum. Þaö þarf aö hafa unga lögreglumenn meöal áhorfenda til aö finna vandræöamennina. Eins og er sleppa þeir áöur en lögreglan nær til þeirra. Aöeins smákallarnir nást.” Vegna óláta, sem eiga sér staö í göt- unum aö og frá knattspyrnuvöllunum, bendir Desmond Morris á fyrirmynd Oxford IJnited á síðustu árum til aö koma í veg fyrir þaö vandamál. „F'ólk veröur yfirleitt ekki fyrir þannig árásum nema þegar þaö ferö- ast meö liðum sínum eins og á Eng- landi. Þaö kemur til óþekkts staöar, finnst þaö vera í hættu. Er þaö eflaust. Síöan kemur til átaka milli tveggja flokka. Þaö er hægt aö leysa þetta vandamál meö því aö reyna aö hjálpa þessu fólki — ekki aö gera þaö aö djöflum. I Oxford hefur fólk verið hvatt til þess aö stofna eigiö feröafélag. Þaö stjórnar því sjálft. Enginn til aö skipa því hvaö geraá. I því eru eitt þúsund seigir strákar. Þeir lentu venjulega í einhverjum lát- um þegar þeir feröuöust á útileikina. Nú hafa þeir sitt eigiö félag. Vandræö- in eru úrsögunni.” Hvort hugmyndir Desmond Morris ná fram aö ganga á eftir aö koma í ljós. Vissulega veröa þær ræddar. Sístarfandi fræðimaður Þessi sístarfandi fræöimaöur er enn aö velta fyrir sér nýjum sviöum til rannsóknar. Þeim sem þekkja feril hans kemur þaö ekki á óvart. Segja má aö starfsferill hans spanni fimm sviö síðan hann lauk námi í Oxford-háskóla sem doktor í dýrafræöi. „Eg haföi komist aö ýmsu skemmti- legu um dýrin í fræðigreiii minni. Vmsu sem ég vildi miöla til hinna mörgu.” Hann réöst til Granada sjónvarps- stöövarinnar 1956 og stjómaöi sjón- varpshóp sem tók myndir af dýrum í dýragarðinum í Lundúnum. Hætti eftir þrjú ár. „Fannst þetta ekki skemmtilegt svo ég bara fór. Haföi þó enga vinnu aö hverfa að.” En hann var heppinn. Var skipaöur forstöðumaður spendýradeildar dýra- garös Lundúna. I átta ár skrifaði hann bækur um dýr, sem reis hæst í The Naked Ape (Naktiapinn). „Móttökurnar sem bókin fékk geröu þaö aö verkum aö ég gat hætt þar og fariö á brott. Eg var meö fjölskyldu mína í fimm ár í Miðjarðarhafslönd- um, Kýpur og Möltu. Þar fæddist Jason.” Og bækurnar uröu fleiri. Ariö 1973 hvarf hann aftur til Oxford- háskólans. Stundaöi mannfræöirann- sóknir, skrifaði bækur og stjórnaöi nýjum sjónvarpsþáttum. Inn á milli tókst honum þó aö starfa í eitt ár sem forstööumaöur listasafns í Lundúnum. Oghvaösvo? Bók um fornleifafræöi, bronsöld! — Nokkuö langt frá heimi knattspyrn- unnar. „Síöustu 10 árin hef ég stööugt unnið meira aö fornfræðirannsóknum,” seg- ir hann. „Áhugi minn beinist aö mann- legri fagurfræði. Hvaö veldur því aö við verðum spenntari fyrir einu sviöi en ööru?” Vísindaleg sjálfsögun hans er mikil. Allt veröur aö vera sem best úr garöi gert. Hann skrifar og endurskrifar bækur sínar alveg fram í prentun. Nú vinnur hann aö sjónvarpsþáttum, The Human Race. En hvaö svo? — Hann er ekki ákveðinn. Mörg tilboö freista hans. Hann er á sextugsaldri og lítur raunhæft til áranna, sem fram- undan eru, vitandi aö fjöldi þeirra er takmarkaöur. „Ég veit aö tölfræöilega séð á ég mörg ár eftir til að gera þaö sem mig langar til að gera. Verö að vera viss um aö ég endi ekki á því sem annaö fólk vill aö ég geri. Svo gæti fariö ef maöur er ekki varkár. Eg hef alltaf reynt aö hafa gaman af því sem ég hef starfaö aö. Þykja vænt um starfiö! Ef ég vinn aö einhverju, sem mér þykir ekki vænt um og veit aö ég geri þaö illa.þá hætti ég.” En hvaö um það. Eitt er víst og þaö er aö Desmond Morris á eftir aö skrifa fleiri bækur. Stjórna fleiri sjónvarps- þáttum um menn og dýr. Langt frá sviði knattspyrnunnar? — Ef til vill, og þóef tilvillekki. m 22. tbl. Vlkan 1S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.