Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 46

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 46
— Ég varð aö finna Imogen, F'rank, sagöi hún viö hann. — Þú veist, hvaö við vorum góöar vinkonur, og ég varð að vita, hvernig komið væri fyrir henni. Hún lætur eftir sig barn, dóttur, faðir ókunnur. Litlu stúlkunni liður vel, þar sem hún er, en það er erfitt fyrir hjónin að hafa hana. Hann samþykkti undir eins og ákveðið. Eileen gat gert sér i hugarlund, hversu feginn hann var að fá tækifæri til að ala upp sina eigin dótlur. Þau sóttu barnið nokkrum dögum siðar. Eilcen sat nteð hana i fanginu á heimleiðinni og leitaði að svip föðurins i lilla andlitinu. Stundum fannst henni hún sjá likindi með Frank, en um móðernið lék cnginn val'i, sömu dökku augun. sama leiftrandi brosið. I>að var einkennileg tilfinning að finna þennan litla kropp á hnjánum og vagga honum svo i svefn. Það var eins og þelta litla barn væri fætl af henni sjálfri. — Ertu hantingjusöm? spurði Frank, og hún kinkaöi kolli. L r svip hans skein ást og hlýja. — Þetta er barnið okkar, sagði hún ákveðin. Ættleiðingin tók nokkra mánuði. Intogen hafði gefið litlu stúlkunni nal'nið Eileen Rose, en þau ákváðu að kalla hana aðeins Rose til að forðast rugling. Stundum fannst Eileen sent hún væri þeirra eigið barn, hold af þeirra holdi, ávöxtur hjónabandsins. En svo kastaði Rose til höfðinu eða hló, og það var sem Imogen væri komin Ijóslifandi. Enda þótt Eileen legði hart að sér að gleyma, ásótti efinn hana stöðugt. Stundum horfði hún á Frank og velti fyrir sér, hvort hann væri að hugsa um Imogen. Minntist hann enn þeirrar sælustundar, þegar Rose varð til? r ytra borði var fjölskyldulíf þeirra fyllra og hamingjusamara. Nú voru þau fjölskylda. En hið innra var kominn brestur. Eileen þreyttist á ósvöruðum spurningum sínum, og æ oftar þótlist hún sofa, þegar Frank sneri sér að henni á kvöldin, þvi hún óttaðist saman- burðinn. Þá ástúð, sem hún hefði átt að veita Frank, lét hún Rose í té, og hún lét sern hún tæki ekki eftir því, þótt hann yrði hlédrægari með timanum. Rose óx upp, henni gekk vel í skóla, sýndi dugnað i öllu, sem hún gekk að, skaraði fram úr i leikjum. — Hún er hamingjusamt barn, sagði Frank við Eileen dag einn, þegar hann stóð og horfði út um gluggann á Rose Skuggi efans sem hjólaði fram og aftur um stigana. — Sjáðu, ég sleppi stýrinu! kallaði hún til pabba sins. — Þú hefur staðið vel að uppeldinu, sagði hann við Eileen, og hún brosti við honunt þakklát. Þó var henni þungt um hjartarætur. Hann var henni þakklátur. en þakklæti var ekki sama og ást. Öll þessi ár snerist lif Eileenar að mestu um Rose. Svo var þetta brosmilda barn skyndilega fullvaxin kona, há og grannvaxin og lifsglöð eins og móðir hennar forðum. Rose gekk vel í skóla, og að skyldunámi loknu ákvað hún að leggja fyrir sig sjúkraþjálfun. Að undir- búningsnánti loknu fór hún til frekara náms i Newcastle. Eileen saknaði Rose, en hún kom heim um hverja helgi, jafnástúðleg og lífsglöð og fyrr. Þau höfðu sagt henni frá lmogen, um leið og hún komst til vits, og töluðu oft um hana. — Hún hefði verið hreykin af þér, sagði Frank við hana einn daginn, og Eileen varð að snúa sér undan til að fela tárin. 1 síðar trúlofaðist Rose sant- starfsmanni sinum. — Segðu ekki nei, mamma, sagði hún, og það var sem Imogen stæði fyrir framan hana. — Ég elska hann út af lífinu, og ég er ákveðin að ljúka náminu, áður en við látum eftir okkur að eignast barn. Kvöldið fyrir brúðkaupið sátu þau saman öll þrjú fyrir framan arininn með söknuð í huga. Tilfinningarnar mundu ekki kólna, en þær yrðu öðruvísi héðan í lrá. — Kominn tími til að fara í rúmið, sagði Rose að lokum. Eileen brosti lil samþykkis, en Frank sagði hálfkæfðri röddu: —Dokaðu aðeins við. Mig langar að gefa þér dálítið. Hann kom aftur andartaki siðar — með Ijósmynd i höndunum. Hann gaut augunum til Eileenar, sem starði á myndina af imogen með Rose i örmum sér. — Eiginlega á mamma þin þessa útihurðir) Dalshrauni 9 Hafnarfirði Sími 54595 Útihurðir — Bílskúrshurðir — Svalahurðir — Gluggar og gluggafög — ☆ Berið saman verð og gæði, hringið eða skrifið og leitið upplýsinga. ☆ Sendum um allt land. 46 Vikan 22. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.