Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 38

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 38
D ■®-*orgin Port Royal var reist á sand- rifi undan ströndum Jamaica. Á blómaskeiöi sínu var borgin alræmd sem mesta lastabæli á suöurhveli jarö- ar. Jamaica hafði tilheyrt Nýja-Spáni en árið 1655 hertóku Englendingar eyj- una og byggöu virki á Port Royal til þess aö verja höfnina í Kingston. Þeir óttuðust aö Spánverjar myndu reyna aö endurheimta eyjuna og reyndu aö efla varnirnar með því aö bjóöa sjó- ræningjum hæli í Port Royal. Menn þessir voru ekki málaliðar því þeir voru ekki undir neinni löglegri stjórn. Þeir þóttu þó skömminni skárri en harðsvíraðir sjóræningjar því aö þeirra eigin sögn rændu þeir aðeins frá höfuöóvinum Englendinga á þessum slóöum, það er Spánverjum. Þegar freistingarnar urðu of miklar kom þaö fyrir aö þeir áttu erfitt meö aö halda sig innan þessara marka. Samt sem áöur voru samskipti þeirra við Eng- lendinga það góö að þeir urðu eins kon- ar þjóðhetjur í augum bresks almenn- ings og fengu aö hafa aðsetur sitt í friöi á Port Royal. Sá sem lengst náöi var Henry Morgan. Englandskonungur sló hann til riddara og hann var gerður aö undir-landstjóra á Jamaica. Hann átti að sjá um að lögum og reglum væri fylgt á sjónum og halda mönnum sín- umískefjum. En þarna á mörkum löglegs og ólög- legs athæfis blómstraöi Port Royal. Lóðir við sjóinn voru jafndýrar og í miðborg Lundúna. Við þröngar götum- ar stóöu verslanir, vöruskemmur, þrælamarkaðir, knæpur og vændishús í rööum. „Hvar sem var lágu skækjur í makindum,” upplýsti örvæntingarfull- ur prestur. Kirkjunnar menn spáöu því aö guö myndi leggja þessa vestrænu Sódómuíeyði. Guösmennirnir héldu því fram aö einmitt það heföi gerst. Rétt fyrir há- degi þann 7. júní komu tveir harðir jaröskjálftakippir í Port Royal meö nokkurra mínútna millibili. Sandurinn rann, byggingar gliðnuðu og öll sjávar- síða borgarinnar sökk í sæ. Port Royal var lögö í rúst en þjóð- sagan liföi í ýktri og fegraöri útgáfu rómantískra höfunda. Fyrir um fjöru- tíu árum komst ein slik saga í hendurn- ar á tíu ára gömlum dreng, Robert Marx frá Brooklyn í New York. Hann ákvaö þá þegar aö ekkert vildi hann frekar gera í lífinu en að kafa í höfninni Sjó- ræningja- borgin sem sökk í Port Royal og finna hina sokknu borg sem höfundurinn lýsti. Þar átti kirkjan að vera í heilu lagi meö beinagrindum sóknarbarnanna á kirkjubekkjunum og kirkjuklukkumar hringdu þegar sjávarföllin voru mikil. Tíu árum síðar var Marx mættur á staðinn meö grímur og froskalappir. Hann kafaöi ofan í myrkt vatniö og synti út að bauju sem kölluð var Kirkjumerkiö því þar undir var sagt aö kirkjuna sokknu væri að finna. Frá- sögn hans fer hér á eftir: „Þegar ég kom aö baujunni andaöi ég djúpt aö mér og kafaöi beint niöur. Ég fann þegar ég kom niöur á hafs- botninn. Höfuðið og hendumar á mér voru þaktar mjúkri leöju fyrr en varði. Eg komst upp úr leöjunni og sá þá ekk- ert nema mitt eigið andlit. Gruggugt vatniö á botninum og glerið í grímunni virkuðu eins og spegill. Eg var ákveö- 38 Vikan zz. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.