Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 45
Smásaga
Grunurinn, sem hún hafði tekið með sér
tii Shetlands, varðað vissu. Hún skrifaði
lmogen, en bréfið var endursent meö
athugasemdinni „Ekki á þessu heimilis-
fangi". Frank var undarlega hljóður um
lmogen nú orðið, hann yppti aðeins
öxlum: — Hún lætur til sín heyra.
Gerðu þér ekki óþarfa áhyggjur.
Læknirinn, sem skoðaði Eileen. var
vingjarnlegur, en Eileen vissi, að eitt-
hvað var að. Hann útskýrði það var-
færnislega. Undir vissum kringum-
stæðum gæti þungunin orðið henni
erfið, en ef hún færi vel með sig...
Hún missti barnið á fimmta mánuði.
Eina stundina var hún barnshafandi og
hamingjusöm, þá næstu lá hún i stóru.
hvítu sjúkrarúmi — og barnið var ekki
lengur til.
Næstu mánuðir urðu henni undarlega
erfiðir. — Ekki óvenjulegt ástand eftir
fósturlát, sagði sálfræðingurinn, sem
hún leitaði til. — Þunglyndi er ákaflega
algengt hjá konum, sem hafa orðið fyrir
slíku áfalli. Leyfðu tímanum að vinna
með þér.
Timi var líka það eina, sem hún hafði
nóg af, þvi tilfinningarnar virtust hafa
gufað upp. 1 stað tilfinninganna var
ekkert nema tómið.
— Við æltum að reyna að hafa upp á
Imogen og segja henni, hvernig komið
er, sagði hún einn daginn. en i rauninni
var henni sama.
Smám saman bráði þó af henni, og
einn góðan veðurdag gat hún hlegið —
og þá grét hún af feginleik. — Við
eignumst önnur börn, sagði hún við
Frank, en vissi þó með sjálfri sér, að svo
yrði ekki.
En hún hafði komist yfir erfið-
leikana, og vegna Franks — og vegna
hennar sjálfrar — varð hún að hætta að
hugsa um fortiðina.
Nú þegar hún var farin að jafna sig
leitaði hugur hennar æ oftar til
Imogenar, og nokkrum sinnum reyndi
hún að leita upplýsinga um hana á
gamla sjúkrahúsinu, þar sem þær höfðu
unnið.
— Hafðu ekki áhyggjur, sagði Frank.
— Hún hefur samband. þegar hún kærir
sig um þaðsjálf.
Eileen átti bágt með aö skilja afstöðu
hans. Imogen hafði einnig verið vinur
hans. Nú virtist hann sáttur við að hafa
misst sjónar af henni.
Skýringuna fékk hún, þegar hún fann
Ijósmyndina. Hún fann hana fyrir
hreina tilviljun, þegar hún var að leita
að einhverju i skrifborði Franks.
Glannaleg rithöndin var auðþekkjanleg.
„Með ástarkveðju" stóð skrifað aftan á
mynd af lmogen, Ijómandi af fegurð og
hamingju. Hún hélt á ungbarni i örmum
sér.
Eileen lét myndina á sinn stað og
settist niður. Hversu blind hafði hún
ekki verið! Þegar hún fór til Shctlands
og skildi Erank eftir einan með Imogcn.
og.... Hún gat ekki áfelist þau, og þau
höfðu gert sér far um að særa hana ekki.
Imogen hafði látið sig hverfa. og Erank
hafði orðið eftir hjá henni. af því hann
var giftur henni.
I tvo daga gekk hún um, og lil-
finningarnar toguðust á í huga hcnnar.
Stundum var hún ákveðin i þvi að fara.
gera þeim kleift að ná saman og annast
barnið. En heilbrigð skynsemi sagði
henni að flana ekki að neinu. Eyrsl vildi
hún reyna að finna Imogen.
Aftan á myndina haföi veriö
stimplað nafn á fyrirtæki í Bristol.
Nokkrum dögum siðar sagði hún Erank.
að hún ætlaði til London, en tók svo
lestina til Bristol.
Það tók sinn tima, en Ijósmyndarinn i
Bristol fann heimilisfang Imogcnar. og
Eileen héll þangað. Húsvörðurinn
kannaðist þegar i stað við nalnið.
— Ó, það var svo hryggilegt — svona
ung kona. Hún lést fyrir um það bil
þremur mánuðum, lenti i bilslysi.
Eileen gekk aftur út i sólskiniö mcð
enn eitt heimilisfangið í vasanum,
heimilisfang frænku Imogenar. Imogen
dáin? Horfin að eilífu? Það var óhugs-
andi. Eileen fannst hún ætla að kikna
indan þessari byrði, að missa fyrst barn-
ð sitt, síðan sinn besta vin.
Frænkan var ung, hjálpfús, en
áhyggjufull.
— Eg varö aö taka barniö aö mér,
sagöi hún. — Eg gat ekki vitað af því á
munaðarleysingjahæli. En þaö er
erfitt, ég á sjálf þrjú.
Aður en Eileen fór var allt klappað
og klárt. — Eg verö auðvitað aö tala
viö manninn minn fyrst, sagöi hún, —
en hann var einnig góöur vinur
Imogenar, og ég er viss um, aö hann
verður þessu samþykkur.
I lestinni á heimleiöinni velti hún
málinu fyrir sér á allar hliöar. Hún
komst aö þeirri niöurstööu, aö best
væri aö láta þetta gamla ástarævintýri
liggja í þagnargildi. Þaö var liöiö og
best geymt í fylgsnum hugans.
ZZ. tbl. Vikan 45