Vikan


Vikan - 03.06.1982, Qupperneq 17

Vikan - 03.06.1982, Qupperneq 17
3. hluti Framhaldssaga FJÖGURRA DAGA MARTRÖÐ Saga um ást, peninga, mannvonsku og morð. SVEFNHERBERGIN voru á efri hæðinni. Mínu herbergi fylgdi baðherbergi og þar hafði einhver lagt fram fjólublá handklæði, í sama lit og sængurfötin. Skyndilega minntist ég þess hve áhyggjufull Susan hafði orðið þegar frú Manville vildi láta mig sofa í þessu her- bergi. Ég skreið upp í rúmið og reyndi að ýta frá mér öllum áhyggjum. Á morgun myndum viö leggja af stað til Frakklands og hefja leit að svörunum við spurn- ingum okkar. Eg vaknaði við óm af röddum. Ég gat ekki verið búin aö sofa lengi vegna þess að aldimmt var enn í herberginu og ég fann að ég var dauðuppgefin ennþá. í fyrstu hélt ég að röddin hefði verið hluti af mínum eigin draumi en svo heyrði ég hana aftur og nú var ekki um neitt að villast lengur. Maðurinn talaði hratt á frönsku í herberginu við hliðina á mínu her- bergi. Og maöurinn sem talaði var Ross. E'\ G FÁLMAÐI tJT Í * loftið með hendinni og kveikti á náttlampanum. Dauf- ur bjarminn frá lampanum féll á klukkuna sem reyndist vera fjög- ur. Ross hafði lækkað röddina en allt í einu skellihló hann og það varð til þess að ég þeyttist fram úr rúminu. Ég greip náttsloppinn minn. Gólfið var ískalt viökomu en ég eyddi ekki tímanum í aö leita að inniskónum mínum. Koldimmt var frammi í gang- inum og ég skildi hurðina eftir í hálfa gátt til þess að þaðan bærist svolítill bjarmi fram á ganginn. Röddin hafði komið úr herberginu við hliðina á mínu herbergi og hún hækkaði eftir því sem ég nálgaðist meira dyrnar á herberginu. Ég nam staðar í nokkurri óvissu og fann að ég skalf frá hvirfli til ilja. Ross var þarna inni. En hvenær haföi hann komið? Hvers vegna hafði enginn sagt mér frá því? Hvað var að gerast í þessu húsi? Allt í einu heyrði ég hann hlæja aftur og ég reif upp hurðina án þess aö berja fyrst. Sterkt ljósið inni í herberginu hálfblindaði mig eitt augnablik en svo sá ég hávaxinn mann rísa á fætur og ganga í áttina til mín. Ég starði beint inn í ísköld augu hr. Manvilles. „Hvem fjandann eruð þér aö gera hér?” Hlátur Ross bergmálaði í kring- um okkur, eins og svar við spurn- ingunni, og ég leit allt í kringum mig í herberginu. Hlæjandi augu hans mættu mér frá hverri mynd- inni af annarri og á sófaborðinu stóö segulbandstæki og hlátur Ross hækkaði meir og meir þar til ég greip með báðum höndum fyrir augun og fór að kjökra. Hr. Manville kom laust við handlegg minn og lokaði dyrunum á eftir mér. „Setjist niður,” sagöi hann biðj- andi. Hann slökkti á segulbandinu og hláturinn hætti snögglega. „Viltu fá eitthvaö að drekka?” spurði hann. Ég hristi höfuðiö og horfði þegjandi á hann. Sterk ihn- vatnslykt var í herberginu og minnti á móður Ross. „Ég get alls ekki skiliö að hann skuli vera horfinn okkur,” sagði hr. Manville. „Elskaðir þú hann líka,Kristina?” „Ég var trúlofuö honum,” sagöi ég. „Það sannar ekkert,” sagði hann óþolinmóður og ég skildi vel að hann var að hugsa um Alison. Áöur en mér gæfist tími til að svara hélt hann áfram: „Hann var ekki sonur minn. Vissir þú það?” „Já,”svaraði ég lágt. Hann strauk hendinni yfir aug- un eins og ljósiö ylli honum þján- ingum. Nú var þögn um hríð. „Ég ætti víst aö fara aftur,” sagði ég svolítið óörugg í bragði. „Ég biö þig að afsaka aö ég skyldi hafa ruöst svona hingað inn en ég heyrði rödd Ross og hélt...” „Þetta er allt eins mikið mér að kenna,” sagði hann hálfutan við sig. „Ég gleymdi því .að hljóö- iö berst vel að næturlagi. Nætum- ar eru mér erfiðastar vegna þess að þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að maður hafi tíma til að hugsa. Hann horfði þegjandi á mig og allt í einu var eins og stífla brysti innra meö honum og orðin streymdu fram hvert af öðru. „Konunni minni var nauðgað nokkrum mánuðum áður en við giftum okkur. Það var einhver ræfill sem gerði það. . . Hún hefur aldrei viljað segja hver það var og ég veit það ekki einu sinni enn þann dag í dag. Hún varð ófrísk og þorði ekki aö segja mér það. . .” Hann stundi við. „Vesalingurinn litli, hvílíkt helvíti hlýtur hún ekki að hafa þurft að þola! Og aldrei, öll þessi ár. ..” Röddin brast. „I þrjátíu löng ár hefur hún ekki þor- að aö segja frá þessu og jafnlengi hef ég haldið að Ross væri sonur minn! Og nú. . . Hvers vegna mátti ég ekki halda áfram aö trúa því? Og hvers vegna gat hann ekki líka fengið aö halda áfram að trúa því?” Hann horfði á mig þjáningar- fullu augnaráði og ég vissi ekki hverju ég átti að svara. I þrjátíu löng ár hafði enginn vitað — eng- inn nema móðir Ross og hún haföi ekki þorað að segja frá þessu. Dag einn hafði einhver komist að sann- leikanum. Einhver sem hafði allt að vinna og engu aö tapa, við að gera Ross arflausan. Þaö var að- eins um tvær persónur að ræða — Susan eöa William. Ég ýtti þessum óréttlátu hugsunum þegar í stað frá mér. Hr. Manville hefði ekki gert Ross arflausan, um það var ég handviss, og þar fyrir utan var meginhluti auðæfanna kominn frá fjölskyldu frú Manville. En væri það ekki Susan eða William, hver gat þá hafa orðið til þess að ljóstra uppsannleikanum? Mig verkjaði í höfuðið af þreytu. Ég horfði á hr. Manville og þján- ingarsvipinn á andliti hans. Ætti ég að segja honum aö ég væri handviss um að Ross væri á lífi? Eitthvað hélt þó aftur af mér, eitt- hvert undarlegt hugboð sem varð til þess aö um mig fór hrollur. „Þér er kalt, barnið mitt,” sagði hr. Manville. „Farðu aftur inn í herbergiðþitt.” „Ég fer héðan snemma í fyrra- málið,”sagði ég. „Ég veit það,” sagði hann og kinkaði kolli. Hann tók laust í hönd mína. „Þakka þér fyrir að þú skyldir hlusta á mig. Og þakka þér fyrir að þér skyldi þykja vænt um Ross.” „Þakka þér sjálfum,” hvíslaði ég á móti. Ég grét mig í svefn, þegar grána tók af degi, og síðasta hljóð- ið sem ég heyrði var hundgá ein- hvers staðar í fjarska. AU HIN VORU sest við morgunverðar- borðið þegar ég kom niður næsta morgun. Ég hafði haldið að ég myndi aka í bílnum með Susan en auðvitað hefði ég mátt vita að hún vildi heldur hafa Brent viö hliðina ásér. „Hann er ágætismaður,” sagöi William, þegar hvíti Jaguarinn geystist fram úr okkur og niður eftir trjágöngunum. „Einmitt maðurinn sem Susan þarf á að halda. Svafst þú vel?” bætti hann svo við. „Já, þakka þér fyrir,” muldraði ég. Ég heföi átt aö segja honuin frá því sem gerðist um nóttina en ég gat ekki fengiö mig til þess, að minnsta kosti ekki enn sem komið var. Ég staröi þegjandi út í gegn- um bílrúðurnar. „Ertu enn þreytt?” spurði hann. „Svolítið,” samþykkti ég. Vegurinn liðaðist um fallegt landslag og alls staðar voru skepnur á beit og nokkur böm veifuðu til okkar frá einum sveita- bænum. Sólargeislarnir léku sér við skuggana á malbikuðum veg- inum framundan og glitruðu á spegilsléttu vatninu. Ég leit snöggt í aðra átt og fann um leiö að William lagöi hönd sína yfir mína. „Mikið var þetta hugsunar- laust af mér en ég var alveg búinn að gleyma hræðslu þinni viö vatn- ið. Við hefðum átt að fljúga í staö þess að fara með skipinu.” „Svo fremi skipið sé nægilega stórt er þetta allt í lagi,” sagði ég og brosti til hans vegna umhyggj- unnar sem hann sýndi mér. „Vel skipulagt, hefðu krakkarn- ir í skólanum mínum sagt.” „I skólanum þínum,” endurtók ég spyrjandi. „Ég hélt að þú hjálp- aðir fööur þínum með viðskiptin.” „Nei, það geröi Ross. Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á viö- skiptum. Ég varð þess í stað leik- fimikennari. En nú verö ég víst aö taka við af Ross.” 22. tbl. Vtkan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.