Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 20

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 20
Ross og mér finnst svolítiö u dar- legt aö utan á þau öll er skriíað á ritvél,” sagði hann loks. „Við hvað áttu?” spuröi ég spennt. Hann nam staðar fyrir framan mig og horföi þreytulegur á mig. „Ég veit það ekki. Ég á bara við að hver sem væri hefði getað skrif- aðutaná bréfin.” „Én bréfin sjálf?” stundi ég upp. „Ég skil bara ekkert í þér, William!” „Ég vildi bara að þú gerðir það,” sagði hann lágt. „Ég vildi að við skildum hvort annaö til fulln- ustu.” Samstundis vissi ég að hann átti ekki aðeins viö bréfin. „Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir ykkur að fá að vita allan sannleikann um Ross,” sagði ég æst og reyndi að nota nafn Ross eins og einhvers konar skjöld milli okkar. „Auðvitað en þaö breytti þó engu. Ékki á þann hátt sem þú heldur.” Ég horfði skilningssljó á hann og hann brosti dauft. „Stundum get ég lesiö þig niður í kjölinn eins og opna bók. Én þessi uppljóstrun, eða hvað sem þú annars vilt kalla þetta, breytti engu um tilfinningar mínar til R oss né heldur til nokkurs annars — síst af öllu til Ross. Átti ég allt í einu að fara að dæma hann fyrir eitthvaö sem hann bar enga ábyrgð á? Kristy, tilfinningar ráða því að það gerir maður ekki og það veist þú best sjálf.” Hann dró mig hægt upp úr stólnum, tók þétt utan um mig og þrýsti mér upp að sér, en nú reif ég mig lausa. „Þetta er ekki rétt. Þúmátt ekki......” „Én þú vilt það nú samt,” sagði hann. „Hvers vegna ertu að reyna að blekkja sjálfa þig?” „Vegna þess að......” sagði ég hjálparvana en hann hló bara og dró mig óþægilega þétt upp að sér. „William.” Skelfd rödd Susan barst til okkar utan af ganginum og varö til þess að við þutum strax fram. Hún stóö og barði í örvæntingu að dyrum hjá William en þunn- hærður næturvörður stóð við hliö hennar. Hvorugt þeirra virtist sjá neitt undarlegt við þaö að við skyldum bæði koma út úr her- berginumínu. William tók róandi utan um axlir Susan en hún skalf öll. „Hvað er aö?” spurði hann órólegur. Hún var hálfgrátandi og rétti honum bréf sem hún hélt á og hann benti mér að koma og lesa það. Þarna stóðu aöeins fáeinar línur, skrifaöar í fljótheitum með kröftugri rithönd. „Susan — farðu þegar í stað aftur til Waynewater og taktu Kristy og William meö þér. Ég get ekki útskýrt þetta nánar fyrir þér núna en það getur verið um líf eða dauða aö tefla ef þiö verðið hér kyrr. Góða besta, Susan, faröu heim í guðs bænum! Ég læt heyra frá mér eins fljótt og ég get, Brent.” William sneri sér að nætur- veröinum og spurði einhvers sem ég skildi ekki og næturvörðurinn svaraöi honum fljótmæltur. Brent hafði greinilega komið og beðið um reikninginn rétt fyrir klukkan eitt. Hann haföi sagt að hann yrði aö hverfa á brott í snar- heitum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna og hafði síðan beðiö næturvörðinn að fara með þetta bréf til ungfrú Manville strax og hannværifarinn. „Ég gerði eins og hann bað mig,” sagði næturvöröurinn. Nei, hann minntist þess ekki að Brent hefði hringt eöa að hringt hefði veriö til hans. Já, hann haföi setið á sínum stað í anddyrinu allan tímann, að því undanskildu þó þegar hann hafði fengið sér matarbitann en þá hafði hann dyrnar opnar úr eldhúsinu og fram, svo hann gæti heyrt ef ein- hver hringdi eða kæmi. Ég sá, að William hugsaöi þaö sama og ég. Éinhver hlaut aö hafa komið hvað sem öðru leiö, einhver sem í skjóli nætur hafði gripið tækifæriö. Ég mundi eftir ýlfrinu í hundinum og nú fannst mér það allt einu hafa verið fyrirboði ein- hvers ills. Susan horfði á okkur náföl í andliti. „William, hvaö getur hafa komiðfyrir?” „Ég veit það ekki,” sagði hann illilegur á svipinn. „Og við fáum víst heldur ekki að vita þaö, að minnsta kosti ekki í bráðina.” Hann ýtti okkur á undan sér inn í herbergið sitt. Susan lét fallast niður á rúmiö og ég vafði teppi utan umhana. William stóð viö gluggann og sneri bakinu í okkur. Hendurnar voru á kafi í sloppvösunum en greinilega krepptar. „Við verðum víst aö snúa við,” sagði hann loks í róandi tón og næstum eins og honum stæði á sama. Ég starði á hann. „Én það getum við ekki. Ég ætla aö minnsta kosti ekki að gera þaö. Það er ekki hægt að hræða mig í burtu með undarlegu bréfi.” „Ef ekki kæmu til þrjú undarleg bréf værum við alls ekki hingað komin, svo hvers vegna ættum við að vera hér þegar öllu er á botninn hvolft,” svaraði hann þegar í stað. „Munurinn er aðeins sá að ég treysti Brent. Hann hefði ekki farið að skrifa svona bréf að ástæðulausu.” Ég horfði hjálparvana á Susan en hún leit undan. „William verður aö ráða þessu,” svaraði hún blæbrigðalausri röddu. daga Ég horföi á þau til skiptis og var í uppreisnarhug. „Ætlið þið í raun og veru aö gefast svona auðveldlega upp?” Og nú læddist grunur að mér — ímyndum okkur að þetta væri allt saman sett á svið af þeirra hálfu? Kannski höfðu þau leyft mér aö komast svona langt til þess eins að deyfa grunsemdir mínar? William heföi vel getað fengiö Brent til þess að skrifa bréfið og ná mér héðan í burtu. Grunsemdirnar minnkuöu þó heldur þegar ég horfði á þreytulegt og strekkt andlit Williams og mér varð ljóst aö þessar grunsemdir orsökuöust af slæmri samvisku sjálfrar mín og voru til þess gerðar að sefa hana og tilfinningar mínar í hans garö. Én ef William átti engan hlut að þessu bréfaskriftum, hver átti það þá? Líf eða dauði. . . Fyrir hvern gat þetta þýtt líf eöa dauða? Og hvar varRoss? „Við getum ekki tekið neina áhættu,” sagði William. „Brent er full alvara, Kristy, og komir þú ekki með okkur af fúsum og frjálsum vilja verð ég að neyöa þig til þess.” „Reyndu það,” sagði ég ógnandi, en þetta var eintómur leikaraskapur. Hræösla Susan hafði þegar náö tökum á mér. Það var svolítið niöurlægjandi þrátt fyrir allt þegar við nokkrum stundum síðar settumst upp í bíl Williams. Susan haföi ekki viljað aka sjálf og William hafði fengið næturvörðinn til þess að lofa að sjá um að hvíti Jaguaiinn yrði sendur yfir sundið síðar þennan sama dag. Ég var bæöi óróleg og hálfhissa vegna þess hvernig Susan brást viö þessu öllu þótt ég vildi ekki láta það sjást. Ég undraðist ekki hræösluna, hana skildi ég og sætti mig við. Én samt sem áður var hræðsla hennar miklu meiri og einhvern veginn allt öðruvísi en mín. Eins og hún vissi eitthvað meira en ég sjálf.... TWjORGHNÞOKAN LA rír’.eins og grátt teppi allt umhverfis okkur, þegar við fórum frá bryggjunni í Calais, og loftið var rakt og kalt. Við fundum okkur borð í einu horni veitinga- salarins og þar vermdum við hálf- kaldar hendurnar á heitum kaffi- bollum. „Ég er að velta því fyrir mér hvernig hann hefur farið frá hótelinu,” sagði ég og vissi ekki að ég haföi hugsaö upphátt fyrr en ég sá að William horfði á mig. „Brent? Kannski í leigubíl. . . . ekki veit ég þaö?” Rödd hans var þreytuleg og óþolinmæði gætti í henni svo ég hætti að tala um þetta. Þokan breyttist í fínan rigningarúöa eftir því sem við færöumst nær Dover og regnið draup eins og tár af greinum trjánna þegar við ókum til Wayne- water, en þangaö komum við um hádegisbiliö. Húsiö var eitthvað svo undar- lega tómt og yfirgefiö, en skyndi- lega opnuðust dyrnar og frú Pattersson, ráðskonan sem ég hafði rétt náð að heilsa daginn áður, kom á móti okkur og fór geyst. „Mikiö er gott aö þiö skylduð Skop Þúhlýturað vera Hjalti Steinn frá Hagstofunni! 20 Vikan 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.