Vikan


Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 51

Vikan - 03.06.1982, Blaðsíða 51
Draumar Dvergvaxinn njósnari Kæri draumráðandi. Mig dreymdi svo skrýtinn draum að ég ætla að biðja þig að ráða hann fyrir mig. Ég man ekki hvar ég var en mér fannst pabbi minn vera búinn að ráða njósnara til að njósna um mig. Jœja, ég og strákur, sem við skulum kalla X, göngum upp I skóla, þar erum við alltaf á kvöldin. Þá ræðst á mig strákur sem ég er ofsalega hrifin af (Z) og hann byrjar að kyssa mig og halda utan um mig. Z er með stelpu og hún var þarna og horfði á okkur. Þegar Z hætti að kyssa mig var hún farin, alla vega sá ég hana ekki. Svo allt í einu var ég orðin berfœtt og það var fullt af glerbrotum svo ég varð að tipla á tánum og svo fannst mér ég vera á leiðinni út í sjoppu og þá sá ég njósnarann og hann var dvergur og ég sagði við hann: Þú þarft ekkert að njósna um mig núna, ég er að fara út í sjoppu og er berfœtt svo að ég fer varla lengra. (Hann var með slöngur í hendinni og tværstelpur löbbuðu á eftir honum.) Svo sagði hann: Það eru bara þessar tvœr stelpur. Og mér fannst hann meina að hann ætlaði að hafa mök við þœr en ekki fleiri. Ég vona að þú ráðir drauminn fyrir mig. Takkfyrir. p.K. Þessi draumur getur merkt tvennt, annars vegar að þú lesir of mikið af hasarbók- menntum eða þú horfir á myndir með undarlegum atvikum, hins vegar að þetta sé tákndraumur. Ráðning tákndraums er þessi: Þú mátt gæta þess að fram- kvæma ekkert vanhugsað á næstunni og þarft að vera gætin í sambandi við heilsuna því kæruleysi getur valdið einhvers konar veikindum (ekki alvar- legum en ef til vill þrálátum og jafnvel sársaukafullum). Þú ert nokkuð ósjálfstæð og tekur óhreinleika einhverra sem þú þekkir mjög nærri þér og verður mjög leið og jafnvel örvæntingarfull þegar þú verður vör við að einhver er að baknaga þig. Margir telja dverga mikið gæfutákn I draumi og það ætti að l.-essa þig eitthvað, annars er þessi draumur ekkert til að taka hátíðlega því allt byggist þetta á þinni eigin afstöðu og því hvernig þú sjálf stendur þig og engan háska er að finna þó las- leiki geri vart við sig (ef þú ert ekki gætin). Forðastu að láta undan vanhugsuðum áætlunum því þar er helst að ''ænta álags á heilsu þína. Grýlurnar í draumi Kæri draumráðandi! Éyrirstuttu dreymdi mig draum sem mér leikur for- vitni á að fá ráðningu á. Mér fannst ég og vinkona mín vera að ganga á Laugaveginum. Síðan sáum við skrýtið hús og við gengum inn I húsið, þar inni voru Ragnhildur Gísla- dóttir og Grýlurnar. í húsinu voru mörg herbergi. í hverju herbergi var annaðhvort ein af Grýlustelpunum eða einhverjir ókunnir menn. Við vinkona mín gáðum inn í öll herbergin og I einu herberginu var Ragn- hildur sjálf. Við fórum inn og spjölluðum við Ragnhildi. Ragnhildur bað okkur þá að hjátpa sér og Grýlunum í kvöld, því þær ætluðu að halda ball. Við hjálpuðum þeim á ballinu ef þær vantaði eitthvað. Síðan vorum við á sama stað um nóttina, ég, vinkona mín og Grýlurnar. Svo daginn eftir fórum við. Þá sáum við Helgu Möller og litla stelpu með henni, ég gæti trúað að það væri dóttir hennar. Vinkona mín sagði strax Hæ við Helgu og síðan ég. Helga var í hárauðum stuttum kjól. Litla stelpan sem var með Helgu sagði strax Hæ við okkur, en Helga leit illilega til okkar. Við ákváðum að elta Helgu inn I búðina sem hún fór inn í. Litla stelpan sem var með Helgu talaði við okkur en Helga hrakti okkur burt. Þá vaknaði ég Með fyrirfram þökkfyrir ráðninguna. Ein forvitin, Þessi draumur er fyrir ein- hverjum erfiðleikum hjá þér, ef til vill lasleika, en þú mátt vera fegin að Helga hrakti ykkur burtu því það er ótvírætt merki um að þessir erfiðleikar verði ekki alvarlegir og snerti þig (ykkur vinkonurnar ef til vill báðar) mjög lítið þegar til kemur. Skop HÚS/y/EÐi s- LAhJ U 4-/? Loksins erum við búin að finna draumahúsið. Nú þurfum við drauma- lánið. ÖÍLAþJiH TTGé- Þú hefur gleymt aö ýta loftnetinu niður! 22. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.